Vikan


Vikan - 17.05.1979, Síða 49

Vikan - 17.05.1979, Síða 49
Það er ein af ástæðunum til þess að ég er hér. Ég vil fá vitneskju um hvað gerðist hér. Ég las allar gömlu dagbækurnar hans eftir að hann dó, og —” Luke hikaði. Rödd Morlais Jenkins var mjög hlýleg. „Þú getur sagt það, sem þér liggur á hjarta, hr. Owen. Hvað svo sem þú segir mér fer ekki lengra. Ég hef að visu dregið mig I hlé, en ég er enn kirkjunnar þjónn." „Þakka þér fyrir." Luke jókst kjarkur við þessi orð gamla mannsins, og hann sagði honum frá lífi sínu i Afriku, föður sínum og dagbókunum. „Þessar dagbækur vöktu furðu mina og forvitni, hr. Jenkins. Að faðir minn hefði i allan þennan tima þjáðst svo mikið og syrgt —” Orðin köfnuðu i hálsi Lukes. Morlais Jenkins leit upp, en það leið nokkur stund áður en hann talaði. Hann hringdi litilli klukku, sem stóð á borðinu. Eftir stutta stund opnuðust dyrnar, og stúlkan, Rhiannon. leit inn. „Rhiannon, góða mín, viltu sækja eitthvað að drekka handa gesti okkar?” „Já, auðvitað. Sérrí?” „Nei, ég held að viski ætti betur við.” Rhiannon brosti til prestsins og leit sem snöggvast forvitnislega á Luke, áður en hún fór og skenkti drykkinn. Siðan sneri hún sér aftur að prestinum. „Nú fer ég að fara, hr. Jenkins. Á ég að koma inn með matinn núna?” „Nei, þakka þér fyrir, góða min. Ég er ekki svangur. Þér er alveg óhætt að fara núna.” „Ég lít aftur inn á morgun. Þá getum við kannski lokið við skákina?” sagði hún hlýlega. Hún kinkaði kolli ikveðju-. skyni til Luke, og lokaði siðan dyrunum áeftirsér. 55ÞeTTA er góð stúlka," sagði Morlais Jenkins. „Og mjög lík móður sinni. Þó er hún ekki eins fljótfær. Hún vegur og metur aðstöðuna, áður en hún tekur ákvörðun. Það hefur hún frá föður sínum.” Hann andvarpaði. „Fyrirgefðu mér, hr. Owen. Hvemig hefur þú það núna? Hvernig var viskíið?” Luke tókst að brosa. „Það var ágætt. Fyrirgefðu, hvernigég brást við.” „Minnstu ekki á það. Eftir það sem þú hefur sagt mér, þá get ég vel skilið til- finningar þínar. Ég skrifaði föður þinum einu sinni, en hann svaraði aldrei. Það er kannski ekki svo einkenni- legt, eftir að hann fór svo skyndilega frá Abermorvent —” „Hvað áttu við með skyndilega?” „Hann var gjörsamlega niðurbrotinn. Og einmana. Hver getur ásakað hann fyrir að fara langt, langt í burtu. . ." Rödd Morlais Jenkins dó sorgmædd út. „Hvað kom fyrir föður minn, hr. ■lenkins? Hvaða sektarkennd var það, sem elti hann öll þessi ár i Afríku?" Presturinn andvarpaði aftur. „Þú segir, að faðir þinn hafi misst trúna á guð. Það var slæmt, hann var svo trú- rækinn maður hér á yngri árum. Þó get ég skilið, að hann hafi misst trúna á manneskjunum, eftir að þeir, sem hann elskaði, höfðu sýnt honum slíkt hatur og fyrirlitningu. Það hlýtur að hafa valdið honum miklum kvölum.” Luke barðist við óþolinmæði sína. „En hvers vegna hötuðu íbúar Aber- morvent hann svo innilega? Hvað gerði hann þeim?" Gamli maðurinn leit niður á borðið. „Það er erfitt fyrir mig að útskýra það fyrir þér, hr. Owen. Maður getur þó varla álasað bæjarbúum fyrir að bregðast þannig við. Ég veit, að slys geta alltaf orðið, og Abermorventslysið var umfangsmikið —" „Slysið?” Luke reyndi ekki lengur að hemja óþolinmæði sina. „Hvaða slys? Vertu svo vænn að segja mér frá því.” Presturinn varð furðu lostinn. Þú átt við — þú átt við, að þú vitir það ekki? Sagði faðir þinn ekkert um það?” Óþolinmæði Lukes átti sér nú ekki nein takmörk. Hann reis upp og gnæfði yfir gamla manninn. „Gerðu það fyrir mig, segðu mér það!” Það varð þögn. Eina hljóðið var tifið í gömlu klukkunni, sem stóð á arninum. Siðan lagði Morlais Jenkins biblíuna frá sér I fyrsta skipti og leit i augu Lukes. „Fyrirgefðu mér, hr. Owen. Þú hefur komið langan veg I leit þinni. En ég er hræddur um, að þér líki ekki það sem þú finnur.” „En ég verð að fá að vita þetta." Hann kinkaði hægt kolli og sagði síðan sorgmæddur: „Já, ég býst við. að þú verðir að vita þetta. Það er nokkuð, sem þú ættir að sjá. Nokkuð sem ég get ekki fært I orð." Hann rétti fram skorpna höndina. Geturðu farið í skápinn þarna fyrir mig? Þar er gömul minnisbók.” Luke leitaði óþolinmóður í hirðu- leysislegum skápnum, þar til hann fann gamla, rykuga svarta minnisbók, snjáða á hornunum. Hann flýtti sér að rétta prestinum hana. „Minningar," sagði Morlais Jenkins hljóðlega og þurrkaði rykið af bókinni. „Abermorvent er dauður bær núna. en einu sinni iðaði hér allt af lífi, stolti og ást. Það gerðist svo margt hér, svo margar minningar...” Luke starði á minnisbókina. Með óþægilegri rósemi byrjaði Morlais Jenkins að blaða i gegnum bókina. þar sem á voru límdar myndir og blaðaúr- klippur. Loksins, þegar hann kom að LINGUAPHONE tungumálanámskeió henta allri fjölskyldunni LINGUAPHONE tungumálanámskeið eru viðurkennd sem auðveldasta og ódýrasta leiðin til tungumálanáms LINGUAPHONE faest bæði á hljómplötum og kassettum ÍfílB k hJy FÉLAG ÍSLENZKRA HUÓMLISTARMANNA útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri M ■k I 1 Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl. 14-17 20. tbl. Vlkan 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.