Vikan - 21.12.1978, Page 35
Varð móðir og græddi
í peningaspili
Kæri draumráöandi.
Ég vil þakka fyrir gott efni í
Vikunni. Mig langar að biðja þig að
ráða fyrir mig draum, sem mig
dreymdi í nótt, en hann var þannig.
Ég var að eignast strák, sem mér þótti
ofsalega vænt um. Mér fannst hann
svolítið líkur strák bróður míns. Ég var
mjög hreykin af stráknum mínum og
bað skólasystur mína að koma heim til
að sjá hann. Þá var strákurinn úti og
svaf í vagni. Þegar ég tók sængina til
hliðar, svo hún sæi andlitið betur,
vaknaði hann. Ég tók hann og fór
með hann inn, en þá var amma þar og
sagði að ég œtti nú að passa, að
honum yrði ekki kalt. Svo var ég
þarna ískólanum (áður en égsýndi
skólasysturinni barnið), og þá fór ég í
peningaspil, sem maður átti að láta
500 krónur í. Mig minnir, að ég hafi
grætt rúmlega 8000 krónur og ætlaði
þá að bjóða þessari skólasystur upp á
öl og nammi. En ég og strákurinn, sem
mig dreymdi, að vœri faðir drengsins,
höfum verið dálítið saman að undan-
förnu, og mér þykir mjög vænt um
hann. En í draumnum átti ég alltaf
eftir að segja honum, að við ættum
barn saman. Jæja, ég vona, að þú getir
lesið eitthvað úr þessum draumi, því
ég hugsa mikið um hann. Virðingar-
fyllst.
Ein, sem vonast til að
fá drauminn leystan.
Draumur þessi boðar þér mikla heppni í
ástarmálum eða í viðskiptum, og öll
áform þín munu heppnast vel. Þú nýtur
mikilla vinsælda meðal skólafélaga
þinna, og þín bíða batnandi kjör. Þú
munt afla þér aukinnar þekkingar og
visku og átt áhyggjulaust lif framundan.
Friður og gæfa munu fylgja þér á
næstunni.
„Eldur, eldur”
Kæri draumráðandi.
Mig langar að biðja þig að ráða
draum, sem mig dreymdi nýlega. Mér
fannst ég standa fyrir utan hlöðuna
heima. Hún var hálffull af heyi, og
inni í henni var margtfólk. Skyndilega
þusti allt fólkið út og hrópaði „eldur,
eldur”. Þá sá ég mikið bál innst inni í
Mig
drewndi
hlöðunni. Allt I einu slokknaði
eldurinn, og fólkið var komið inn
aftur. Næst varð mér litið heim á hlað
(I veruleikanum er það ekki hægt, því
þar er hús á milli), og sá ég þá koma
bíl, sem ég þekkti ekki. Þegar hann
stoppaði gaus upp úr húddinu á
honum margra metra hár logi, sem
breiddist síðan út um allan bíl. Ég æpti
„eldur, eldur!” og horjði hálflömuð á
fólk skríða út úr brennandi bílnum.
Þar með var draumurinn búinn. Mig
langar líka að spyrja þig, hvort það
geti þýtt eitthvað, að mig hefur oft
dreymt strák, sem ég var með á balli
fyrir nærri ári. Ég er enn mjög hrifm
af þessum strák, og það var bara fyrir
misskilning að við byrjuðum ekki
saman á föstu. Mig hefur alltaf dreymt
að hann vildi komast til mín, eða að
hann væri hjá mér. Ég vona að þú
eigir enga svanga Helgu, og þakka ég
því fyrirfram fyrir birtingu.
4499
Þessi draumur er þér að öllu leyti mjög
hagstæður. Hann boðar þér fyrst og
fremst giftingu og að „sá rétti” sé alveg
á næstu grösum, en einnig boðar hann
þér heilbrigði, heimilislán, vinsældir,
hagnað og gæfu. Eldurinn boðar
ógiftum giftingu, gott heimilislíf og
barnalán, svo gæfan ætti að vera þér
hliðholl. Ég tel, að draumarnir um
piltinn séu einungis óskhyggja.
Ryðgaður járnbútur
í rúminu
Kœri draumráðandi
Geturðu ráðið fyrir mig eftirfarandi
draum? Mig dreymdi hann fyrir
nokkrum vikum og er sfellt að hpgsa
um hann, því ég er viss um, að hann
boðar eitthvað slæmt. Mig dreymdi að
ég væri að koma úr vinnunni og var
alveg dauðþreytt. Síminn hringdi og
hringdi, þegar ég kom inn, en ég
treysti mér ekki að svara. Ég flýtti mér
bara I bað og ætlaði svo að sofna.
Þegar ég lagðist I rúmið mitt, fann ég,
að það var eitthvað hart undir mér, og
fann ég mikið til I bakinu. Ég fór fram
úr rúrninu og lyfti lakinu upp og sá þá,
að undir því var ryðgaður járnbútur.
Ég varð mjög hissa, því það hafði
enginn lykil að íbúðinni nema ég, svo
ég skildi ekkert I því, hvernig þessi
járnbútur hafði komist þangað. Ég
vaknaði við það, að ég var að henda
járninu í ruslið, en síminn hringdi
stöðugt á meðan.
Hanna.
Þú verður fyrir óvæntu happi, annað-
hvort i viðskiptum eða ástarmálum, og
mikil gæfa bíður þín. Þú eignast nýja
kunningja, sem eiga eftir að hafa mikil
áhrif á líf þitt á næstunni, og einnig
færðu óvæntar fréttir langt að, sem
verða þér til mikillar hamingju.
í berjamó
Kæri draumráðandi.
Síðastliðna nótt dreymdi mig draum,
sem mig langar mikið til að fá
ráðningu á. Mér fannst að það væru
jól, og ég var að búa til steik. Allt I
einu var ég komin upp I Heiðmörk og
var þar að tína ber. Mér fannst ég
verða að eiga krækiber með steikinni,
svo ég tók öll bláberin og henti þeim.
Þegar ég kom heim, fór ég að furða
mig á því, hvað ég hefði verið að tína
krækiber um hávetur og hefði svo
ekkert við þau að gera. Virðingarfyllst,
Jóna
Margar ánægjustundir eru framundan
hjá þér og allt snýst til betri vegar. Þér
mun vegna vel, og þú verður vinmörg.
Sl.tbl. Vlkan 35