Vikan - 17.05.1979, Side 42
Fröken Jórunn varö stöðugt áj»en}»ari. Hún var
farin að sæta færis að koma við öxlina
á honum eða hárið, ef hún þurfti
að rétta honum einhver plö{»í», 0}» það
pirraði hann óstjórnleya.
Hann }»rundaði líka, að hún hefði
skipt um ilmvatnstejíund hans
vej»na, oj» það
fór um hann hrollur, þegar
hún vogaði sér einu
sinni að strjúka niður
eftir hakinu á
honum.
Þar má se}»ja, að
keyrt hatl um
þverbak.
Teikning:
Borghildur Anna Jónsdóttir
-A.Ð lokum, eftir að hafa velt málinu
alltof lengi fyrir sér, var hann farinn að
trúa því, að fröken Jórunn væri haldin
einhvers konar illum anda, svo það væri
í sjálfu sér aðeins skylda hans að fram-
kvæma áætlun 3. Þannig ynni hann
þarft verk í þágu almennings, um leið og
hann losaði sjálfan sig við þungt ok.
Niðurstaðan var jákvæð í alla staði.
Hannes Jónsson, skrifstofumaður hjá
Hinu opinbera, geispaði fyrir framan
sjónvarpið í stofunni heima hjá 'sér.
Hann var tæplega meðalmaður á hæð,
grannleitur og með skollitað, rytjulegt
hár, sem hann sveigði þvert yfir hátt
ennið og lagði í fastar skorður, eftir
öllum kúnstarinnar reglum. Skrifstofu-
stúlkunum þótti hann heldur penn, en
ekkert meira. Þær höfðu ekki mikið af
honum að segja. Hann hlaut að vera
kominn nálægt þrítugu, var ókvæntur,
en hafði stundað nám í lýðháskóla í
Svíþjóð og unnið á skrifstofunni í fjögur
ár. Þetta vissi samstarfsfólkið um hann
og líka það, að hann vildi gjarna fá betri
stöðu innan fyrirtækisins. Sumir álitu
jafnvel, að hann hlyti að krækja sér í
eitthvað bitastætt, áður en langt um liði,
ef hann héldi uppteknum hætti.
Hannes Jónsson, skrifstofumaður hjá
Hinu opinbera, geispaði aftur og slökkti
á sjónvarpinu í stofunni heima hjá sér.
Hann leigði litla íbúð i nýju hverfi, þægi-
lega fyrir einhleypan mann, en auðvitað
var hann farinn að hugsa fyrir öðru,
þar sem hann taldi vænlegt fyrir sig að
kvongast, áður en langt um liði. Þess
vegna fór hann mjög sparlega með
peninga og var ótrúlega útsjónarsamur,
þegar hann fjárfesti í verðbréfum og
sjaldgæfum frímerkjum. Hann veitti sér
eiginlega engan munað, fór örsjaldan út
að skemmta sér, fékk bækur að láni á
bókasafninu og las blöðin í vinnunni. Þó
reykti hann venjulega átta sígarettur á
dag og stundum tvær til viðbótar á
sunnudögum. 1 rauninni fannst honum
hann lifa góðu lífi, að undanskildu einu
vandamáli, sem áætlun 3 var nú ætlað
að leysa. Vandamálið var afstyrmið,
fröken Jórunn.
Hannes Jónsson, skrifstofumaður hjá
Hinu opinbera, fékk sér eina Viceroy
fyrir háttinn. Hann naut þess að reykja
og óskaði þess, að hann hefði efni á því
að fá sér einn daufan Martini í tilefni
dagsins. En hófseminnar vegna lét hann
það ekki eftir sér. Hann ætlaði sér svo
sannarlega að vera stabíll, þar til aðstæð-
urnar leyfðu annað. Áætlun 3 varð að
heppnast.
EGAR Hannes Jónsson hóf störf
hjá Hinu opinbera, var hann nýskriðinn
úr skóla og taldi sig lukkunnar pamfíl.
