Vikan


Vikan - 21.12.1978, Side 13

Vikan - 21.12.1978, Side 13
Þessir borar eru betri fjórfesting en Kröfluborar. dýrar og e.t.v. er þetta frá gömlum tíma þegar nær eingöngu var notast við gull þegar gera átti við tennur. En mér finnst taxti tannlæknafélagsins ekki vera of lágur — ég gæti eins sagt að hann væri hár. En bæði rekstur og sérfræðingaþjónusta er dýr og það á ekki eingöngu við um tannlækna. Þar við bætist að öll efni og áhöld til tannlækninga er mjög dýr og ofan í kaupið allt of hátt tolluð hérlendis. — Nú skilst mér að þú sért ekki hlynntur því að hið opinbera taki að sér tannlækna- þjónustuna í landinu. Hvaða rök hefur þú fyrir því? — Þetta er ekki alls kostar rétt. Spurn- ingin er hvort greiða eigi tannlækningar að fullu úr sameiginlegum sjóði eða ekki. Þetta er pólitísk spurning. Ég tel mig geta fullyrt að tannlæknaþjónustan yrði ekki ódýrari við það að hið opinbera færi að hafa puttana meira i þessu. Nú getur þó fólk spurt okkur hvað var gert og hvað það kosti. Ef hið opinbera borgaði þá hyrfi allt aðhald, sjúklingum yrði sama og tannlæknum líka. Má i þessu sambandi minna á að nýlega upplýsti heilbrigðis- ráðherra á Alþingi að rannsóknar- kostnaður á Borgarspítalanum væri rúmlega 50% hærri en á rannsóknarstofu sem rekin er sem einkafyrirtæki læknis á Landakoti. Einhvern veginn er það nú svo að opinber rekstur hleður meira utan á sig og verður dýrari en sambærilegur einka- rekstur þar sem ábyrgð eiganda stuðlar að aðhaldi og hófsemi.... Ellert Pétursson, bilstjóri: — Ég hugsa vel um tennurnar mínar og fer reglulega til tann- læknis. En þetta er dýrt, síðast þegar ég lét gera við tönn kostaði það 7000 kr. Sigurður Þorieifsson, kaupmaður — Þegar ég var krakki tengdi ég alltaf tannlækna við pínu og skelfingu og þá sérstaklega Tíru Tönn. En svo var ég svo heppinn að kynnast ódýrasta tannlækninum í Reykjavík. Hann klassaði upp á tennurnar mínar fyrir nokkrum mánuðum, nýr gómur og allt nýtt, og það kostaði aðeins 90.000.00 krónur, langt fyrir neðan alla taxta. Það eru ekki allir tannlæknar okrarar. Sigurður Þórðarson, skrifstofumaður — Peningar — ekkert annað. Auður Siguróardóttir, húsmóðir: — Mér detta auðvitað peningar fyrst í hug. Ekkert annað. Andrea Brabin: — Ég hef bara einu sinni farið til tannlœknis ogþað varekkert vont. Gfsllna Vilhjólmsdóttir, verskmarmær — Hvað þeir eru dýrir. Þórður Jónsson: — Égfer aldrei til tannlœknis. Hugir vegfarenda kannaðir Hvaö dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir tannlæknis getiö? Guðmundur Lund, norskur foringi f hjólpræðis- hernum: — De er nödvendige (þeir eru nauðsynlegir). 51. tbl. Vikan 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.