Vikan - 21.12.1978, Side 42
Þýð. Auður Haralds
Smásaga eftir Willy Sörensen
Aðfangadagskvöld
hermannsins
Danski rithöfundurinn Willy Sörensen er vel þekktur á
Norðurlöndunum, en kannski síst hér á landi, þar sem lítið
sem ekkert hefur birst eftir hann í íslenskri þýðingu. Hann
fékk bókmenntaverðlaun Norðurlanda árið 1974 fyrir bókina
Uden mál — og med, og nú síðast er hann umtalaður sem
einn þriggja höfunda bókarinnar Oprör fra midten, en hinir
tveir eru Niels Meyer og K. Helveg Petersen. Sagan, sem
hér birtist, er úr smásagnasafninu Ufarlige historier, sem
kom fyrst út árið 1955.
Þegar á að varpa áríðandi sprengjum,
er það oft gert á aðfangadagskvöld, þvi
þá eiga ungu hermennirnir við
loftvarnarbyssurnar svo auðvelt með að
láta hugann reika og koma alls ekki auga
á sprengjuflugvélarnar, jafnvel þótt þær
séu stórar og íburðarmiklar. Ein slík
sprengjuflugvél flaug hátt yfir isilögðu
hafinu, gegnum nýfæddan snjó
himinsins á leið til lands óvinanna. í
aftursætinu sat ungur hermaður með
sprengju í kjöltunni, og sú sprengja var
svo innihaldsrík, að hún gat á auga-
bragði eyðilagt allt ríki óvinanna, ef hún
hitti á réttan stað. En vindurinn, sem
blæs hvert sem honum þóknast, getur
breytt stefnunni hjá jafnvel þyngstu
sprengjum, og þess vegna hafði sá
hermaður, sem var duglegastur í
fallhlifarstökki, fengið skipun um að
stökkva með sprengjuna, og þá stökk
hann auðvitað.
Hann hafði tíma til að undirbúa
hinstu orð sín, því það var langt niður.
Vindurinn, sem öskraði eins og angistar-
full kona, yfirgnæfði fljótlega
karlmannlega urrandi kveðju flugvélar-
innar, og stjörnurnar drápu hræddar
tittlinga með geislandi augum sínum.
Hermaðurinn ætlaði að styrkja sig á því
að hugsa um fegursta augnablik lífs síns,
en allt í einu gat hann ekki munað, hvort
það var hann sjálfur eða einhver annar,
sem hafði upplifað það. Að auki var
hann truflaður — af undurfögrum
samradda söng, sem magnaðist nær og
nær. Og um leið og hann kom því í verk
að líta í kringum sig, kom herskari hvitra
engla svífandi niður til hans. Hann leit
reiðilega i björt andlit þeirra, en þegar
hann uppgötvaði, að þeir voru allir eins,
fór hann af forvitni að athuga hvern
einstakan og sá sér til furðu, að hver og
einn var hann sjálfur og ekki af tilviljun
einn af hinum. Hann byrjaði smátt og
smátt að brosa til þeirra, en hætti því,
þegar enginn þeirra brosti til baka, það
varð ekki meira úr því en ofurlitlar
feimnislegar viprur kringum rauðu
munnana þeirra. Svörtu skuggarnir í
kringum augu þeirra voru jafngreinilegir
í hvítum andlitunum og gleraugna-
umgjarðir. Kannski syrgðu þeir — því
líklega voru þeir góðir englar — væntan-
legan bráðan bana hans, því þegar þeir
höfðu sungið samradda söng sinn til
enda, þögnuðu þeir og horfðu á hann
stórum, bláum og sorgmæddum augum.
Hann langaði svo að fá þá til að skilja,
að hann sem hermaður var ekki
hræddur við að deyja, og reyndi að
upphefja hversdagslegar samræður við
þá, þar sem þeir hvort eð er voru að fara
sömu leið, þó fastákveðinn i að nefna
ekki algjörlega leynileg hemaðar-
málefni.
„Það er meira hvað stjörnurnar
blika," sagði hann og benti á þær með
annarri hendinni, því nú, þegar hann
féll, virtist sprengjan léttari, og hann gat
líklegast látið aðra höndina um að halda
á henni.
Englarnir flugu lengi, áður en þeir
svöruðu allir i kór í gegnum munn
engilsins, sem næstur honum var:
„Herra, er það, sem við höldum, að
þetta Ijós, sem þú færir jörðunni, sé
sterkara en glit sjálfra stjarnanna?”
„Sannarlega,” svaraði hermaðurinn
fýldur, því hann gat sko heyrt, að
englarnir ætluðu að rekja úr honum
garnirnar — já, honum datt í hug, að
þeir væru kannski beinlínis dulbúin deild
úr flugher óvinanna. Þeim mun meiri
varð undrun hans, þegar hann heyrði þá
upphefja hljómfagrar gleðiraddir og sá
þá fara i boltaleik með vængina og setja
þá í óeðlilega afstöðu hvern við annan,
en þegar hann sá þá snúa fótunum upp
og svífa með höfuðið niður á við, fann
hann sig tilneyddan sem þaulæfðan
fallhlífarstökksmann aðskerast i leikinn:
„Það er óhollt að fljúga með höfuðið
niður á við,” hrópaði hann og
uppgötvaði næstum hræddur, að
vindinn hafði lotningarfullt lægt og
hann þurfti alls ekki að hrópa:
„Blóðið rennur til höfuðsins, og
maður getur ekki haldið réttri stefnu.”
