Vikan


Vikan - 21.12.1978, Síða 44

Vikan - 21.12.1978, Síða 44
Blái fejmn Jólabrúðurin í kringum jólin er talsvert um brúðkaup og því datt Bláa fuglinum í hug að fá að fylgjast með þegar verið var að leggja síðustu hönd á að útbúa brúði í versluninni Hjá Báru. o Hvernig viltu líta út í brítúkaupi þinu? Vissulega viltu að þessi dagur verði þér og brúð gumanum el'tirminnilegur. Kannski viltu vera í hvítum kjól með slöri og tilheyrandi eða i kjól sem þú getur notað áfram eftir brúðkaupið. Af nógu er að taka. Vandinn er bara að velja rétt. þannig að þú finnir sjálfa þig, finnir að í þessum kjól sérlu nákvæmlega eins og þú hafðir hugsað þér á brúðkaupsdaginn þinn. I>etta er einmitt sá dagur sem ætti að varðveitast i minn ingunni. Dagurinn sem þú vilt að hann geymi sérstaklega i liuga sínum, lika þegar þið eruð orðin gömul og barnabörnin eru komin í heiminn. Þess vegna er vandi að velja rétl. Höfuð búnaðurinn er ekki siður mikið atriði í heildarsvip brúðarinnar og hvernig hún ber hann. bví skaltu gefa þér góðan tíma þegar komið er að þvi að velja brúðar útbúnaðinn. Hárgreiðslan, sem þú velur, fer að sjálfsögðu eftir þinni eigin „týpu”, kjólnum og ekki sist höfuðbúnaðinum. Andlitssnyrtingin er lika sjálfsagt atriði til að heildar svipur brúðarinnar verði fullkominn, að ógleymdum höndunum sem verða i sviðsljós inu. Mundu að allir vilja fá að sjá hringinn. Iljá frú Báru Sigurjóns fékk ég þær upplýsingar að verð á brúðarkjólum væri mismunandi og færi það að sjálfsögðu eftir þvi hve mikið væri lagt i efni, snið og skraut. Algengt væri að Hárið lagfært áður en höfuðbúnaðurinn er festur á. Hárgreiðsluna annaðíst Dúddi. brúðarkjólar kostuðu frá kr. 45 þúsundum. (iuðrún Ingólfsdóttir, Snyrti stofunni ('löru, sagði að andlits snyrting kostaði kr. 2800 og handsnyrting það sama. Dúddi, Hárgreiðslustofunni Suðurlandsbraut 10, kvað mismunandi verð á hárgreiðslu og færi það nokkuð eftir sídd hársins og hvaða aðferð vreri notuð við greiðsluna en óhætt væri að segja að meðalverð væri 3200 krónur. o .. .. .. .. ..

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.