Vikan - 24.01.1980, Blaðsíða 7
segir Ellert Schram,
maöurinn sem tók
áhœttuna — ogféll
neinn flokk, sem er að fara í kosninga
baráttu, að það blasi við að fleiri en einn
listi komi fram i hinum ýmsu kjör-
dæntum og þegar prófkosningar í
Reykjavík höfðu farið þannig að
ýmislegt benti til þess að þar yrði einnig
um klofningsframboð að ræða, alla vega
augljós óánægja. þá er stundum betra að
reyna að sameina menn frekar en að
sitja sem fastast. Ég er sannfærður um
að ákvörðun mín mæltist vel fyrir hjá
þeim sem starfa í Sjálfstæðisflokknum,
en það er augljóst að eitthvað annað en
sætaskipan á lista flokksins i Reykjavík
olli þeim úrslitum sem urðu. Kannski
hefði farið verr ef listinn hefði verið
óbreyttur.”
— En hvernig bregðast flokksmenn
við falli félaga síns? Rjúka ekki allir upp
til handa og fóta og vilja allt fyrir hann
gera? Eða hvað?
„Ég tók þessa ákvörðun án nokkurra
skuldbindinga um greiðasemi í staðinn.
En það breytir því ekki að pólitíkin er
miskunnarlaus og flestir hugsa fyrst og
fremst um sjálfa sig. Raunin virðist vera
sú að ekki er auðvelt fyrir gamalreynda
þingmenn að ganga inn í hvaða starf
sem er. Eitt af því sem ég hef haldið
fram í gegnum árin og fólk hefur ekki
skilið né metið, er að þeir menn sem gefa
kost á sér til setu á Alþingi um einhvern
tima gefa þar með frá sér önnur störf og
önnur tækifæri sem eru kannski tryggari
i lífinu. Þess vegna á að borga
þingmönnum gott kaup á meðan þeir
sitja. Þó ég sé ekkert að barma mér eða
kvarta þá er það staðreynd að þegar
menn detta af þingi, eins og ég hef nú
gert, þá virðist ekki vera auðvelt að
4. tbl. Vikan 7