Vikan - 17.05.1979, Síða 45
Þrír sérkennilegir
draumar
Kæri draumráðandi.
Mig langar til að biðja þig um að
ráða fyrir mig þrjá drauma, sem mér
finnast allir mjög sérkennilegir. Sá
fyrsti var svona: Mig dreymdi að ég
hitti fyrrverandi kærasta minn og ein-
hvern veginn þá gerðist það að hann
kom með mér heim. Ekki var ætlun
mín að hann væri hjá mér yfir nóttina,
en honum virtist fnnast það alveg
sjálfsagt og svo varð. Ég man ekki
eftir að við höfum talað saman. Ég
held að allt haf bara gengið þegjandi
og hljóðalaust fyrir sig. Svo þegar
kvöldið er liðið og ég fer upp í her-
bergið mitt til að sofa, koma tvær
pínulitlar dúfur, hvítar inn um glugg-
ann. Þær voru eiginlega dúkkudúfur ef
hægt er að segja það þannig, svo æðis-
lega faUegar og þærfugu aðeins um
og settust svo á hillu á móti rúminu.
Ég get ekki lýst því hvað þær voru
fallegar. Svo hlýt ég að hafa sofnað í
draumnum því ég man ekki lengra, allt
saman svart. Siðan þegar ég vakna (í
draumnum) þá er fyrrverandi kærasti
minn farinn, en mérfannst hann hafa
fýtt sér í vinnuna um morguninn og
ekki viljað vekja mig.
Nœsta sem gerist er að ég er komin
í eitthvert umhverf sem égátta mig
ekki á, hvort það var úti eða inni, veit
ég ekki. En ég held á kind, hlutfalls-
lega jafnlítilli og áðurnefndar dúfur.
Kindin var mjög falleg og hún átti að
fara að bera og svo átti hún lítið og
fallegt lamb. Svo sagði einhver við mig
„finndu magann á henni" (kindinni).
Hann var alveg sléttur og mjúkur og
ég vissi að þessi fæðing hafði tekist
alveg sérstaklega vel. Lambið hafði
fæðst í fullum vetrarskrúða eða þ.e.a.s.
með mikilli ull, sem var svo mjúk,
falleg og hrein. Síðan var lambinu
stungið ofan í tært vatn ogég vissi
að þetta átti að gera, þannig að allt
var ósköp eðlilegt, fannst mér. Og á
meðan á þessu stóð var ég að hugsa um
fyrrverandi kærasta minn.
Næsti draumur var þannig: Ég var
stödd í húsi vinkonu minnar og við
vorum að hagræða blómum. Þarna inni
voru allar hugsanlegar tegundir af
blómum og sömuleiðis allir hugsanlegir
litir á þeim. Það var sama hvert var
litið, alls staðar voru blóm.
Þriðji og seinasti draumurinn var að
ég stóð fyrir utan lögreglustöð í
Mig
drejmdi
bænum X, ogfannst mér hún breytast
í stjórnarráðshús í draumnum, hvítt að
lit. Efsta hæðin var með stalli sem
hægt var að ganga á, nokkurs konar
svalir og þar stóðu nokkrir og horfðu á
styttu. Ég hugsaði ekki sérstaklega út í
þessa styttu fyrr en seinna að ég er
komin niður á grasið fyrirframan
húsið. Þá, allt í einu, kemur maður
eða strákur labbandi með styttuna
brotna (styttan var brotin um axlir) og
hendir henni á grasið. Ég hugsaði með
mér. Frelsisstyttan er brotin! Ég vissi
að þetta var Frelsisstytta New York
borgar.
Eg vona innilega að þessir draumar
verði birtir og ráðnir því þeir eru mér
mjög minnisstæðir.
Með fyrirfram þakklæti.
GI
Fyrsti draumurinn er fyrir miklu fann-
fergi, og einnig þér fyrir mjög góðu.
Líklega festir þú ráð þitt fyrr en varir,
en það þarf alls ekki að vera að þar verði
um fyrrverandi unnusta þinn að ræða,
þó er það ekki útilokað. Fjölskyldu
þinni mun bætast nýr fjölskyldu-
meðlimur innan tíðar og samlyndi innan
heimilisins verður óvenju gott og
tíðindalitið. Næsti draumur er líka fyrir-
boði giftingar, jafnvel ykkar vin-
kvennanna beggja. Síðasti draumurinn
er fyrir miklum breytingum í þessum
tiltekna bæ, liklega stjórnunarlega. Þó
getur það verið draumur, sem ekki
kemur fram fyrr en síðar, jafnvel
mörgum árum. í draumum þessum eru
ákveðin tákn til þín um að huga betur
að eigin gjörðum og láta þá frekar lönd
og leið hvað aðrir hafa fyrir stafni.
Þrískiptur
sveitadraumur
Kæri draumráðandi!
Viltu vera svo góður að ráða
þennan draum fyrir mig? Hann er í
raun og veru í þrennu lagi, en var þó
samfelldur.
1. hluti. Við pabbi og mamma vorum í
heimsókn á bæ einum í sveitinni
heima, þar sem systkini eiga heima.
Kœrasta eins bróðurins var hjá okkur.
Þá kom kærasti hennar inn og spurði
hvort hún væri ekki enn búin að færa
okkur kaffi og með því, ogfáraðist
hann yfr því að eiga trassa fyrir konu.
2. hluti: Ég og einn bræðranna, sem
við skulum kalla V, vorum að fara
eitthvað, ég held á landsmót. Þásagði
ég við einhvern: „Ég er nú búin að
vera hér í 6 ár. ” Ég var þarna sem
kærasta hans, en við vorum ekki enn
gift. Mér fannst hann vera að verða
blindur og sagði hann að það væri
eitthvað á bak við augun, sem þrýsti á.
það var eins og ekkert væri hœgt að
gera við þessu, eða það fannst V að
minnsta kosti.
3. hluti: Ári seinna var ég á fóðurgangi
ífjósinu heima, kom þá V inn ogfór
að einum básnum. Ég er ekki viss hvort
ég hugsaði eða sagði að hérna (í fóður-
ganginum) hefði ég einu sinni verið
með einhverjum, en það hefði nú gerst
áður en ég fór að vera með V. Og ég
sagði að ég hefði ekki verið með
neinum öðrum síðan. Hann sagði
ekkert, en kom að glugganum til mín.
Mér fannst eins og allt væri að fara út
um þúfur á milli okkar, að einhverju
leyti vegna sjóndepru hans, held ég.
Ég tók hálf hikandi utan um hann og
kyssti hann létt, en hann hreyfði sig
ekki.
Með bestu kveðjum og þakklœtifyrir
ráðningu.
7384-6099
Erfitt er að gera sér ljósa grein fyrir
hvort draumur þessi er að einhverju
leyti vegna hugsana, sem ásækja þig í
vökunni. Þó mun óhætt að telja að
einkum síðasti hlutinn boði þér eitthvert
happ, gjöf eða góðar fréttir. Líklega má
sá sem þú kallar V vara sig á öllu laus-
læti, því það gæti orðið honum til mikils
tjóns. Fyrsti hlutinn boðar hins vegar
tilteknu kærustupari góða sambúð og
farsæld á öðrum sviðum.
20. tbl. Vikan 45