Vikan


Vikan - 04.01.1979, Page 35

Vikan - 04.01.1979, Page 35
Nýfætt barn. í byrjun er það algjörlega hjálparlaust. Það bregst við Ijósi og hljóðum en veit ekki hvað það sér eða hvað það heyrir. Á um það bil einu ári fer barnið í gegnum þróunarskeið sem varla er hægt að líkja við neitt annað sem gerist seinna í lífinu. Litla hjálparlausa veran verður lítil mannvera á tveim fótum. Litið nýfætt bam er óendanlega hjálparlaust og háð öðrum. Litil ný mannvera sem býr samt sem áður yfir fjöldanum öllum af möguleikum. Þrátt fyrir að barnið liggi og sofi eða móki mest í byrjun hefur það þá þegar marga hæfileika. Taugakerfi barnsins er langt frá því að vera fullþróað við fæðingu. Það getur engan veginn stjórnað vöðvunum og allar hreyfingar þess eru viðbrögð eða ósjálfráðargerðir. Strax á fósturstigi þróast heyrn barnsins og það sýnir viðbrögð við hljóðum. Þá er líka hægt að sjá hvernig nýfætt barn hrekkur við þegar það heyrir hávær hljóð, en það getur ekki greint hvaðan hljóðin koma eða „skilið’ hvað þau merkja. Sjón barnsins þróast líka á fósturstigi, en þar sem barnið hefur ekki getað : þjálfað sjónina á sama hátt og heyrnina, starfar sjónin ekki eins vel í byrjun. Augnaop barnsins bregðast við sterku Ijósi strax nokkrum dögum eftir fæðingu en það munu líða nokkrar vikur áður en augun læra að „sjá”, áður en barnið getur fylgt hlut með augunum og einnig áður en það þekkir fyrstu hlutina og fyrstu persónurnarsem eru því kunn. Það er ekki hægt að þjálfa þessa hæfileika fyrr en barnið getur vakað lengur i einu. Flest börn sofa allt að tuttugu timum á sólarhring nýfædd. Þau vaka stutt í einu og vakna venjulega i sambandi við máltiðir. Þeir sem verða foreldrar í fyrsta skipti uppgötva fljótt að ungabörn geta. lika vakað á nætumar og að þau greina ekki nótt frá degi. En þróunin er ör. Þegar barnið er um það bil eins mánaðar gamalt getur það

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.