Vikan


Vikan - 21.12.1978, Side 6

Vikan - 21.12.1978, Side 6
ER D YRÐLEGT AÐ DEYJA? Bifvélavirkinn Frizt Homan, sem nú er 43 ára gamall og þriggja barna faðir, var 38 ára þegar hann var fluttur i Vincenz- sjúkrahúsið, skömmu eftir að hann hafði komið til vinnu sinnar, vegna gruns um kransæðastíflu. Þetta var í nóvember 1972. Sídegis þann dag barst yfirlækni lyfja- deildarinnar, dr. Paul Becker, neyðarkall. Homan hafði fengið ákaft kvalakast. Einni mínútu síðar var dr. Becker mættur á staðnum. Hann sagði í skýrslu sinni, að sársaukinn hefði greinilega stafað af æðastiflu, sem valdið hefði hjartaáfalli og hjartslátturinn hefði stöðvast. Við sjúklinginn var þegar beitt öllum hugsanlegum læknisaðgerðum og innan fjögurra minútna fór árangur að koma í ljós og hjartastarfsemin hófst að nýju. Það var vakað yfir hinum endurlífgaða hjartasjúklingi í fjóra daga, en síðan var hann fluttur í venjulega sjúkrastofu. Fjórum vikum síðar var hann útskrifaður úr sjúkrahúsinu. Fjórum árum síðar lýsti Fritz Homan sjálfur fyrir lífgjafa sínum gangi endur- lífgunartilraunanna í öllum smáatriðum. Dr. Becker sagði svo frá því. „Hann skýrði mér nákvæmlega frá því, sem við höfðum gert við hann — og reyndar sá hann mig ekki standa við rúm sitt, heldur horfði á mig að ofan, eins og hann svifi einhvers staðar upp undir loftinu. Hann reyndi einnig að kalla til mín og segja: „Látið mig vera! Látið mig í friði!” Því Fritz Homan leið mjög vel. Hann var frjáls og ánægður. í kringum hann var allt bjart og þessi birta var sársaukalaus og hann var fullkomlega rólegur.” II. Hinn 16. september 1964 var svissneski húsameistarinn Stefan von Jankovich farþegi í Alfa Romeo-bifreið á leiðinni til Luganó. Kl. 11.10 mættu þeir hægfara bílalest, sem stór flutningabíll var að fara framúr, en þetta var tveggja akreina braut. í lögregluskýrslu segir, að ckumaður flutningabílsins, roskinn maður, hafi truflast við framúraksturinn og ekki hafi verið hægt að afstýra árekstri. Jankovich gerði sér á augabragði grein fyrir hinni bráðu lífshættu. Hann hrópaði. Sjónarvottar segja að um leið og árekstur- inn varð hafi hann kastast á framrúðuna og síðan út úr bílnum á götuna, þar sem hann lá með 18 beinbrot. Læknirinn sem kom á slysstaðinn nokkrum mínútum síðar sannreyndi að hjartað var hætt að slá. En sjálfur var Jankovich að eigin sögn staddur um þrem metrum fyrir ofan slysstaðinn. Skilningarvit hans voru starfandi og minni hans nam allt. „Ég sveif yfir slysstaðnum og sá þar líf- lausan og stórslasaðan líkama minn nákvæmlega í því ástandi eins og ég sá því síðar lýst í lögregluskýrslunni.” Hann horfði á hvernig læknirinn opnaði munn hans með smáspaða og reyndi að koma honum til að anda. Síðan sá hann lækninn standa upp og heyrði hann segja: „Það er ekkert hægt að gera, hann er látinn.” Jankovich fannst „athyglisvert að horfa UNDARLEG ATVIKVIII ÆVAR R. KVARAN á þessa hræðilegu sýn, hvernig maður lést eftir bílslys þarna niðri . . . ég sjálfur.” Og á meðan var hann „laus við geðshræringu, alveg rólegur, við himneska, unaðslega liðan.” Þessa lýsingu birti Jankovich sjálfur níu árum eftir slysið. Hann