Reyndar var honum holað niður I
dálitlum afkima, sem var við hliðina á
aðalskrifstofunni og gekk undir nafninu
Skotið, en það hét svo, að hann væri
starfsmaður á aðalskrifstofunni. Ekki
var Hannes einn i Skotinu, því þar var
fyrir fröken Jórunn Jensdóttir, boldangs-
kvenmaður, annáluð fyrir vinnusemi og
gott skynbragð á allri starfsemi skrif-
stofunnar. Að vísu fór hún í taugarnar á
flestum nema yfirmönnunum og reyndi
yfirleitt að koma öðrum í bobba, ef hún
sá sér færi á. Þrátt fyrir það var hún
hundrað prósent manneskja eða jafnvel
hundrað og tíu, ef því var að skipta.
Fröken Jórunn var að minnsta kosti
tíu árum eldri en Hannes, svo það var
kannski eðlilegt, að henni fyndist hún
bera ábyrgð á starfi hans, þar sem þau
voru eiginlega tvö út af fyrir sig. Allt frá
fyrsta degi lét hún sér annt um þau
verk, sem hann hafði með höndum, og
fylgdist vel með því, að honum yrðu
engin mistök á. Hún gerði sér jafnvel far
um að vera dálitið elskuleg við hann,
hún, sem annars var óvenju fráhrind-
andi persóna og hafði einstakt lag á því
að halda fólki í hæfilegri fjarlægð.
F YRSTU mánuðirnir voru ekki
sem verstir. Hannes undi bara hag
sínum vel, hafði fengið fastráðningu og
var búinn að festa kaup á nýjum bíl.
Fröken Jórunn var eiginlega það eina,
sem hann var ekki alveg ánægður með.
Hún sagði ýmislegt, sem fór í taugarnar
á honum, og gerði margt, sem honum
líkaði alls ekki. Þar að auki varð hún
sífellt elskulegri í viðmóti, svo hann átti i
erfiðleikum með að vera nógu kulda-
legur við hana, en reyndi það þó eftir
mætti. Þess vegna varð hann ákaflega
feginn, þegar það fréttist að skrifstofu-
stjórinn ætlaði að láta af starfi, því allir
vissu, að fröken Jórunn var líklegust til
að hreppa stöðuna. Það hlakkaði í
Hannesi og hann vonaði, að það kæmi
einhver hugguleg stúlka í hennar stað,
þegar hún fengi einkaskrifstofuna.
Hann gat vel ímyndað sér fremur glað-
lynda stúlku, sem færi með honum í bíó
svona endrum og eins.
Það fór svo, að fröken Jórunn fékk
stöðuna, en hún flutti sig ekki um set.
Það þótti henni hreinasti óþarfi, svo
Hannes sá á þak vonum sínum og varð
hálfúrillur fyrir bragðið. En fröken
Jórunn gerði sér heldur dælla við hann
en áður, lét hann vinna eftirvinnu, ef
hún vann eftirvinnu sjálf, og neyddi
uppá hann vínarbrauðum í kaffi-
tímunum. Hann sá sér auðvitað hag í
eftirvinnunni og gat því ekki neitað
henni, þótt honum þætti meira en nóg
að vera í návist hennar átta tíma á dag.
Peningamir máttu sin mikils.
Þannig liðu nokkrir mánuðir, án þess
að nokkuð markvert gerðist, nema hvað
fröken Jórunn varð stöðugt ágengari.
Hún var farin að sæta færis að koma við
öxlina á honum eða hárið, éf hún þurfti
að rétta honum einhver plögg, og það
pirraði hann óstjórnlega. Hann
grundaði líka, að hún hefði skipt um
ilmvatnstegund hans vegna og það fór
um hann hrollur, þegar hún vogaði sér
einu sinni að strjúka niður eftir bakinu á
honum. Þar má segja, að keyrt hafi um
þverbak.
Um það leyti hóf hann áætlana-
gerðina, því þetta gat ekki gengið svona
lengur. Fyrsta áætlun var einfaldlega
fólgin í því að fá vinnu annars staðar, en
hún féll um sjálfa sig, vegna þess að
atvinnuleysi var hættulega mikið og
42 Vikan 20. tbl.