Vikan


Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 37

Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 37
Og fyrst viö erum alltaf að tala um hann Sánkti Kláus, þá er ekki úr vegi að rifja upp, að hinn upprunalegi St. Nocholas var biskup, sem átti heima í Þvers og kruss Hér gildir að rata réttu leiðina á milli krossanna tveggja með snertingu við punktana þrjá. Þið byrjið við efri krossinn og farið til skiptis þvers og kruss yfir tvo og þrjá reiti. Þið verðið sjálf að finna út, hvort það borgar sig að leggja af stað til hægri eða vinstri og hvort byrja skal á þvi að fara yfir tvo eða þrjá reiti. Þið verðið að fara beint yfir reitina, en ekki á ská, og munið að leið ykkar verður að skera punktana þrjá. Góða ferð. Dýrindis jólatré Ef þetta jólatré væri falt og kostaði jafngildi þeirra talna, sem mynda það, yrði kaupandinn að snara út aðeins einni sentilljón. Og fyrir þá, sem ekki hafa tíma til að telja núllin, skal tekið fram, að sentilljón er skrifuð með 1 og 303 núllum fyrir aftan. Allir vita, að milljón táknum við með 6 núllum fyrir aftan 1, og billjónin fær 3 núll í viðbót, þ.e. 1 plús 9 núll. Meðfylgjandi tafla sýnir átta súpertölur til viðbótar, þar sem 3 núll bætast við hvert þrep, og þannig getum við haldið áfram, þar til sentilljóninni er náð. Sérhver stærri tala en sentilljón er kölluð zilljón, sem þýðir einfaldlega mjög stór tala. Fjöldi Talnaheiti núlla trilljón............................ 12 kvadrilljón......................... 15 kvintilljón ........................ 18 sextilljón..........................21 septilljón ..........................24 oktilljón ...........................27 nonilljón ...........................30 desilljón............................33 1, 000, 000,000, 000,000,000, 000,000,000,000, 000,000,000,000,000, 000,000,000,000,000,000, 000,000,000,000,000,000,000,000, 000,000,000,000,000,000,000,000,000, 000,000,000,000,000,000, 000,000,000,000,000,000,000,000, 000,000,000,000,000,000,000,000,000,000, 000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000, 000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000, 000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000 Fólk heldur jólin hátiðleg ð ýmsan máta. Það fer allt eftir þvi, hvar það á heima. Dæmi: • • Indjánar i Nýju Mexlkó fara til miðnæturmessu á jólakvöld, og þar berja þeir bumbur og dansa fram I dögun. • • Á Jamaika fara menn hópgöngur um göturnar vopnaðir tréspjótum og með grimur fyrir andlitunum. • • Í Mexfkó brjóta börn leir- styttur af dýmm, svokallaðar pinatas, og láta greipar sópa um það, sem út úr styttunum fellur. Islenskir jólasveinar til forna voru harla frábrugðnir þeirri jólasveina- ímynd, sem nútíma börn þekkja. Þeir voru ferlega ljótir og illgjarnir, og enn eimir eftir af gömlu jólasveinatrúnni, því íslenskir nútíma jólasveinar eru ólíkt hrekkjóttari en erlendir starfsbræður þeirra. Engin eftirsjá er að þeim illgjörnu jólasveinum, sem voru beinlín- is notaðir til að hræða börn, því jólin eru framar öllu hátíð barnanna og hreinn óþarfi að tengja þau ógnvekjandi persónum. En hvernig skyldi jólasveina- ímyRdin vera í öðrum löndum? Dæmi: Father Christmas kallast enski jóla- sveinninn, sem heimsækir börnin á aðfangadagskvöld og fyllir sokka þeirra með leikföngum og öðrum gjöfum. Weihnachtsmann heitir þýski jólasveinninn, sem gengur um og útbýtir gjöfum á aðfangadagskvöld. Befanna, hrukkótt, gömul kona, færir góðu bömunum á Italíu gjafir, en vondu börnin fá aðeins kolamola. Pére Noél kallast jólaveinninn í Frakklandi. Hann fer um byggðir og stingur gjöfum í barnaskó 6. desember. Sinterklaas kemur með skipi til Hollands. Þar stígur hann á bak hvítum gæðingi og útdeilir gjöfum af rausn. Samichlaus gengur um götur i Sviss með sekk á baki, fullan af góðgæti, sem hann gefur börnunum. Santa Claus býr á norðurpólnum og færir bandarískum börnum gjafir. Tyrklandi á fjórðu öld. Eftir dauða hans urðu til um hann ýmsar sagnir. Fólk trúði því, að hann væri verndarengill sjómanna og barna, og það helgaði honum daginn 6. desember. I mörgum löndum eru börnum gefnar gjafir þann dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.