Vikan


Vikan - 24.01.1980, Blaðsíða 5

Vikan - 24.01.1980, Blaðsíða 5
3. grein: Hótel Holt Vín Vinlistinn á Holti er ekki nógu góöur, einkum i rauðvinum. Þar vantar Chateau Talbot, Geisweiler Grand Vin og einkum þó hið ódýra Trakia. Merkinu halda uppi Chateau Paveil de Luze, Chianti Classico og Chateauneuf- du-Pape. Þaðsiðasta fékkst þ<b ekki ftetta kvöld. í hvítvínum er ástandið betra, því að þar fást Wormser Liebfrauenstift Kirchenstuck, Gewurztraminer, Chablis og Edelfráulein. Meðal annarra frambærilegra vina á lista Holts eru Saint Emilion, Geisweiler Reserve, Mercurey og Hospices de Beaune og af hvítvínum Riidesheimer Burgweg, Sauternes og Tokai. Með skeldýraréttum Holts mæli ég með Chablis á 4.675 krónur, með fisk- réttunum mæli ég með Gewurztraminer á 4.010 krónur og með kjötréttunum mæli ég með Chianti Classico á 3.340 krónur. Lambainnlæri Kryddlegið lambainnlæri með pipar- sósu var hápunktur matarprófunar- innar. Þar fékk ég besta lambakjöt ævinnar, ekki bara bleikt að innan, heldur rautt, eins og rétt matreitt nauta- kjöt. Þar með hélt kjötið safa sínum og bragði á einstæðan hátt. Bragðið hélt alveg sinu í samkeppni við skemmti- legan glóðarkolakeiminn frá grillinu. Með kjötinu var létt og þunn sósa. Þetta var ótvírætt meistarflokks-matur með tíu I einkunn. Þér grásteikingarmenn, þrælsteik- ingarmenn og aðrir ofsteikingarmenn: Farið i Holt og komist að raun um, hvernig matreiða á lambakjöt! Verðið er 6.575 krónur sem aðalrétt- ur. Dósasveppir Ekki verður hjá því komist að kvarta yfir dósasveppum, sem fylgdu í óhóf- legum mæli lambakjötinu og flestum kjötréttunum, sem prófaðir voru, alveg eins og hliðstæðum réttum á öðrum veitingahúsum. Það á ekki að kaffæra rétti í sveppum, allra síst ofsteiktum. Þá á að nota i hófi og þá auðvitað ferska, innlenda sveppi, sem eru á boðstólum flesta daga. En þjóðin er víst búin að venja sig á að úða í sig dósamat, jafnvel á dýrum veitinga- húsum. Skötuselur Skötuselur, soðinn í rjóma, er spennandi nýjung á matseðli Holts. Því miður fékkst hann ekki þetta kvöld, svo að ég verð að reyna hann við annað tækifæri. Verðið er 4.975 krónur sem aðalréttur. ís Prófaður var annars vegar vanilluís með ananas og Royal Mint líkjör og hins vegar blandaður ís með eplum, hnetum, rommi og heitri karamellusósu. Hvort tveggja var glæsilegt í útliti og gott á bragðið. Verðið er 1.625 krónur fyrrnefndi ísinn og 2.085 krónur sá síðarnefndi. Ostur Djúpsteiktur camembert-ostur með rifsberjahlaupi var vel heppnaður og góður. Sennilega er þetta heppilegasta meðferð islensks camembert, því að hann mislukkast oft til neyslu á venjulegan hátt, þroskast ekki alveg inn i miðju. Verðið er 1.525 krónur. Loks má ekki gleyma kaffinu, sem er óvenju gott á Holti, minnir á italskt kaffi. Aöallega „bravó” Matreiðslan á Holti var að mörgu leyti frábær. Hæst bar meðferð lambakjötsins, en einnig var frábær hörpuskel- fiskurinn, humarinn og fyllti smokk- fiskurinn. Mjög góð matreiðsla var líka á venjulega smokkfiskinum, smálúðunni og turnbautanum. Aðeins í sniglum, soðnu grænmeti og sveppum fóru timasetningar í matreiðslu úr skorðum. Á öllum öðrum sviðum ríkti nákvæmni. En ég endurtek gagnrýni á ofnotkun dósasveppa, sem ekki er í stil hússins. Meira máli skiptir þó, að Holt þarf að koma betri stjórn á þjónustuna í sal, svo að hún sé í meira samræmi við þau lista- verk, sem framin eru í eldhúsinu. Matreiðslan á Holti fær níu í einkunn, þjónustan sjö og vínlistinn sex. Innrétt- ingar og andrúmsloft fá sjö eins og Stjörnusalur og Blómasalur. Heildar- einkunn Holts sem veitingahúss er átta af tíu mögulegum. * Jónas Kristjánsson i 1 næstu Viku: Naust Þessir þrir bera hrtann og þungann af matseld og þjónustu á Hótel Holti: Skúli Hansen yfirmatreiðslu- maður, Skúli Þorvaldsson hótelstjóri og Sveinjón Ragnarsson yfirþjónn (m-J. Smart). Svipað verð Á Holti er ekki hægt að fá tiltölulega ódýran matseðil dagsins eins og á Loft- leiðum og Sögu. Á matseðli dagsins eru tómir sérréttir og á svipuðu verði og fastaréttirnir. Meðalverð 19 forrétta, súpa og eggja- rétta á Holti er 2.800 krónur, 26 aðalrétta úr fiski eða kjöti 8.100 krónur og 12 eftirrétta 1.800 krónur. Með kaffi og hálfri flösku af Chianti Classico ætti þriggja rétta meðalmáltið af fastaseðli og dagseðli að kosta um 15.000 krónur á Holti á móti 15.700 krónum á Loftleiðum og 16.300 krónum á Sögu. Því má segja, að allir þessir staðir séu í sama verðflokki. Allar tölurnar eru sam- kvæmt verðlagi íjanúar 1980. 4. tbl. Vikan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.