Vikan - 17.05.1979, Blaðsíða 51
PÍLAGRÍMSFERÐ
TIL FORTÍÐARINNAR
Luke starði undrandi á gestgjafa
sinn. Andlit hans varð allt í einu svip-
laust og lokað.
„Ég myndi biðja Rhiannon um að
visa þér aftur til dyra, hr. Owen. En ég
held, að ég hafi heyrt í bilnum hennar,
nú rétt áðan.”
Luke stóð upp, fullur vonbrigða. Það
var augljóst, að presturinn hafði sagt
allt, sem hann hafði hugsað sér að segja.
„Þú mátt ekki gleyma þessu. hr.
Owen.” Morlais Jenkins rétti honum
gömlu biblíuna.
„Gættu hennar nú vel.”
Þeir tókust aftur í hendur. „Kannski
gætum við rætt saman seinna, hr.
Jenkins?”
Gamli maðurinn hélt fast í hurðar-
húninn. Andardráttur hans var
þungur.
„Á morgun er sunnudagur, og þá
verð ég upptekinn. Presturinn er í fríi.
En þú getur litið inn á mánudaginn, ef
þú verður hér þá?"
„Það verð ég áreiðanlega,"sagði Luke.
Þakka þér fyrir samræðurnar. En getur
þú gert mér einn greiðann enn, áður en
ég fer? Getur þú bent mér á einhvern
góðan gististað?”
„Látum okkur nú sjá.” Gamli
maðurinn hikaði. „Jú. ég veit um góðan
stað, u.þ.b. fimm milur frá Aber-
morvent. Nationfjölskyldan rekur stað-
inn; þær stunda enn kirkju Sharonar.
Það er aðeins lítill bóndabær, en hann
stendur út af fyrir sig, svo að það er
góður staður til að eyða fríinu. Það er
því miður enginn sími hér...”
„Það er allt í lagi. Ég ek þangað og
spyrst fyrir. Ég hef nægan tíma.”
„Þú skalt aka þjóðveginn i vesturátt.
Þá muntu fara framhjá litlu húsi, sem
kallast Rhydewel. Hinum megin við
veginn er yfirgefin malargröf. Þar ferð
þú inn á afleggjarann að bóndabænum
Rhydewel. Þú getur sagt þeim, að ég
hafi sent þig. Þar munt þú finna það,
sem þú leitar að.”
Luke lagði af stað, en snerist hugur í
dyrunum. „Það er aðeins eitt, sem mig
langar til að biðja um i lokin. Mér þætti
vænt um, ef nafni mínu —”
„Eins og ég sagði áður, allt sem þú
hefur sagt er trúnaðarmál. Guð veri með
þér drengur minn.”
LuKE ók hægt út úr þorpinu.
glaður yfir að snúa baki við námu-
þorpinu. Hann átti erfiðara en nokkru
sinni fyrr með að ímynda sér föður sinn í
þessu umhverfi.
Samræður hans við Morlais Jenkins
ollu honum bæði undrun og
vonbrigðum. Hvers vegna hafði gamli
maðurinn ekki viljað tjá sig meira um
þátt Enoch Owens í slysinu?
Hann hafði auðvitað verið illa fyrir-
kallaður, en hann vissi, að Luke hafði
komið yfir hálfa jörðina til að öðlast
einmitt þessa vitneskju.
Þegar Luke kom að mjóum og
krókóttum afleggjaranum. var hann
orðinn staðráðinn i. að hann þyrfti aftur
að ná tali af Morlais Jenkins.
Það lifnaði aðeins yfir honum, þegar
hann kom inn i fagurt fjallalandslagið.
Dökk jörðin var þakin gróðri, og trén
bar við himininn. Hann fylgdi leið-
beiningum prestsins og sá engin merki
um líf, að undanskildum nokkrum
kindum. sem dreifðust um hlíðarnar, og
örfáum fjallasmáhestum.
Nokkrum sinnum sá hann hvit smá-
hýsin, sem stóðu við hlykkjótta fjalla-
götuna, en hann sá hvergi vatn, og
jafnvel árfarvegirnir, sem lágu í fjalls-
hlíðunúm, voru þurrir. Hann hugsaði
um, hvernig fólki tækist að reka búskap í
þessu þurrkasama landi.
En hugsanir hans sneru alltaf aftur að
blaðaúrklippunni. Þrír menn höfðu látið
lífið. Hann mundi ekki nöfn þeirra. Og
Gareth Jenkins var örkumla.
Hann furðaði sig einnig á því, hvernig
Morlais Jenkins hafði komist að orði.
þegar hann sagði, að það væru aðrir,
sem betur gætu hjálpað honum...
Já, en hver?
Húsaþyrpingin við Rhydewel saman-
stóð af tylft smáhýsa í kringum litla
sveitaverslun og ótrúlega stórri kirkju.
I.uke ók áfram, þar til hann kom að
gömlu malargryfjunni, sem Morlais
Jenkins hafði talað um. Hann beygði
aftur inn á þröngan torfærustig.
Hann fór út úr bílnum og skoðaði
veðurbarið tréskilti, sem neglt var á tré.
RHYDEWEL BÆRINN —
TÖKUM SUMARGESTI —
SKOÐUNARFERÐIR
Á SMÁHESTUM —
EIGANDl: GERAINT NATION.
Slóðin, sem lá að bóndabæ Nations,
var mjög illa farin. Luke yfirgaf bílinn,
gekk yfir götuna og opnaði ryðgað járn-
hliðið, sem gaf frá sér eymdarlegt ískur.
Framhald í næsta blaði.
Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni:
Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl.
Lausafé: Kaupsamningar, víxlar.
Húsnæði: Húsaleigusamningar.
MtEBIABIB
Dagblaðið er smáauglýsingablaðið
Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022
Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna
Smáauglýsingaþjónustan.
Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022
zo. tbl. Vlfcan f x