Vikan


Vikan - 24.01.1980, Blaðsíða 22

Vikan - 24.01.1980, Blaðsíða 22
Úr nýjum bókum VITNIÐ SEM HVARF Eg tók þessum tíðindum eins og hverri annarri smáfrétt. Ég vildi gjarnan heyra meira. Auðvitað fannst mér þetta merkar fréttir. Afskiptaleysi mitt örvaöi McCullan til frekari dáða. — Þú veist að ég fer ekki með fleipur. Ég þekki alla toppana og þeir hafa sagt mér sitt af hverju. Sko, það átti ekki að senda herliðið á ykkur. Þess þurfti ekki. Það átti bara að setja á ykkur hengingar- ól. dæla í ykkur lánum frá bönkunum okkar. Alveg þangað til þið yrðuð barmafullir af skuldum. Þá var dæmið orðið einfalt, ef þú getur ekki borgað, þá ertu tekinn upp i skuldina. Kannski verður þetta gert seinna, vonandi fyrir okkur og ykkur. Skál! Ég lyfti glasinu en sagði skál svo lágt að það varö ekki greint. Þegar þetta gerðist kom einn aðstoðarforstjóranna, Greg Hutchinson aftur að borði okkar. Hann hafði brugðið sér frá andartak og rétt heyrði lokaorðin hjá forstjóra sínum. Hann reyndi að þagga niður i McCullan. Þetta mál átti ekki að vera á dagskrá. En hann lét ekki þagga niður í sér svo auðveldlega. — Því í ósköpunum getum við ekki sagt vini okkar hérna allan sannleikann. Hann cr einn af okkur. ekki einhver helvítis kommúnisti. Hann veit hvað okkur er öllum fyrir beztu. Ég veit líka allt um þig, Karlsson. Leyniþjónustan er alls btaðar á stjái. Þú ert slórklár náungi og góður i viðskiplum. Býsna háll, segja beir mér. En þú ert farinn frá konunni. Það er slæmt. Fjölskyldan er heilagur hlutur, vinur minn. Mundu það. Hutchinson brosti til mín og hristi höfuðiðsvo lítið bará. — Joe, ég held þú hafir fengið einum eða tveimur of mikið. Ættum við ekki að hypja okkur. Hann talaði við yfirmann sinn eins og barn, og var þvi greinilega vanur. Daginn eftir hringdi Mac í mig á hótelið. — Gleymdu þessu bulli sem ég var að segja. Þetta var allt haugalygi og ekkert á því byggjandi. Ég tek oft svona gróft til orða ef ég dett i það. Ekki að marka eitt orð. En í bisness. Þar er að marka hvert orð, trúðu því. — Heyrðu, sagði hann svo og þagði við. Ég var að hugsa um þessa verk- smiðju ykkar. Helzt vildi ég nú kaupa hana, en það er víst útilokað. Ég gæti trúað að ég hefði samning fyrir ykkur, sem þýddi framleiðslu alla 24 tima sólar- hringsins, ef af yrði. Viltu hitta mig á skrifstofunni klukkan sex í dag? Ókei, segjum það Bæbæ. Ég átti flug pantað heim frá New York um svipað leyti, en hvað um það. Þetta leit vel út. Og ég mætti á réttum tima á skrifstofu McCullan. Mér var vísað inn i geysistórt og veglegt fundarherbergi. Og þar sat ekki bara forstjórinn sjálfur, heldur einnig aðstoðarforstjórinn Hutchinson og þrír borðalagðir yfirmenn úr hernum. Við vorum kynntir formlega eins og Amerikanar gera af svo einstakri háttvisi. Mér tókst ekki að ná nöfnunum svona i fyrstu umferð, en allir mundu þeir nafn mitt og virtust eiga I mér hvert bein þegar eftir kynninguna á okkur. Herforingjarnir báðu mig að segja frá verksmiðjunni og spurðu ýmissa spurninga. Ég fann að þetta var leikur hjá þeim. Greinilegt var að þeir vissu allt um verksmiðjurnar, sjálfan mig, allt um landið og alla þá sem einhvers virði þóttu. Þeir sögðu mér að fundur okkar væri leyndarmál og mætti hvergi segja frá honum. Hér og nú yrði ekkert afráðið um neitt en þeir mundu ræðast við I sínum hóp í kvöld, og boða mig til fundar daginneftir. Sá fundur var haldinn I Pentagoninu, aðsetri herstjórnar Bandarikjanna. Tekið var af mér loforð að láta aldrei orð frá mér fara um þennan fund. Loks út- skýrði aðmirállinn. sem þama stjórnaði fundi, að um væri að ræða framleiðslu á ýmsum efnum, sem síðar yrðu notuð til hernaðarframleiðslu. — Við vitum að þið hafið réttar vélar og afköstin eru nóg. Hann sá að ég var undrandi á að hann skyldi vita svo mikið. Hann yppti bara öxlum og sagði. Spurðu mig ekki hvernig ég veit þetta. En ég veit það. Það nægir. Ég veit lika að verksmiðjurnar eru um það bil að verða gjaldþrota. Vinna kannski á hálfum hraða, og efnin seld fyrir skít á priki. Við borgum vel, sagði aðmirállinn. — Hvaða efni eru þetta, svo talað sé dálitið greinilegar? — Ja, það getum við aldrei gefið upp. Og framleiðslan yrði að vera undir tals- verðu eftirliti okkar sérfræðinga. Þú veizt, þessi skrípaleikur, herinn vill gera allt svo leyndardómsfullt. — Er þetta sprengiefni, spurði ég. — Já, það má kannski segja það, einskonar sprengiefni. Við erum jú i þessum bransa, alltaf með sprengjur á lofti. — Þetta er í meira lagi hæpið, sagði ég. Eins og þið vitið eru verksmiðjurnar seinni árin komnar inn I miðja