Vikan


Vikan - 17.05.1979, Síða 48

Vikan - 17.05.1979, Síða 48
PÍLAGRÍMSFERÐ TIL FORTÍÐARINIMAR voru smáir og jörðin svört af sóti. Það voru aðeins þökin. sem glitruðu j sólskininu og skáru sig úr gráu umhverfinu. Luke fór frani hjá nokkrum kirkjum og bænahúsum, áður en hann kom að kirkju Sharonar og litla bænahúsinu við hliðina. Hún liktist i engu umhverfinu, hvítkölkuð byggingin var öll lögð smá- steinum, og umhverfis var lítill, snyrtilegur garður, þar sem bleikar og bláar liljur lýstu upp unthverfið. Luke bankaði á dyrnar og hélt fast um bibliu föður síns. Hann beið hugsandi og reyndi að ímynda sér hvernig Abermorvent hefði verið, þegar faðir hans var ungúr og bærmn fullur af lifi. Og Morlais Jenkins? Luke fannst sem hann fálmaði í myrkri, en einhvers staðar varð hann að byrja. Dyrnar opnuðust. K.ONAN, sem stóð i dyrunum, kom Luke á óvart. Hann hafði búist við góðlegri eldri ráðskonu, eða einhverju sliku. En þetta var glæsileg ung kona. Hún var há og grönn. í hvitum erma- lausum kjól. Ljós, hrein húðin skar sig mjög greinilega frá dökku síðu hárinu. „Halló." Hún brosti vingjarnlega. „Halló. Býr sr. Morlais Jenkins hér ennþá?” „Já, þaðgerir hann." Rödd konunnar virtist vingjarnleg, og Luke kunni vel við framkomu hennar og vökul augu. Hann andvarpaði feginsamlega. „Gæti ég haft tal af honum núna?" Hún hikaði viðaðsvara. „Hr. Jenkins er heima. En hann á ekki von á gestum, og hann hefur verið veikur undanfarið." Luke hikaði. „Mér þykir fyrir því. Ég kem auðsjáanlega á óhentugum tíma. Gæti ég komið því þannig fyrir, að ég gæti hitt hann seinna?” Hún lyfti höfðinu og grandskoðaði hann. „Eru vinur hans? Eða starfs- Luke varð hugsað til bibliunnar, sem hann hélt á í hendinni. „Ég þekki hr. Jenkins alls ekki. Ég kom hingað mest af tilviljun.” Það varð óþægileg þögn. „Ég vona, að hann sé ekki mjög veikur,” hélt Luke áfram. Konan brosti. „Nei, honum líður betur núna. En hann er að verða gamall. Mér þykir fyrir, að ég skuli ekki geta verið til frekari hjálpar, en mér er mjög illa við að trufla hann. Hann er líka vanur að hvíla sig á þessum tima. Get ég komið einhverjum skilaboðum til hans, hr. — ?” Luke hikaði. Hann vildi helst ekki gefa upp nafn sitt. „Gætirðu sýnt honum þessa biblíu? Þá myndi hann kannski vilja hitta mig. Ég skal bíða á meðan.” „Auðvitað. Komdu inn á meðan þú bíður." Luke rétti henni biblíuna, og hún af- sakaði sig og útskýrði, að Jenkins væri inni i bókaherberginu. Nokkrum mínútum síðar kom hún aftur, undrandi og full afsökunar. Hún lækkaði röddina svo að hún varð að hvísli. „Hr. Jenkins langar til að hitta þig. Hann virtist svolítið. . . undrandi? Þú kemur vonandi ekki með slæmar fréttir, er það?” „Nei, það held ég ekki.” Móða kom í augu hennar. „Þú verður ekki lengi, er það? Hann er ekki sterkur fyrir, og allur æsingur.. .” Hún þagnaði og brosti afsakandi. „Ég er aðeins hér vegna veikinda ráðskonunnar. Ég verð inni í eldhúsi. Ef ykkur vantar eitthvað „Þakka þér fyrir, frk.? Hún brosti. „Ég heiti Rhiannon.” „Ég er Luke, og ég skal ekki vera lengi." Hún kinkaði kolli, opnaði dyrnar fyrir honum og gekk siðan niður ganginn. Luke