Vikan - 17.05.1979, Qupperneq 54
ISLENSKUR
HUGLÆKNIR
Bók dr. Erlends Haraldssonar, ÞESSA HEIMS OG
ANNARS, er áreiðanlega ein af athyglisverðustu
bókum sem út hafa komið um sálarrannsóknir á
Íslandi og þær kannanir á dulrænni reynslu lslend-
inga, trúarviðhorfum og þjóðtrú sem þar koma fram
stórmerkilegar. Ráðlegg ég öllum þeim sem áhuga
hafa á dulrænum hæfileikum okkar lslendinga að lesa
þessa bók spjaldanna á milli. Annars hef ég skrifað
nokkuð rækilega um hana í Morgunblaðið og ætla
ekki að endurtaka það allt saman hér.
Ég ætla aðeins lítillega að rifja upp i stuttu máli það
sem þar er meðal annars sagt um reynslu okkar
íslendinga af huglækningum.
Samkvæmt könnun dr. Erlends hafa um fjórir
menn af hverjum tíu einhvern tíma leitað til þess fólks
sem reynir að hjálpa sjúkum með hugarkrafti sínum
eða sambandi við annan heim og bænum.
Og hver hefur svo orðið árangurinn hjá þeim sem
þetta hafa reynt? Níu af hverjum tiu töldu slika
aðstoð hafa orðið til gagns og um þriðjungur til mjög
mikils gagns. Er vert að minna hér á það, að þeir sem
leita til huglækna eru langoftast fólk sem árum saman
hefur leitað á náðir læknavísindanna, en án árangurs,
og því leitað til huglækna sem síðasta úrræðis. 1 bók
dr. Erlends eru birtar margar frásagnir þeirra sem
fengið hafa bata með þessum hætti, enda væri hægt
að fylla margar bækur með slíkum frásögnum.
islendingar hafa frá alda öðli iðulega leitað lækninga
hjá öðrum en lærðum mönnum. Og það stafar alls
ekki af neinu þekkingarleysi eða hjátrú. Það stafar af:
því að þetta fólk hefur hvað eftir annað sýnt að það
getur veitt hjálp, jafnvel eftir að lærðir menn hafa
gefist algjörlega upp. Það er engan veginn til hnjóðs
fyrir læknavísindin þótt þau geti ekki læknað hvað
sem er. Þekking á jreim sviðum sem öðrum er enn i
deiglunni, annars væri ekki um neinar framfarir að
ræða. Þeim læknum fer óðum fækkandi sem litils-
virða tilraunir dulspaks fólks til þess að veita
lækningu, þegar hún hefur brugðist hinum lærðu,
enda væri slikt fáránlegur skortur á raunsæi því slíkar
lækningar eru á hverjum degi að gerast um allan
heim. Hitt geta menn hins vegar deilt um að vild: af
hverju þær stafi eða með hverjum hætti þær gerast.
1 þessum þætti ætla ég að segja ykkur dálítið frá
íslenskri konu sem bjó yfir þessum andlega lækninga-
mætti. Ég var svo heppinn að kynnast henni persónu-
lega og gafst jafnframt tækifæri til þess að fylgjast
með blátt áfram ótrúlegum árangri. En þess verður
jafnan að minnast í slíku sambandi, að það er ekki
alltaf hægt að segja berlega frá slíku því þeir sem
lækningu hljóta kæra sig fæstir um að vekja athygli
eða forvitni fólks um hagi sina. Auk þess óttast margir
að þeim verði ekki trúað. En einmitt af þessum
ástæðum er margra stórmerkilegra lækninga aldrei
getið. Þetta er oft nokkuð viðkvæmt mál og
persónulegt.
Konan, sem ég ætla að segja ykkur dálítið frá, hét
Jónína Magnúsdóttir og fæddist í Efri-Hömrum
austur i Holtum. Hún var sex ára gömul flutt til
Reykjavíkur þar sem hún ólst upp hjá systur sinni,
Þóru Magnúsdóttur, sem sýndi mikinn skilning á
sáirænum hæfileikum hennar. Síðustu ár ævi sinnar
stundaði frú Jónina andlegar lækningar með mjög
athyglisverðum árangri. Hún starfaði síðustu árin á
vegum Sálarrannsóknafélag íslands.
Aðspurð hvenær hún hefði fyrst orðið vör við
dulræna hæfileika sína, svaraði Jónina að hún myndi
ekki eftir sér öðru vísi. Eins og oft er um slík börn
brugðust ættingjar hennar misjafnlega við þessu, en
hún taldi þó að þeir hefðu tiltölulega snemrna gert sér
grein fyrir að hún var öðru vísi en önnur börn. Það
hjálpaði til að móðir hennar hafði alltaf haft trú á
andlegum fyrirbærum og pabbi hennar var einlægur
trúmaður. En þó varð hún vör við að fólk átti
stundum erfitt með að trúa henni.
UNDARLEG ATVIK XXIX
ÆVAR R. KVARAN
Sálrænir hæfileikar hennar komu fram með þeim
hætti að hún varð vör við ýmislegt, sem aðrir virtust
ekki sjá, svo sem huldufólk og álfa. Já, hún lék sér
stundum með álfabörnum. Hún hefur vafalaust
einnig í bernsku orðið vör við framliðið fólk, en ekki
gert sér grein fyrir því sökum bernsku sinnar. Um
fermingaraldur fór að bera á miðilshæfileikum hjá
henni. Það endaði með þvi að kaupakona hjá for-
eldrum hennar fór með hana til konu einnar í Reykja-
vík, sem hafði fengist við þessi mál. Hún hét Hildur
Bergsdóttir. Hún fékk áhuga á hæfileikum Jóninu og
tók svo að halda fundi með henni reglubundið i ein
tvö ár eða þrjú. En eftir að hún hætti samstarfi við
þessa konu var hún orðin það kunn að hæfileikum að
hún hélt áfram fundum fyrir almenning vegna
mikillar eftirspurnar.