er nú 58 ára gamall. III. Leikarinn og söngvarinn Charles Aznavour lét liða 16 ár áður en hann skýrði frá því, sem hann varð fyrir þ. 31. ágúst 1956 á þjóðvegi i Frakklandi í námunda við Brignoles. Það var líka bílslys. „Of seint að vikja, vörubíllinn birtist svo skyndilega, að við áreksturinn gat ég aðeins gripið krampataki um stýrið.” Hann missti meðvitund, en jafnframt einnig þá skelfilegu tilfinningu, að slys hefði orðið. „Ég var gagntekinn sælukennd sem aðeins jókst við það, að þægilegur ylur fór um líkama minn.” Hann heyrði einhvern segja: „Guð minn góður! Hann er dáinn!” Þá varð honum fyrst ljóst, „að það var verið að tala um mig. Einhvern veginn fannst mér sem mér létti óskaplega. Þetta var þá dauðinn, sem við erum svo hrædd við alla okkar ævi!” Nú er Charles Aznavour 54 ára gamall. IV. Eitt sinn skal hver deyja. Þetta er ef til vill hið eina, sem hægt er að segja með fullri vissu, að allir menn séu sammála um. Fæstir hafa þó mikinn áhuga á að hugsa um það. Þvert á móti. Fólk vill helst ekki minnast á það. Það má jafnvel segja, að áhugi fólks á dauða annarra standi í öfugu hlutfalli við áhugann á eigin dauða. Kannski er það ekki nema mannlegt, þó það sé ef til vill ekki að sama skapi hyggilegt. En hvað sem því líður, þá hefur það þó verið rannsakað á vísindalegan hátt, að meiri hluti íslendinga a.m.k. trúir því að þeir eigi annað líf í vændum, þegar þessu lýkur. En það svarar vitanlega ekki spurningunni: Hvernig er það? Um það eru til miklar bókmenntir skrifaðar af látnu fólki, sem hefur getað komið þessari vitneskju til okkar með hjálp sálrænna manna, sem stundum eru kallaðir miðlar. Fer það eftir eðli þeirra hæfileika, sem viðkomandi miðill býr yfir, með hverjum hætti þessum upplýsingum frá látnum er komið fram. Það getur t.d. bæði verið með þeim hætti, að látin vera talar gegnum miðil, þ.e. með hans rödd meðan hann er i transi, eða með því að sálræn persóna skrifar ósjálfrátt. Einn frægasti miðill Bandaríkjanna, frú Piper, var svo mögnuð að hún skrifaði ósjálfrátt samtímis með báðum höndum, hvor höndin með sitt efni og ólíka rithönd. Á sama tíma var einnig talað í gegnum hana, eins og venjulegir miðlar gera í transi. Hún gat þannig samtímis verið notuð af þrem ólíkum verum. Slíkt er vitanlega afar sjaldgæft. En þetta hefur verið vottað meðal annarra af einum frægasta sálfræðingi og heimspekingi Bandaríkjanna, William James, sem rannsakaði hæfileika þessa frábæra miðils í áratugi. En nú bætist það við, að fjöldi fólks hefur orðið fyrir þeirri undarlegu reynslu að deyja, þ.e.a.s. viðkomandi læknir hefur lýst því yfir, að manneskjan sé látin, enda öll merki lífs, svo sem andardráttur og blóðrás, stöðvuð. Stundum tekst að lífga þetta fólk við á ný, kveikja lífsneistann, , sem slokknaður var, með nuddi og ýmsum tæknilegum læknisaðferðum eða þá að sjúklingurinn vaknar á ný til lífsins af óskiljanlegum ástæðum. Þær frásagnir, sem þáttur þessi hófst á, eru þess eðlis. Svo er að sjá, að þótt fólk þetta hafi t.d. orðið fyrir hinum hræðilegustu slysum, þá virðist fc Vikan si.tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.