Samstundis sneru englarnir
höfðunum upp og fótunum niður og
flugu þægir við hlið hans, en kinnar
þeirra sýndu blygðun þeirra.
„Við höfum beðið svo lengi eftir þér,”
sögðu þeir afsakandi.
„Þú sem átt að koma af himnum til að
frelsa mannfólkið á jörðunni.”
Glöggur blikkað hermaðurinn öðru
auga:
„Ég er sendur þarna ofan að til að
gjöreyða stóru ríki,” sagði hann
ákveðinn, „og enginn fær mig ofan af
því aðgera skyldu niína sem hermaður.”
„Við vitum það þegar,” sögðu
englarnir syngjandi, „yfirráð illa
furstans munu líða undir lok, hallelúja,
hallelújal!”
„Hm,” sagði hermaðurinn, „fylgið þið
okkur aðmálum?”
„Já, herra,” sögðu englamir af
raunsannri undrun.
„Hm," sagði hermaðurinn aftur. „Af
hverju talið þið um hinn illa fursta,
þegar land óvinanna er þó lýðveldi?”
„Óendanleg er viska þin, herra,”
svöruðu englarnir, „og við skiljum ekki
svona erfið orð, en við trúum því, að
það, sem þú gerir, sé alltaf hið góða.”
„Jæja?” sagði hermaðurinn. „Það
gleður mig í hreinskilni sagt. Ég hef nú
svo sem ekkert hugsað um, hvort það er
gott eða illt, ég á bara að gera skyldu
mina sem hermaður. En ef ég geri
góðverk með þvi að deyja — þá get ég
beinlinis dáið rólegur.”
„Já, herra,” sögðu englarnir stillilega,
„við vitum, að þú verður að deyja með
ræningjunum til að frelsa mannkynið,
eins og þú hefur þegar orðið að deyja
einu sinni, áður en þú steigst upp til
himna.”
„Varð ég að deyja?” endurtók
hermaðurinn móðgaður, þvi hann var
enn lifandi og gat þess vegna ekki haldið
annað en englarnir væru að tala háðs-
lega um hermenn flughersins. Og þá
hljóp geðillskan í gönur með annan
handlegginn á honum, svo hann gaf
englinum, sem næstur honum var,
rokna löðrung, og þegar engillinn
samstundis sneri hinni kinninni að
honum, sló handleggurinn enn fastar á
hana.
„Hermenn flughersins eru ungt,
lifandi fólk,” sagði hann til áréttingar, en
þá uppgötvuðu snör augu hans, að
kinnar slegna engilsins höfðu bólgnað
upp i tvö hroðaleg blóðkýli, og þar sem
hann var ákafur samverji dró hann strax
með þeirri einu hendi, sem hann hafði til
umráða, túpu af sáraáburði upp úr vasa
sínum og bar hann af kunnáttu á kinnar
engilsins, sem urðu aftur hvítar sem
mjöll og rauðar af gleði. Og engillinn
flaug til hans og kyssti hann á kinnina.
svo hann varð að þurrka sér með
ergilegri handarhreyfingu, meðan allir
hinir englamir upphófu gleðiþrunginn
þakkarkór:
„Lofaður, lofaður veri að eilífu sá,
sem gerir undursamleg verk!”
Munnur hermannsins fylltist af skelfi-
legum hermannablótsyrðum, en blóts-
yrðin sátu föst og tættu í munn hans.
Hvernig gat hann sagt eitt orð til að
áfellast þá, virtust þeir ekki svo
sakleysislegir í bláu augunum sínum,
hljómuðu raddir þeirra ekki svo
barnslega glaðar, að þeir gætu ómögu-
lega sagt nokkuð í illum tilgangi? Þetta
var líklega svona englamállýska, hugsaði
hermaðurinn, rétt eins og við notum
okkar eigið málfar innan flughersins.
Það var svo sem auðheyrt, að þeir höfðu
ekki fundið upp púðrið, en sennilegast
yrði heldur enginn engill, sem væri
sæmilegum gáfum gæddur:
„Við skulum vera vinir,” sagði hann,
„við höfum enga ánægju af að rífast, og
það á svo að heita, að Guð líti ekki á
heilann, heldur á hjartað!”
En i stað þess að taka i framrétta hönd
hans sem tákn um ævilanga vináttu,
hneigðu þeir höfuð sin og sneru bakinu
að honum, og þó svo þessir snyrtilegu
englavængir væru þar, fannst honum
þetta ókurteislegt. Hann kreppti
hnefann á framréttri hönd sinni, ógnaði
þeim og hrópaði:
„Hermaður er kannski ekki nógu
góður fyrir ykkur, þið þarna
friðarenglar, sem yrðuð dæmdir ótækir í
hvaða herdeild sem væri."
Englarnir svöruðu ekki, þeir grétu,
hátt og snöktandi, svo að hermaðurinn
varð aftur að iðrast hörkulegra orða
42 Vikan 51. tbl.