Vikan


Vikan - 17.05.1979, Blaðsíða 6

Vikan - 17.05.1979, Blaðsíða 6
tslenskar konur hafa löngum verið rómaðar fyrir fegurð. Það var meira að segja á tímabili sígild spurning blaðamanna, ef einhver útlendingur, karlkyns, rak nefið inn um gáttir íslenskra fjölmiðla, að spyrja hann hvað honum fyndist um íslenskt kvenfólk. Sennilega af því þeir hafa verið svo vissir um að fá jákvættsvar. Hins vegar datt aldrei neinum blaðamanni í hug að spyrja útlending af kvenkyninu, hvað henni fyndist um íslenska karl- menn. Enda vafasamt að við hefðum fengið góða land- kynningu út úr þvi svari. tslenskir karlmenn hafa allt fram á þennan tima verið sorg- lega hirðulausir um útlit sitt. Kannski er það ekki svo undar- legt, þar sem sú grundvallarregla í hirðingu á líkama sínum, að fara í bað, náði engri almennri hylli á þvísa landi fyrr en um og eftir heimsstyrjöldina síðari. Og konur eru nú einu sinni mun fljótari að tileinka sér nýja siði en karlmenn. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar, en því miður er það enn alltof algengt, að íslenskir karlmenn telji helstu einkenni hinnar sönnu karlmennsku svitalykt og ruddalega fram- komu. En hafa karlmenn sömu tæki- færi og konur til að bæta útlit sitt? Til að fá svar við þeirri spurningu fékk Vikan Bentínu Björgólfsdóttur snyrtisér- fræðing, sem rekur snyrti- stofuna Bentínu, til að sýna okkur hvaða þjónustu karlmenn geta notfært sér á snyrtistofum — og það er Helgi Pétursson blaðamaður sem hún tekur til meðferðar. Bentína stundaði nám í Englandi, á Henlow Grange Health And Beauty Farm, sem er nokkurs konar heilsumiðstöð, þar sem hægt er að stunda allar tegundir líkamsræktar, og á Spáni. — Það færist mikið í vöxt, að karlmenn notfæri sér þá þjónustu, sem við höfum upp á að bjóða, sagði Bentína. — Annars er það einkenni á íslenskum karlmönnum, hvað þeir eru yfirleitt feimnir og spé- hræddir, og það er alltof út- breiddur misskilningur, að það 6 Vlkan 20. tbl. sé eitthvað óskaplega „kvenlegt” að fara á snyrtistofu. — Þó er stór hluti af þjónustu okkar einmitt fólginn í almennri heilsurækt, sem er alveg jafn- mikilvæg fyrir karla og konur, eins og t.d. líkamsnudd, andlits- nudd, vatnsnudd og fót- og handsnyrting. Og það er einmitt þessi þátturinn, sem karlmenn eru nú að uppgötva. — Tökum til dæmis fót- snyrtingu. Heilbrigðir fætur eru undirstaða almennrar vel- líðunar. Fótamein hafa meira að segja sín áhrif á andlitið. Hafi maður stöðugan sársauka í fótunum, koma kvaladrættir í andlitið. — Algengustu fótameinin eru líkþorn, fótraki og sveppir. Og það er aldrei of oft brýnt fyrir fólki, hversu hættulegt það er að klippa hornin á tánöglunum Handsnyrting — og Helgi virðist háHhræddur við tækin hennar Bentínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.