Vikan


Vikan - 24.01.1980, Blaðsíða 9

Vikan - 24.01.1980, Blaðsíða 9
pólitíkinni og ella gæti verið. Þetta á sinn þátt i því að stjórnmálin eru svip- minni nú en áður og því ekki eins eftir- sóknarverð i augum fólksins. Og svo eru það prófkjörin. Þar er atgangurinn svo mikill og baráttan sem fram fer ekki öllum geðþekk. Ég hef verið litið fyrir þá baráttu þar sem maður verður að berjast við vini og samherja og berjast vel eigi maður að eiga möguleika á að hreppa sæti sem liklegt má teljast að gefi þingsæti. Það eru ekki allir sem vilja gefa sig í þennan slag:” vert. Þessu samfara virðist fólk hafa fengið það á tilfinninguna að á Alþingi sé mest verið að þrefa um smáatriði og samkundan sé tiltölulega ómerkileg. Það er líka staðreynd að völdin eru farin að færast i æ ríkari mæli frá Alþingi og út til ýmissa hagsmunasamtaka og annarra hópa í þjóðfélaginu þannig að Alþingi á i vök að verjast bæði hvað varðar völdin og virðinguna. Hvort tveggja er hættulegt lýðræðinu. Annað sem á mikinn þátt i þessari þróun er kjör- dæmaskipunin. Flokkarnir hafa ekki lengur eins mikla möguleika á þvi að velja sjálfir hvaða menn fara i framboð, það gera kjördæmin i vaxandi mæli sjálf og sem hluti af dreifingu valdsins er aðeins gott um þetta að segja. Menn sem eru búnir að starfa vel og lengi fyrir flokkinn i héraði uppskera oft að lokum gott sæti á frainboðslista flokks sins, mest vegna fórnfúsra starfa i gegnum árin. Ég er ekki að gera lítið úr fólki sem býr úti á landi en maður myndi ætla að í öllu fjölmenninu hér á Stór-Reykja- vikursvæði og á Reykjanesi ætti að vera hægt að framleiða hæfa menn, svo ég noti nú svo markaðslegt orð, sem ættu að geta sinnt stjórnmálastörfum ágæt lega en komast ekki að vegna þessara héraðasjónarmiða sem ég minntist á áðan. Við sjáum það að í gamla daga voru sterkir einstaklingar beinlínis sendir af flokknum út á land til að taka þar sæti á framboðslistum. En það hefur dregið úr þessu og fyrir bragðið erum við ekki með eins sterka einstaklinga i — Eða hafa peninga til að gefa sig i þetta? „Nei. það er nú ekki umtalsvert hvað miklir peningar eru i þessu. Við sjáum t.d. í síðasta prófkjörsslag Sjálfstæðis- flokksins hér i bænum þá voru menn ekki kosnir eftir því hversu mikið þeir auglýstu sig. Jafnvel fór það svo að þeip sem auglýstu sig mest fengu kannski minnst fylgi og lentu i sætum sem ekki gátu talist baráttusæti. Ég held ekki að peningarnir einir sér geti fleytt mönnum á þing þó þeir geti e.t.v. hjálpað sé þeirn beitt rétt. Ég veit ekki um neinn sem hefur komist áfram í pólitik í skjóli peningavalds. En ef leiðin inn á þing á að liggja i gegnum prófkjör. eins og við þekkjum þau. þá er það augljóst að sá hópur sem telur það eftirsóknarvert smækkar óðum. Þetta er vandamál sem flokkarnir hafa kallað yfir sig og í fljótu bragði sé ég engar leiðir sem gætu leyst prófkjörin af hólmi, nema þá að koma á fót einmenningskjördæmum eða í það minnsta að sniækka kjördæmin frá þvi sem nú er. Þegar svo er komið að heslu menn þjóðarinnar vilja ekki koma nálægt stjórnmálum sakir fyrir- komulagsins þá er illt í efni. ekki aöeins fyrir flokkana heldur fyrir landið og þjóðina alla. Það er nú einu sinni þannig, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að ir-pólitíkinni ráðast málin og það er lifsnauðsynlegt fyrir þjóðina að til stjórnmálastarfa veljist menn sem hafa vit og þroska til að hafa vit fyrir öðrum ef og þegar þess þarf." Þú ert ekki hættur í pólitík? „Nei, menn hætta ekki i pólitík við það eitt að detta af þingi. Ég hef alla vega alls ekki hugsað mér að hætta afskiptum af stjórnmálum, ég starfa enn i flokknum en það er ekki mitt að segja til um hvort ég verði valinn til trúnaðar starfa — það er fólksins að ákveða það. En sem stendur er þetta allt óráðið. Ég hef gaman af að snúast i mörgu og það er alltaf eitthvað nýtt að konia upp. Ég var i fótbolta I 13 ár og allir sögðu að ég hefði hætt allt of snemma. En þegar ég var hættur i fótboltanum uppgötvaði ég hvað maður hefði getað gert margt annað ef maður hefði snúið sér að því strax á meðan maður var hvað yngstur og hraustastur. En til þess að svara þessu þá get ég auðveldlega játað að ég erenn fulluraf metnaði.” — Ein frumleg spurning að lokum. Hver er uppáhaldsstjórnmálamaðurinn þinn? „Ég hef alltaf haft mikið dálæti á Bjarna Benediktssyni. Mér fannst hann ákaflega vitur maður. Hann var stjórn- samur og hafði þetta stóra hjarta sem hann notaði með höfðinu. Og það skiptir miklu máli.” EJ 4. tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.