Vikan


Vikan - 21.12.1978, Page 17

Vikan - 21.12.1978, Page 17
Það urðu mikil vonbrigði fyrir spænska diskó-flokkinn Baccara að hafna aðeins i sjöunda sæti í Melody Grand Prix keppninni i París. Baccara stúlkurnar Maria og Mayte sem fyrir keppnina höfðu heillað milljónir manna með söng sínum, og þá sérstaklega vegna þess hversu lélegan enskan framburð þær höfðu, bjuggust svo sannarlega við því að vinna. Breiðskifa beið tilbúin til að fylgja sigrinum eftir og bar hún heitið Parlez Vous Francais. En eftir ósigurinn voru þær ekkert að flýta séraðgefa hana út. Nú er hún þó komin töluvert breytt frá því sem var og titillinn er Light my Fire eftir gamalli Doors plötu. Plata þessi gerði stormandi lukku og nú streyma milljónirnar í kassann. En líf Mariu og Mayte breytist lítið við það. Þær eru i rauninni ekkert annað en spænskur flamingo-dúett og dansa betur en þær syngja. Þær vita sem er, að eftir örfá ár verða þær ekkert annað en lítill punktur í sögu poppsins og þvi þá að vera með einhverja stæla þó nokkrar milljónir séu komnar inn á bankabækur þeirra. Þær eru diskóflugur sem fjúka út um gluggann við minnsta blástur. Maðurinn á bak við þær, maðurinn sem semur lögin og útsetur, heitir Rolf Soja. Flann er nú farinn að sjá árangur erfiðis síns. Baccara hefur þegar selt 12 milljónir lítilla platna og breiðskifurnar eru farnar að nálgast aðra milljónina. Nú á Eva Peron að fara á hvíta tjaldið Söngleikurinn Evita, sem byggist á lífi og starfi Evu Peron þeirri argentínsku, sló í gegn i London við fádæma undir- tektir, og nú á að setja hann upp á Broadway. En þar er ekki látið staðar numið því kvikmynd um líf þessarar furðukonu er einnig í bígerð. Þegar er búið að velja leikkonu til að fara með hlutverk Evu, og er það þýsk þokka- gyðja, Eva-Maria að nafni. Eins og sjá má af myndinni er þetta snotrasta stúlka, og er henni spáð tafarlausri heimsfrægð strax og kvikmyndin birtist. Myndin verður þó ekki öll leikin, því inn i hana verða klipptar gamlar heimilda- myndir um hina einu og sönnu Evu Peron. Þá er bara að biða og sjá. Hamii J 64019988 B 10^ : I XITIM) STATKS OI'AMIM^ fcOTf II IUAL !U#t» -nn -r»r_jnrir I C I • A *l n t turty *I»t>c AJ.0 pm*ATi J O 4 U X ií b Cliff er enn í fullu fjöri Stjama Cliff Richards er síður en svo tekin að dala þó hann sé orðinn nokkuð gamall i hettunni. Það sýndi hann enn einu sinni í hófi miklu er plötuútgáfa hans hélt. Hann hljóp upp á sviðið og söng nokkra góða rokksöngva. Chris Norman og Suzie Quatro, sem einnig voru gestir i veislunni, urðu svo hrifin að þau gátu ekki stillt sig um að syngja með honum. Bob Dylan og Eric Clapton — væntanlegt samstarf? Á nýafstöðnu hljómleika- ferðalagi Bob Dylans um Evrópu var Eric Clapton ávallt til staðar, bæði sem meðlimur í hljómsveit Dylans svo og til upphitunar. Af þessu samstarfi leiddi mikil vinátta þeirra á milli, og nú segja sögusagnir að vænta megi nýrrar hljómleikaferðar ínnan tveggja ára — og þá með þeim báðum samtímis á sviði. Minna má nú gagn gera. Annars eru þeir báðir önnum kafnir þessa dagana, Dylan á hljómleikaferðalagi um Bandaríkin og Clapton að undir- búa nýja plötu ásamt kynningar- hljómleikum sem henni fylgja. Hér á myndinni sjást þeir vinirnir við bjórdrykkju. ROCKY LEIKUR ELVIS Sylvester Stallone (33 ára) sem náði heimsfrægð fyrir hlutverk sitt I kvik- myndinni Rocky fékk nýlega óvenju gott tilboð. Hann á að taka að sér hlutverk Elvis Presleys í væntanlegri kvikmynd. Myndin á að lýsa lifi hins fræga rokkkonungs og Sylvester fær einar litlar 82 milljónir fyrir ómakið. fl.tbl. Vlkan X7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.