Vikan


Vikan - 17.05.1979, Qupperneq 24

Vikan - 17.05.1979, Qupperneq 24
Myndlista- og handíðaskóli íslands fertugur Hæfir hverjum handverk sitt Á þessu herrans ári 1979 á ein af menntastofnunum þjóðarinnar merkisafmæli. Það er Myndlista- og handíðaskóli íslands, en hann verður fertugur á þessu ári. Skólinn var stofnaður af Lúðvík Guðmundssyni árið 1939 sem var fyrsti skólastjóri hans. Þá nefndist hann Handíðaskólinn og var til húsa í djúpum kjallara að Hverfisgötu 57. Það húsnæði var hvorki stórt né rúmgott, aðeins fjórar kjallarastofur þegar allt er talið. Um tíma var hann í eigin húsnæði á Grundarstíg 2a, þar sem hann var lengst á þessum tíma og síðar svo í leiguhúsnæði á Laugavegi 18. Skólinn var í upphafi einkaskóli, en hlaut þó styrki frá ríki og borg fyrir þær deildir hans, sem útskrifuðu kennara. Árið 1942 var nafni hans breytt í Handíða- og myndlistarskólinn, en 1965 hlaut hann núverandi nafn, Myndlista- og handíðaskóli íslands. Þá var hann fluttur í núverandi húsnæði að Skipholti 1 og orðinn ríkisskóli, en það varð hann árið 1964. Fyrsti kennari og jafnframt aðalkennari hans var Kurt Zier. Hann starfaði þar frá '39-'49 en fór utan og gerðist rektor Odenwald- skólans í Svartaskógi í Þýskalandi. Hann kom síðan aftur hingað til lands 1961 og varð þá skólastjóri Handíða- og myndlista- skólans til ársins 1968. Kurt Zier lést árið 1969. Óhætt mun að segja að hann hafi mótað skólann meira en nokkur annar maður, og mun skólinn verða með minningarsýningu á verkum Kurts Zier á afmælissýningu skólans nú um miðjan maí. IMú í dag mun eitt stærsta vandamál skólans vera húsnæðis- vandræði, en þetta fertuga afmælisbarn hefur ekki enn fengið eigið þak yfir höfuðið. Þar er ótrúlega að málum staðið frá hendi yfirstjórnar menntamála í landinu, þegar þess er gætt að skólinn hefur útskrifað flesta af mestu listamönnum þjóðarinnar. Skólinn er til húsa núna í byggingu, sem upphaflega var hugsuð fyrir skrifstofur og er ekki vafamál að hún myndi nýtast betur sem slík. Kennsluhúsnæði er í þremur mismunandi húsum og ekki er innangengt milli þeirra. Dreifing á nemendum og kennurum er til mikils óhagræðis og á mörgum stöðum vantar jafnvel smáatriði eins og vaska í stofur og fleira. Að sögn Björns Th. Björnssonar hafa staðið yfir í allan vetur viðræður við Menntamálaráðuneyti og Fræðsluráð Reykjavíkur um hentugra húsnæði, þar til byggt verði yfir skólann, en engin lausn er ennþá í sjónmáli. Óskandi væri að þessu merka af mælisbarni verði meiri sómi sýndur í framtíðinni og hann verði ekki hornreka íslenskra menntamála. baj Margrét Jenný Valgeirsdóttir. íaugum Annars árs nemendur í Myndlista- og handíðaskóla íslands í augum hver annars. 24 Vikan 20. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.