borg. Það er hætt við að það yrði aldrei leyft að framleiða sprengiefni á þessum stað. — Jú, það yrði leyft. Við höfum nokkuð góð orð um það. — Það kemur mér á óvart, sagði ég og fann að þetta var ógætilega farið. Nei, þið skiljið að mér er enginn hagur í að verksmiðjurnar og allt najsta nágrenni fari til andskotans í sprengingu. — Rólegur, herra Karlsson, rólegur. Það er engin hætta á sprengingu. Hún er ekki meiri en einn á móti milljón. Og eftirlit okkar verður slíkt að það einfald- lega gerist ekki. Það er loforð. — En hversvegna við? Af hverju er þetta ekki framleitt í ykkar eigin landi? spurði ég, maður á barmi gjaldþrots, og kominn i einhverja óeðlilega vörn gegn góðum samningi. — Það eru margar góðar og gildar ástæður fyrir því. Þvi miður leyfist mér ekki á þessu stigi málsins að ræða þær. Það mál er fullkomið trúnaðarmál hersins. Við ræddum um verð og skilmála, allskonar tölur flugu á milli, og ég þurfti ekki lengi að hugsa til að sjá hvílíkur kostasamningur hér var á ferðinni. Hreint ótrúlegur. Samt stóð mér stuggur af öllum ráðagerðum. Það var eitthvað óhreint við þetta. — Ég verð að sjálfsögðu að ræða mál sem þetta við stjórn fyrirtækis okkar áður en lengra er haldið, sagði ég og vildi ljúka frekari umræðum um sinn. — Ekki skilst mér nú, sagði aðmíráll- inn, að það sé vaninn I þinu fyrirtæki. Mér er sagt að þar sért þú að mestu einn um hituna og spyrjir hvorki stjórn fyrir- tækisins né samstarfsmenn. Ég varð stöðugt meira undrandi á þvi hversu vel þeir þekktu til fólks af öðrum bæjum hér suður I Washington. — Allt spyrst nú út, hrökk út úr mér. Annars hefur nýlega orðið breyting á. Stjórnin verður virkari og ég mun draga nokkuð i land, auk þess, herrar minir, er þetta stór ákvörðun. Við höfum um ára- tugi framleitt saklaus frumefni til hrein- lætisiðnaðarins. Ágætur bisness. Alltaf þarf fólk að snyrta sig. ekki satt. En nú erum við beðnir að framleiða efni til vitisvélagerðar. Það er ekki vist að menn yrðu svo ýkja hrifnir. — Hafðu engar áhyggjur, Karlsson. Það kemur enginn til með að fá nokkru sinni að vita annað en að efnið sé notað til sápugerðar, því lofa ég. En, olræt, þú biður um frest, það er vel skiljanlegt. Við hittumst í Reykjavik seinna og ræðumst betur við. Ókei? Hendur á lofti, og ég var kvaddur af þessum síbrosandi sjentilmönnum hers- ins. Ég hafði tafizt frá skyldustörfum heima. Ég hafði stöðugt samband við Arthúr. Allt gekk svona nokkurn veginn, og búið að bæta við starfsliðið. Einn samningur við Grikkland, annar við Spánverja, en frekar litlir og ekki til langs tíma. Menn voru greinilega hræddir við alla lengri samninga, verðlaginu var ekki að treysta lengur. Á leiðinni heim kom ég við hjá vinum okkar í New Jersey. Þeir tóku mér vel og létu strax í Ijós áhuga á frekari viðskiptum. Við ræddum allan daginn, og ákveðið var að gera endanlegan samning innan skamms. Þarna sá ég fram á þann samning sem okkur vantaði. Samning sem mundi tryggja verksmiðjunum áframhaldandi líf. Það var því ekki að undra að ég var í góðu skapi þegar heim kom. Ég minntist ekki orði á pentagonfundinn, en sagði frá bandariska samningnum sem virtist ætla að verða að veruleika og mundi öllu breyta. Stjórnin tók þessum tíðindum vel og allt I einu var kominn annar og betri bragur á alla hluti. Menn unnu vel saman og það var ekki annað að sjá en að sól væri að rísa í fyrirtækinu okkar. Stjórnarmenn voru farnir að bollaleggja um ýmsar leiðir til úrbóta. Áður höfðu þeir varla gert annað en að ræða um gjafir á gullúrum til starfsmanna, sem lengi höfðu starfað við verksmiðjurnar. Og að þiggja laun fyrir að halda sig á mottunni. Lif mitt var gjörbreytt og það til batnaðar. Mér leið betur nú en um langan tima. Eitthvað var kvenfólk að reyna að ná í mig, en tókst ekki. Ég vissi að Milla var ein af þeim. Ég sá hana meira að segja eitt kvöldið úti i sundinu þar sem einkainngangur var I íbúð mina. Hún hringdi dyrabjöllunni án afláts. Ég svaraði ekki. Börnin höfðu talsvert verið hjá mér. meira en áður. eftir að ég hljóp mitt gönuhlaup burt frá þeim og Guðnýju. Að sjálfsögðu var mér tíðhugsað til Guðnýjar. Ég þráði hana. en gat þó ekki haft samband við hana. Ég var ákveðinn í að reyna það ekki fyrr en öll mín mál væru komin i góðan farveg. Og svo, einn góðan veðurdag, gerðist það. Ég hitti Guðnýju. Ég hafði varla séð hana I hálft annað ár nema rétt i svip. Ég var á ferðinni niðri I miöbæ þegar hún kom gangandi á móti mér. Þá fann ég hvað ég elskaði þessa konu mikið. XX Vikan 4. ttol.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.