Vikan


Vikan - 04.01.1979, Page 8

Vikan - 04.01.1979, Page 8
— Nú, Friðrik Ólafsson þarf sannarlega að taka á honum stóra sínum í nýja starfinu, en honum farnast vel, og sérstaklega mun honum takast að leysa á farsælan hátt vandamál, sem fljótlega kemur til hans kasta. En nokkur leiðindi verða einnig hér heima í sambandi við starf hans. — Mars og september verða viðburðaríkustu mánuðir þessa árs, en hreint ekki ljúfastir í endurminn- ingunni. En hverju viltu spá um erlend málefni? — íran er nú mikið í heims- fréttunum. Ég spái, að þar muni draga til afgerandi tíðinda, áður en langt um líður, og keisarinn og stuðningsmenn hans munu herða tökin. — Mikil ólga verður í löndunum innan Varsjárbandalagsins, og finnst Rússum nóg um sjálfstæðis- tilhneigingar hinna ríkjanna. Ég VÖLVUSPÁ FYRIRÁRIÐ 1979 spái, að þeir grípi til ráðstafana, sem eftir verður tekið. — Valdhafar í Kína eru eink- ar ráðvilltir, og þar verða mikil átök á bak við tjöldin, þótt heimurinn fái e.t.v. ekki að vita um þau, fyrr en síðar. Enginn einn maður kemur fram á árinu, sem reynist Kínverjum það sameiningar- tákn, sem þeir leita eftir. — Eins og ég spáði um síðustu áramót, hefur Indira Gandhi náð auknum áhrifum á Indlandi, og á þessu ári fer vegur hennar enn vaxandi. — Þeir, sem fyllst hafa bjartsýni eftir fundinn fræga í Camp David, verða fyrir vonbrigðum með gang mála í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Friðarverðlaun- in, sem afhent voru nýlega í Stokkhólmi, koma til með að orka tvímælis, þegar litið verður til atburða ársins 1979. — í Afríkulöndunum er allt á suðupunkti, og í Uganda dregur til tíðinda. — Þekktur þjóðhöfðingi verður ráðinn af dögum. — Kanada verður í heimsfrétt- unum einhvern tíina á árinu, og svo virðist sem Trudeau eigi í tals- verðum erfiðleikum. — Nafnið Kennedy kemur tals- vert við sögu ársins 1979. — Sænsku konungshjónin eign- ast son í sumar. K.H. SETJUM, LJRVAL bók r i blað- formí S Vlkan X. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.