Vikan


Vikan - 17.05.1979, Qupperneq 18

Vikan - 17.05.1979, Qupperneq 18
 m J Ipt f / M'X - í^xÉ. i,v' < mM v & Ty V-T. ’" ^ Kí ' ■ - í|%'J Kólombíu-samböndin Þar sem grasið grær og Mafían hlær Það var árið 1973 sem loks tókst að vinna á fransk-bandaríska eiturlyfjahringnum sem vanalega gekk undir nafninu „french- connection". 1 dag eiga bandarísk yfirvöld í höggi við annan hring, ekki ósvipaðan, nema hvað í staðinn fyrir að einbeita sér að heróíni heldur hann sig við marijuana, kólombískt gras, sem þykir það besta í heimi. Starfsemi þessi gengur undir nafn- inu„colombian-connection" eða kólombíska sambandið. Grasið er ræktað af kólombískum bændum í norðurhéruðum landsins, kaupendur eru 40 milljónir bandarískra neytenda en seljendurnir eru bandaríska Mafían. Kólombíska hernum hefur nú verið gert að vinna bug á þessari starfsemi en það gengur bæði seint og illa því ræktunarmenn eiga hauk í horni þar sem Mafían er. Fyrstu daga októbermánaðar sl. ákváðu yfirvöld í Kólombíu að hefja baráttu gegn marijuana-smyglurum með því að herða allt eftirlit með flutningum á sjó, landi og í lofti, sérstaklega þó í Guajira-héraðinu sem um langan aldur hefur verið þekkt sem smyglarabæli. Hérað þetta, sem er á landa- mærum Venesúela og Kólombíu, er hálf- gerð eyðimörk þó sjá megi einn og einn kofa á stangli og nokkra bæi. Af þeim eru Maicao og Riohacha langstærstir. í vissum skilningi er Maicao eins og vin i eyðimörkinni. Þar fæst allt sem vestrænn hugur girnist, radíóvörur af öllum gerðum og stærðum, spilakassar frá Hong Kong, svissnesk úr, amerískar sígarettur, frönsk vín, indverskar slæður og japanskar myndavélar svo eitthvað sé nefnt. Smyglar- arnir og útsendarar f>eirra keyra um götur bæjarins í þeim fínustu amerísku bílum sem völ er á, göturnar eru eins og einn allsherjar öskuhaugur en um það hugsar enginn á meðan fínu bílarnir festast ekki í honum. Riohacha var aftur á móti aðeins lítill fiskimannabær, og hefði líklega haldið áfram að vera það ef fellibylurinn hefði ekki skollið á — en sá bylur var marijuana- smyglið. Til gamans má geta þess að á t>essum slóðum gengur marijuana undir nafninu „marimba”. Fyrir um 10 árum voru það einvörðungu ungir hippar sem heimsóttu héraðið því þar gátu þeir gengið um göturnar í ró og næði og reykt sitt gras án þess að nokkur væri að skipta sér af því. Svo kostaði það næstum ekki neitt. En „marimba”-ræktendur fengu lítið fyrir sinn snúð og yfirvöld sýndu þeim engan áhuga, hvað þá stuðning. Þá kom fellibylurinn: Ameríkanar sem vildu kaupa mikið, gera stórar pantanir og greiða í reiðufé með dollurum. Ameríkanarnir áttu nóg af peningum og voru sólgnir í grasið. Peningar tóku að streyma í stórum stíl inn í héraðið, þetta var líkast ævintýri fyrir bændurna. Aldrei áður hafði neinn sýnt framleiðsiu jjeirra viðlika áhuga. Fjöldi bænda fór út í að rækta lúxus-afbrigði af marijuana sem er ljósara á lit, milt og sterkt, og miklu dýrara. Gengur það undir nafninu „mona”. Nú gerðist margur maðurinn nýríkur á Bandaríska Mafían styður kólombíska bændur með ráðum og dáð í því að rækta marijuana. skömmum tíma. Það voru þeir sem voru tengiliðir Ameríkananna við ræktunar- menn og nefnast „marimbero”. Þeir lögðu fram fé, vopn, sambönd og vernd. Bændurnir sáu um ræktunina. Nú varð allt í einu nóg að gera fyrir einkabílstjóra, líf- verði og þess háttar fólk en áður fyrr voru þær starfstéttir ekki til í Guajira-héraði. 18 Vikan 20. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.