Vikan


Vikan - 21.12.1978, Qupperneq 49

Vikan - 21.12.1978, Qupperneq 49
„Vissulega,” svaraði hann. Við fórum upp á loft og 5 mínútum síðar stóðum við á útidyratröppunum. Ég kallaði á leigubíl og bauð unga manninum far. „Nei, þökk fyrir,” svaraði hann. „Ég geng bara út á hornið og tek strætis- vagn.” Frú Tower hóf áhlaupið um leið og hún heyrði dyrnar lokast að baki okkar. „Ertu gengin af göflunum, Jane?” hrópaði hún. „Ekki frekar en aðrir sem ekki eru á geðveikrahæli, vona ég,” svaraði Jane vingjarnlega. „Má ég spyrja, hvers vegna þú ætlar að giftast þessum unga manni?” spurði frúTower mjög kurteislega. „Sumpart vegna þess að hann vill ekki taka afsvar gilt. Hann bað mín fimm sinnum, ég varð bókstaflega þreytt á því að neitahonum.” „Og hvers vegna heldurðu, að hann sé svona ákveðinn í að giftast þér?” „Honum finnst égskemmtileg.” Frú Tower hrópaði hneyksluð upp yfir sig. „Hann er samviskulaus fantur, ég var næstum búin að segja það upp í opið geðiðá honum.” „Þú hefðir haft á röngu að standa og það hefði ekki verið mjög kurteislegt af þér.” „Hann er bláfátækur og þú ert rík, þú getur ekki verið svo heimsk að skilja ekki, að hann vill giftast þér vegna peninganna.” Jane var algjörlega róleg, hún leit á g'eðshræringu mágkonu sinnar með skilningi. „Það held ég ekki,” svaraði hún, „ég held, að honum þyki mjög vænt um mig.” „Þú ert gömul kona, Jane.” „Jafngömul þér, Marion,” sagði hún brosandi.' „Ég hef aldrei gert mig að fífli, ég er mjög ungleg. Enginn mundi halda aðég væri meira en fertug, en mér mundi aldrei detta í hug að giftast dreng sem væri tuttugu árum yngri en ég.” „Tuttugu ogsjö,” leiðrétti Jane. „Ætlarðu að segja mér að þú getir talið þér trú um, að ungur maður geti verið ástfanginn af konu, sem er svo gömul að hún gæti verið móðir hans?” „Ég hef að mestu leyti búið í sveitinni í mörg ár. Ég játa, að það er margt, sem ég veit ekki um mannlega náttúru. Fólk segir mér, að maður, sem heitir Freud, Austurrikismaður, ég held....” Frú Tower stöðvaði hana.án þessað skeyta um nokkra kurteisi. „Gerðu þig ekki hlægilega, Jane. Það er svo óvirðulegt, svo álappalegt. Ég hef alltaf haldið, að þú værir skynsöm kona. Raunar ert þú sú, sem ég síst af öllu hefði haldið að yrði ástfangin af ungum pilti.” „En ég er ekki ástfangin af honum, ég hef sagt honum það. Auðvitað geðjast mér mjög vel að honum. Mér fannst sjálfsagt að segja honum, hvernig tilfinningum- minum til hans væri háttað.” Frú Tower saup hveljur, blóðið þaut fram í andlit hennar og hún ætlaði varla að ná andanum. Hún haföi ekki blævæng, en hún þreif dagblað og sveiflaði því ákaft til að kæla sig. „Ef þú elskar hann ekki, hvers vegna viltu þá giftast honum?” „Ég er búin að vera ekkja lengi og hef lifað mjög kyrrlátu lífi. Ég vildi gjarnan breyta til.” „Ef þig langar til að giftast bara til að giftast, hvers vegna giftistu þá ekki manniáþinumaldri?” „Enginn maður á mínum aldri hefur beðið mín fimm sinnum. Reyndar hefur enginn maður á mínum aldri beðið min.” Jane hló niðurbældum hlátri um leið og hún sagði þetta. Þetta hleypti upp reiðinni í frú Tower. „Ekki hlæja, Jane, ég vil ekki hafa það. Ég held að þú sért ekki með öllum mjalla, þetta er hræðilegt.” Hún stóðst ekki mátið lengur, hún brast í grát. Hún vissi að það var hættulegt fyrir konu á hennar aldri að gráta. Augu hennar yrðu þrútin næstu 24 tima og hún mundi líta hræðilega út. En hún réð ekki við sig, hún grét. Jane var alveg róleg. Hún horfði á Marion gegnum stór gleraugun og strauk hendinni niður eftir silkikjólnum. „Þú verður hræðilega óhamingjusöm,” snökti frú Tower og strauk varlega yfir augun í þeirri von, að augnliturinn dreifðist ekki út. „Það held ég ekki,” svaraði Jane með sinni kyrrlátu, mildu rödd og það var eins og i henni fælist bros á bak við orðin. „Við höfum talað gaumgæfilega um þetta. Ég hef alltaf álitið að ég væri mjög þægileg í sambúð og ég held, að ég muni gera Gilbert mjög hamingjusaman. Hann hefur aldrei átt neinn að, sem hefur látið sér annt um hann. Við giftum okkur eftir vandlega umhugsun og við höfum orðið ásátt um, að ef annað hvort okkar vill losna, þá muni hitt ekki standa í vegi fyrir því.” Frú Tower hafði nú jafnað sig nóg til þess að bera fram ákveöna spurningu. „Hversu mikið hefur hann fengið þig til að leggja honum til?” „Ég vildi láta hann hafa 1000 pund á ári, en hann vildi ekki heyra það nefnt. Hann varð alveg miður sin, þegar ég stakk upp á þessu, hann sagðist alveg geta unniðfyrirsér.” „Hann er slóttugri en ég hélt," sagði frú Tower nístingskalt. Jane þagði um stund og horfði vingjarnlega, en einbeitt á mágkonu sina. „Þú skilur, góða mín, að það er annað með þig,” sagði hún. „Þú hefur aldrei fundið fyrir því að vera ekkja, er það?” Frú Tower horfði á hana. Hún roðnaði dálitið, það var jafnvel eins og AKTIESELSKABET DEN KONGELIGE PORCELAINSFABRIK JÓHANNES NORÐFJÖRÐ AUGAVEGI5, S. 12090 SI. tbl. Vikan 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.