bankaði kurteislega og gekk siðan inn i herbergið. Morlais Jenkins var há- aldraður. Hann sat i stól við gluggann með ullarteppi vafið um fæturna. Andlit hans var fölt og magurt, og hár hans var þétt og grátt. Hann horfði á Luke yfir gleraugun. Biblía Enochs lá í skauti hans. Hann hélt um hana með löngum grönnum fingrunum. Herbergið var ósnyrtilegt, en hlýlegt og þægilegt, og bókahillur þöktu veggina. Á gólfinu stóð gamalt skrif- borð, slitið gólfteppi og við gamaldags arininn var lágt kaffiborð og skákborð, dreifðir skákmennirnir báru þess vitni, að hætt hefði verið í miðju tafli. „Hr. Jenkins?”spurði Luke. Gamli presturinn kinkaði kolli og horfði rannsakandi á Luke. Rödd hans var hás. „Ég er Morlais Jenkins, herra minn. Hver ert þú?” „Mér þykir fyrir að trufla þig, hr. Jenkins. Ég er sonur Enochs Owens.” „Sonur hans?” Gamli maðurinn hristi höfuðið hægt og rólega. „Eignaðist Enoch Owen son?” „Þú manst þá eftir föður minum?” „Auðvitað geri ég það. En það er svo langt siðan. Ég gaf honum biblíuna, áður en hann — áður en hann fluttist frá Abermorvent.” Hann lokaði gömlu bilblíunni varlega og rétti fram harða og þurra höndina. Þeir tókust sem snöggvast í hendur. en gamli maðurinn sleppti ekki hönd Lukes á eftir, en hélt henni, á meðan hann rannsakaði Luke með reykgráum augunum. „Já, nú get ég séð það.... þú ert sonur Enochs Owens. Skær, blá augun, og herðarnar. Þú ert jafn sterklegur og faðir þinn var, þegar hann var upp á sitt besta....” Luke kyngdi. „Ég varð að finna þig, hr. Jenkins. Biblian var það eina, sem ég hafði til aðfara eftir.” „Fyrirgefðu mér, hr. Owen, en ég skil þetta ekki. Hvers vegna þurftir þú að finna mig? Hvernig hefur faðir þinn það?” „Faðir niinn lést fyrir nokkrum vikum.” Gamli maðurinn andvarpaði. Allt i einu virtist hann enn eldri og veiklulegri en áður. Hann talaði hljóð- lega. „Það þykir mér leitt að heyra. Mjög leitt..." Hann bauð Luke að setjast og opnaði biblíuna aftur. Hann hristi höfuðið angurvær um leið og hann las aftur það, sem hann hafði skrifað fyrir svo löngu síðan. „Og móðir þin, hr. Owen?” „Móðir min lést um leið og ég fæddist, svo að ég þekkti hana aldrei. Faðir minn ól mig upp á búgarðinum ásamt fjölda aðstoðarkvenna. Hann flutti til Afríku, þegar hann fór héðan. Ég býst ekki við, að þú vitir það.” Morlais Jenkins leit upp úr bibliunni. „Þvert á móti, hr. Owen. Það var ég, sem gaf föður þínum hugmyndina að Afríku. Ég þekkti trúboða þar, sem gat komið föður þínum í samband við evrópska fjölskyldu. Það var ekki mikið, en þó upphafið að einhverju nýju, i landi gullinna tækifæra í þá daga. Það var það. sem faðir þinn vildi, ekki satt?" „Ég veit það ekki. Ég þekkti föður minn raunverulega aldrei. hr. Jenkins. bróðir?" TCM LYFTARAR RAFMAGNS- LYFTARAR frá 1 tll 3 tonn Fyrir frystihús með sérstakri kuidavörn DIESEL-, BENSÍN- og GAS-lyftarar frá 1 til 15 tonn útvegum við frá Japan. Stuttur afgreiðsiutimi. Hifteetí Föfk Lcad Gmö For Block Vélaverkstæöi SIGURJÓNS JÖNSSONAR BYGGGORÐUM SELTJARNARNESI - SIMI 25835 : ' ^ mmmmrn Bövoiving Paoer Roíi Ciamp um 48 Vlkan 20. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.