Vikan


Vikan - 04.01.1979, Page 23

Vikan - 04.01.1979, Page 23
Þýð. Jóhanna Þráinsdótlir. WÍLLY BREINHOLST leit upp ... og uppgötvaði, að sá ókunni starði hvasst á hann, eins og hann hefði strax getið sér til um fyrirætlanir hans. — Látið mig hafa einn viskí í viðbót, vinur. Hafið hann tvöfaldan. Mig vantar lika sígarettur. Harry flýtti sér að hlýða skipunum hans. Svo hleypti hann í sig kjarki og gekk að símklefanum. Hann komst ekki lengra en að dyrunum. — Látið símann eiga sig, vinur, sagði sá ókunni. — Eg á von á símtali og ég vil ekki að línan sé upptekin. Harry tók eftir, að sá ókunni sat með hægri höndina á kafi i vasa ljósa bómullarfrakkans. Hann hafði séð nægilega margar glæpamyndir til að vita hvað það þýddi, þegar skuggalegii náungar með mjúkan, svartan fílthatt dreginn niður í augu sátu svona með höndina í vasanum, tilbúnir til að stökkva á fætur af minnsta tilefni. Hann elskaði lífið alltof heitt til þess að fara að blanda sér í eitthvað, sem honum kom ekki við. Hann flýtti sér aftur á sinn stað, bak við afgreiðsluborðið. Sá ókunni stóð á fætur og gekk taugaóstyrkur um gólf. Hann setti peninga í glym- skrattann, og salurinn fylltist samstundis af djöfullegum hávaða. Hann þaggaði niður í tækinu, tróð vindlinginn undir fótum sér á gólfinu, gekk að úti- dyrunum, opnaði þær og gægðist út í myrkrið. Svo tók hann glasið sitt, gekk að borðinu og lamdi því í harða viðarplötuna. — Fylltu það, sagði hann stuttur í spuna. Harry náði í flöskuna. — Þetta er nú meiri helvítis staðurinn, sagði sá ókunni. Hann dró dagblaðið með fréttinni um morðið á bensínsalanum til sín og las hana á hundavaði. Svo sagði hann, og Harry fannst hljómurinn í rödd hans geigvænlegur: — Hvað mynduð þér gera, vinur, ef slíkur náungi birtist skyndilega hér, beindi að yður byssunni og heimtaði peninga? Harry kom ekki upp orði. Hann kiknaði í hnjáliðunum og átti erfitt með að fylla glasið án þess að hella niður. Sá ókunni greip í jakkakraga hans og dró hann til sín. — Þér eruð svo sannarlega ekki skrafhreifinn. Ég spurði hvað þér mynduð gera, ef... Lengra komst hann ekki, því síminn hringdi. Hann stökk inn í klefann og skellti hurðinni á eftir sér. Samtalið tók ekki langan tíma. Andartaki siðar kom hann út úr klefanum, og órakað andlit hans ljómaði eins og sól í heiði. — Ég býð upp á glas. Hvað sem þér viljið, sagði hann æstur. — þetta var fæðingardeildin. Ég hef eignast son. Ég er rannsóknarlögreglumaður, skilj- ið þér . . . Er á höttunum eftir bensínsöluræningjanum, og foringinn verður ævareiður, ef hann kemst að því að ég hef laumast hingað inn. En ég lofaði að vera hér milli kl. 23 og 24, ef eitthvað gerðist á sjúkrahúsinu. Sonur, gamli vinur! Átta og hálft pund! Heilmikill beljaki, það verða ég að segja. Ég hef gengið í gegnum þetta sex sinnum . . að verða faðir, á ég við . . . en maður venst því aldrei. Alltaf jafntaugaveikl- aður i hvert skipti. — Ég hef það á tilfinningunni, að Jóhannes sé að vonast eftir stöðu- hxkkun. X. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.