Þessir fundir fóru þannig fram að þeir hófust með
því að faðirvorið var flutt og sálmur sunginn. Svo
kom rödd Þuríðar, ömmu Jóninu, en hún opnaði
alltaf fundina og lokaði þeim. En allar lýsingar komu
með bamsrödd telpu sem Hjördís heitir.
Alveg frá upphafi komu læknar í sambandið. Þeir
rannsökuðu á hverjum fundi heilsufar hvers fundar-
gests fyrir sig, lýstu því og framkvæmdu lækningar
þar sem þeim fannst þörf á.
Hverjir voru nú þessir framliðnu læknar? Einn
þeirra er Jón Blöndal sem var læknir i Stafholtsey í
Borgarfirði en drukknaði í Hvítá um 1920. Annar
vildi ekki láta nafns síns getið en kallaði sig bara Gest.
Og hér komu einnig fleiri læknar við sögu og sumir
þeirra erlendir.
Síðari ár ævi sinnar hætti Jónína almennum
sambandsfundum og sneri sér alveg að lækninga-
fundum. Ástæðan til þess var sú að sökum hinna tíðu
sambanda við framliðna lækna sneri hún sér algjör-
lega að því að reyna að hjálpa sjúku fólki.
Lækningar Jónínu fóru fram með þeim hætti að hún
komst í visst andlegt ástand og fann þá sjúkdóms-
einkennin i eigin líkama sínum og lýsti þeim síðan
fyrir sjúklingnum í einstökum atriðum. Svo gáfu hinir
framliðnu læknar ýmiss konar ráðleggingar, t.d. um
mataræði. Þeir létu hana jafnan snerta ákveðnar
taugastöðvar sjúklingsins og beita nuddi þar sem það
átti við.
Jónína Magnúsdóttir hafði það jafnan fyrir sið að
taka það fram að henni fyndist sjálfsagt fyrir fólk að
leita lækninga hjá heimilislæknum sinum eða sér-
fræðingum, þegar það yrði veikt. En hins vegar
færðist hún ekki undan því að reyna að hjálpa fólki,
sem allt annað hafði reynt án árangurs.
Hún tók það einnig jafnan fram að þó lækningar
framliðinna lækna hafi oft tekist með undur-
samlegum hætti, þá varaði hún fólk við þvi að halda
að hægt sé að lækna alla sjúkdóma á þennan hátt.
Frú Jónína Magnúsdóttir, sem lést fyrir nokkrum
árum af hjartaslagi, var mjög hlédræg kona og kunni
best við að vinna störf sin i kyrrþey, svo lítið bæri á.
En ekki get ég þó stillt mig um að drepa hér á tvö
dæmi um þann árangur í lækningum sem náðst hefur
fyrir milligöngu þessa merka miðils, Jónínu Magnús-
dóttur.
Frú Svava Árnadóttir í Reykjavík átti sex ára
gamlan dreng, Árna Snævar, sem fæddur var með
fæðingarlömun. Hann hafði aldrei getað gengið og
hvorki haft vald yfir höfði né útlimum. Til tveggja ára
aldurs lá hann í rúminu án þess að geta hreyft sig.
Síðan var reynt að beisla hann við göngugrind eða
stól. Móðir hans varð jafnan að bera hann milli
staða. Leitað var til ýmissa lækna og sérfræðinga, en
þeir kunnu engin ráð við sjúkdómi barnsins og töldu
hann svo mikinn sjúkling að tæpast væri hægt að hafa
hann heima nema til fimm ára aldurs. Eftir það yrði
að hafa stöðugt eftirlit með honum. Þegar Árni litli
var orðinn fimm ára óaði móður hans vitanlega við því
að þurfa að láta barnið frá sér. í vonleysi sínu sneri
hún sér til Jónínu Magnúsdóttur, ef hún mætti með
hjálp hinna framliðnu lækna geta orðið hér að nokkru
liði. Þess skal getið að þegar hér var komið var barnið
daglega í vörslu á dagheimili lamaðra og fatlaðra við
Háaleitisbraut í Reykjavik.
Þá gerist það rúmlega hálfum mánuði eftir að
Svava fór með drenginn sinn til Jóninu að hún kemur
á dagheimilið til þess að sækja Árna litla. Henni til
stórundrunar og ósegjanlegrar gleði kemur barnið þá
gangandi á móti henni. Hún spurði vitanlega fóstrurn-
ar hverju það sætti að barnið gæti gengið. Þær
svöruðu henni að Árni litli hefði fyrir nokkrum
dögum tekið að staulast á fætur og siðan tekið dag-
legum framförum.
Þótt móðir hans hefði eðliiega heimsótt hann
daglega hafði hún aldrei séð þetta, af þeirri einföldu
ástæðu að hún tók barnið jafnan í fangið eins og hún
var vön. Fóstrurnar héldu hins vegar að hún vissi um
þetta. En þetta kom henni algjörlega á óvart.
Má nærri geta um fögnuð móðurinnar eftir fimm
54 Vikan 20. tbl.