Vikan


Vikan - 21.12.1978, Qupperneq 43

Vikan - 21.12.1978, Qupperneq 43
sinna, þó gat hann ekki samstundis kúvent yfir í blíðari tón: „Nú, jæja, það er líklega skiljanlegt, að taugarnar séu ögn þandar þessa stundina, en fyrirgefið, fyrirgefið!” „Ó herra, fyrirgef oss skuldir vorar, við lítum á þig, og augu okkar ættu að skína sem sólir. En segðu okkur, erum við orðnir kaldir alla leið inn í hjörtu okkar af að fljúga svona lengi milli himins og jarðar í alls konar veðri? Af hverju vill Guð ekki kannast við okkur lengur, af hverju hefur hann læst dyrunum að himnariki sínu, af hverju lætur hann okkur aldrei oftar bera gleðilegan boðskap til mannanna? Sendir hann þig, son sinn, til jarðarinnar, af því að hann getur ekki notað okkur lengur?” Hermanninn svimaði svo við að heyra þessi orð, að hann hefði hnigið niður, ef það hefði verið hægt. Um stund sveif hann niður í vandræðalegri þögn, hann reyndi að horfa fram hjá englunum og kom auga á nokkrar kunnuglegar stjömumyndir, en stjömurnar blikuðu enn svo órólega, að hann gat ekki haldið sýninni fastri, og englarnir flugu þétt í kringum hann og horfðu biðjandi i augu hans. Þá tók hjarta hans að slá miklu mjúkar en karlmannshjarta á helst að gera, angrandi tár fylltu augu hans — einmitt núna, þegar hlýrra, þó kalt, loft lét hann finna, að hann nálgaðist jörðina og varð að kanna stöðu sína. „Burt með ykkur!” hrópaði hann. „Fyrirgefðu okkur óhlýðni okkar, herra, en þú mátt, ó, þú mátt ekki yfirgefa okkur án þess að gefa okkur tákn, sem við getum fært Föður þinum. Kannski öðlumst við þá náð hans aftur!” „Sleppið mér!” æpti hann, þvi móðursjúkir englarnir vildu ekki leyfa honum að falla eftir eigin geðþótta, heldur ríghéldu í hendur hans og fætur og báru hann lárétt yfir jörðina. „Sleppið mér lausum, ég fer út af réttri stefnu!” „Herra. heyr, við grátum yfir syndum okkar — en herra, þessum stóra bolta, sem þú heldur á í hendi þér, þarftu ekki á að halda í þetta sinn, þar sem þú kemur til jarðarinnar sem fullorðinn maður — megum við ekki færa Guði hann sem kveðju frá barninu hans?” „Ég verð geðveikur,” sagði hermaður- inn kalt og málefnalega, því hann langaði að halda hugsuninni skýrri, en á næsta augnabliki byrjaði allt, sem var laust og gat hreyft sig i likama hans, að bæra á sér, og til að gefast ekki upp fyrir hreyfingum líkama síns varð hann að skella upp úr, hann hló og hló, svo að englarnir, sem kunnu ekki á hlátur, störðu á hann stórum áhyggjufullum augum, þangað til hann gat loksins svarað, að vísu greip hláturinn enn fram í fyrir honum: „Ó, þið friðarenglar, þið hjartnæmu verur, já, takið þið bara þennan stóra bolta hér, færið hann háa föður minum, ef þið vitið hvar hann býr, segið, að hann megi fá hann i jólagjöf og að hann megi gera hvað sem hann vill við hann ef hann bara missir hann ekki — og farið nú ekki í boltaleik með hann á leiðinni, færið hann eins blíðlega til bústaðar föður míns, eins og hann væri sofandi barn, sem ekki má vekja.” Þá tendruðust skinandi sólir í himnaaugum englanna, og varir þeirra kysstu frjálsar hendur hermannsins. Án orða skiptu þeir sér í tvo hópa, annar bar blundandi sprengjuna upp til Guðs Föður, hinn bar titrandi hermanninn niður til jarðarinnar. „Snjórinn er kaldur og háll, þú gætir dottið og meitt þig illa,” sögðu þeir, greinilega án þess að bera mikið traust til fallhlifarinnar á baki hermannsins. Þeir settu hann blíðlega niður á hvíta víðáttuna, án þess að snerta sjálfir snjóinn, þeir voru líka berfættir, en hermaðurinn á traustbyggðum her- klossum. „Vertu sæll, vertu sæll — og þakka þér fyrir!” hrópuðu englarnir í gleði sinni og veifuðu vængjunum ákaft til að ná félögum sínum, sem voru á leið til Guðs. Hemaðurinn hlustaði á söng þeirra, þegar hann var þagnaður, beygði hann sig og setti kælandi snjó á enni sér. Þegar það hjálpaði ekki, kastaði hann sér endilöngum í snjóinn, sem samstund- is breyttist í svita. „Hvað hef ég eiginlega gert,” stundi hann, „ég hef gefið einhverjum Guði einu ABC-sprengjuna okkar — hræðsla mín við dauðann lét mig sjá fagrar sýnir, og ég, fiflið, trúði á sýnirnar — nú er ég þó kominn niður á jörðina aftur, en hvað varð um sprengjuna — sprengjan var raunveruleg og engin sýn — eða var sprengjan bara sýn, úr því ég er á lífi ennþá?” Hann kom sér á fætur til að líta kringum sig, því það sést lengra, þegar maður stendur en þegar maður situr, og hann sá, hvar fjandsamlegar fallbyssur stóðu ekki langt þar frá og miðuðu á himininn, og þó þær væru skreyttar með greni og jólaskrauti í tilefni kvöldsins, varð hann hræddur og ætlaði að flýja. En sjá, þá stóð þegar vera fyrir framan hann. Af órólegri mynd hennar að dæma var þetta mannvera, en enginn mannlegur svipur var sýnilegur, allt var falið bak við eitthvað, sem annað veifið var dimm þoka, hitt veifið titrandi Ijós. Von um frelsun snart unga sál hermannsins, þvi hinn ókunnugi bar sig ekki eins og hermaður, kannski var þetta friðsamur gamall bóndi, sem vildi skjóta yfir hann skjólshúsi. Hermaðurinn sem talaði ekki mál óvinanna, bandaði höndum og fótum til að gera sig skiljan- legan, en þá talaði hinn ókunnugi allt í einu hans eigin tungu, auðvitað ekki fullkomlega, hikandi og stamandi, en með hrærandi blíðum hreim: „Gleðileg jól, hermaður!” „Ætlarðu að hjálpa mér?” sagði hermaðurinn glaður og hljóp til hins ókunnuga, en hann hnaut um ishnullung og lá kyrr á jörðunni og hafði aðeins þrek til að lyfta höfðinu, þegar hann sá augu gamla mannsins Ijóma svo hlýlega, að hans eigið hjarta stækkaði við það og reif sundur einkennisbúning- inn yfir brjósti hans, og samt fann hann ekki fyrir kuldanum. En nú var hann ávarpaður á ókunnu máli — eða var það hans eigið mál, sem var aðeins borið algjörlega rangt fram — ræðan hljómaði svo nákomin, svo gamalkunnug, og hún skóf til botns í barnssálu hans og skildist þó ekki. „Ég er ekki svo góður i tungumálum,” sagði hermaðurinn, „égskil þetta ekki.” „Einu sinni skilduð þið það,” hljómaði hið hrygga svar, og nú skildi hermaðurinn og fannst þó skyndilega, að hann hefði skilið meira áður, þegar hann skildi ekki neitt. „Heyr þá hermaður á þínu eigin tungumáli, þú hefur snortið hjarta mitt með því að senda englana upp til mín meðjólagjöf.” „Ó Guð," hvíslaði hermaðurinn guðs- lifandishissa og þrýsti knjám sínum til blóðs að oddhvössum isnum til þess að liggja enn meira á knjám, og hann gleymdi, að hann var hermaður og grét eins og barn og gat ekkert sagt. „Frá löngu liðinni tíð á ég gjöf handa ykkur, sem þið hafið aldrei viljað taka alveg við, því þið kunnið þvi betur að kaupa en þiggja gjöf. Eigum við að skiptast á núna, þú mannvera, þú gefur mér duglegu sprengjuna þína, og ég gef þér hinn eilífa sannleika, sem ég held hér földum í hægri hendi mér.” Ut úr dimmu Ijósinu teygði sig bliðlega kreppt gömul hönd, hún leit ekki út fyrir að rúma mikið, en hermaðurinn trúði, trúði, að Guð Faðir segði satt. „Hinn eilífa sannleika” stamaði hann auðmjúkur, „já, en það er alltof mikið, þetta, sem ég gaf þér, var alls ekki svo mikils virði. Og ef ég á að vera alveg heiðarlegur, þá átti ég ekki hugmyndina að því, heldur englarnir þínir, ég hef alls ekki unnið til hennar.” „Ég bið þig, elskaði sonur, forsmáðu hana ekki, færðu mönnunum, sem ég sakna, sannleikann, og þeir munu aftur kannast við mig!” Undrandi horfði ungi hermaðurinn á skjálfandi höndina, sem var teygð upp til hans, þó svo hann lægi á knjám, eins og sá ókunnugi hefði líka kropið á knén, þó svo hann væri sjálfur Guð Faðir. „Faðir,” sagði hermaðurinn, „þakka þér fyrir þessa miklu náð, en — viltu ekki vera svo vænn að geyma sannleik- ann þinn ögn lengur og fara með mig á öruggan stað fyrst? Ég er í landi óvinanna, og hvað gæti ekki komið fyrir, ef hann félli i hendur óvinanna!” „Þú eilifa mannvera," heyrðist kærleiksrik rödd Guðs, en þegar hermaðurinn lyfti brosandi höfðinu, var Guð horfinn. 1 snjónum fyrir framan hann lá hörð einmana sprengjan og titraði eins og stórt titrandi hjarta. 51. tbl. Vikan 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.