Vikan


Vikan - 24.01.1980, Blaðsíða 24

Vikan - 24.01.1980, Blaðsíða 24
Úr nýjum bókum þeir. Strákurinn hafði vist kært þá fyrir eitthvað, og þeir hefndu sin með því að berja hann til bana, sagði Milla og var óðamála. — Mér þykir þú segja fréttirnar. En af hverju segirðu ekki lögreglunni þetta? — Af því að þá yrði ég næst. Þeir hefna alltaf. Ég verð bara að sitja og standa eins og þeir vilja. Þeir fóru til Ameríku í morgun og þess vegna gat ég farið ein út í kvöld. Þeir koma eftir helgina. — Og hvað skyldu þeir félagar vera að gera í svo stutta ferð til fjarlægrar heims- álfu? — Ég veit það ekki. Ég veit bara að allt sem þeir hugsa og aðhafast er einhver óhugnaður og óþverri. Ég er alveg glötuð eftir að við hættum að vera saman. Ég elskaöi þig svo mikið, Kalli minn. Við ættum að fara burtu frá þessu ógeði öllu, fara til útlanda, kaupa okkur litla eyju einhvers staðar. Ó, Kalli, þú verður að gæta þín, sagði hún og ég sá að hún var gráti nær. Hún stóð upp, snerti við handleggnum á mér, og var farin. Guðný kom skömmu síðar. Hún brosti, hin sjálfsörugga kona sem veit innra með sér að hún er sigurvegarinn. — Hvað vildi þessi unga kona? — O, svo sem ekkert. Ekki nokkurn skapaðan hlut, sem skiptir máli, sagöi ég. Það gat þó varla dulist neinum að ég var eins og úti á þekju og eitthvað órólegur. Ég stakk upp á að við yfir- gæfum staðinn og héldum heim á leið. Morguninn eftir var ég snemma á fótum. Ég hringdi strax i kunningja minn og vin, Elías Hallbjörnsson, rann- sóknarlögreglumann. Ég sagði honum að ég yrði að hitta hann strax. Við mæltum okkur mót á kaffihúsi niðri i bænum. Ég sagði Ella frá mínurn högum. Hann var ánægður að fá staðfest það sem hann reyndar vissi um það mál, enda var hann einn úr klíkunni, og hún hafði ekki komið saman nokkuð lengi vegna breyttra aðstæðna hjá mér. Síðan sagði ég honum frá leikhúsförinni kvöldið áður. og frá því þegar ég hitti Millu. Ég sagði honum að mér líkaði ekki allskostar það sem hún hafði sagt mér. Elli þagði við, tottaði pípuna og drakk kaffiö. — Að vísu verð ég að segja eins og er. Það er ekki allskostar rétt allt það sem Emilia segir. Hún er mjög mikið í fíkni- efnum allskonar, meira að segja LSD og STP. Hún hefur trúlega verið á „trippi” þegar þú hittir hana í gærkvöldi. Ég hef að hluta til með rannsóknir á fikniefna- brotum að gera. Milla hefur, þér að segja, hjálpað nokkuð vel í þessum efnum. En sumar upplýsingarnar hafa verið talsvert ruglingskenndar. Elias sagði að þeir Rottan og Kutinn væru ekki annað en bófaforingjar, verndaðir af flokknum. Hann hefði VITNIÐ SEM HVARF sjálfur unnið að rannsókn á þessum pörupiltum, meðan það var leyft, eins og Elli orðaði það. Hann sagði að ekkert hefði beinlínis sannast á þessa tvo menn, en þrír undirsátar þeirra væru nú í fang- elsi með dóma. Þeir virtu hinsvegar lög- mál undirheimanna og kæmu ekki upp um neinn. Félagar þeirra sæju hinsvegar vel fyrir þeim í fangelsinu svo að þeir liðuengan skort. — Ég hef oft verið að þvi kominn að segja upp starfir.u, sagði Elli. Þetta er tilgangslaust streð. Hér er haldið uppi stórkostlegri glæpastarfsemi í skjóli valdamanna. Og auðvitað liggur beinast við að halda að einhverjir aðilar innan stjórnmálanna njóti góðs af þessu illa fengna fé af fikniefna- og áfengis- smygli. — En hvað þig varðar. Þá held ég að þama hafi sú stutta verið að rugla. Þeir þora hreinlega ekki til við þig. Jafnvel þótt þú hafir einhverntíma vakiö þá úr brennivínsroti með köldu vatni, eins og ég hef heyrt. Þeir eru slóttugir. Þeir vita að þú ert of mikilvægur. Þeir snerta þig ekki. Og hvað varðar það að komast yfir eignirnar þinar, þá sérðu sjálfur hvaða bull það er. Kjaftæði. Þeir eiga einhverja peninga. En að eignast eitthvað af því sem þú átt. Það kemur einfaldlega ekki til mála. Ég fann að Elli var mér til trausts og halds. Hann sannfærði mig um að ekkert væri að óttast. Hann lofaði lika að hafa augu með öllu. Ég mundi ekkert þurfa að óttast. Daginn eftir hringdi Greg Hutchinson á slaginu klukkan níu á skrifstofuna. Þeir voru komnir frá Washington og óskuðu eftir framhaldsviðræðum. Gæti ég komið i sendiráðið klukkan þrettán- hundruð? í sendiráðinu var eins og vörðurinn biði komu minnar. Herra Karlsson, gjörið þér svo vel, sagði hann og leiddi mig eftir rangala. Innst á ganginum drap hann á dyr. Þær virtust vera læstar heyrðist mér, þegar opnað var að innan. Inni i herberginu sátu þeir þrir, Hutchinson, aðmírállinn Dove og þriðji maður sem ég hafði ekki hitt fyrr. Hann var kynntur fyrir mér sem prófessor von Eschenbach. Hann var nokkru eldri en hinir tveir og talaði ensku með talsverðum þýzkum hreim. Allir voru þeir borgaralega klæddir og þeir aðmírállinn og Greg voru áberandi hressir og kátir. en sá þýzki miklu minna og virtist hálft í hvoru viðutan eins og sagt er að prófessorar séu oftast. — Jæja, það gengur vel með viðskipt- in, Karlsson, sagði Hutchinson. Allt á uppleið aftur. Við höfum haft spurnir af ykkur. Þú verður að afsaka það. — Ég fæ annars ekki séð að þú sért að hugsa um viðskiptin við okkur, sagði aðmírállinn. Hann sat við skrifborðið og virtist vera i aðalhlutverki hér. Frá okkur fórstu beint til Camden í New Jersey. Mér finnst að þetta sé tvöfaldur mórall. Við vorum búnir að ræða við þig fyrst. — Ég hef enga samninga gert við Camden, það hljótið þið að vita, eins og allt annað, sagði ég. Þessar njósnir kunni ég illa við og sagði þessum þremur meiningu mína. — Þetta er ekkert tiltökumál, svaraði aðmírállinn. Þetta gera allar stóru þjóðirnar. Við verðum að gæta hagsmuna okkar hér sem annars staðar. Sjálfir stundiö þið njósnir um markaði í okkar landi, ja kannski ekki njósnir, en allt að því. Það er ekki nema eðlilegt. Ég var lítið hrifinn af þessu funda- haldi, og tókst ekki að leyna því. Ég ákvað aö kveða upp úr með það að ekki yrði úr neins konar samningum. — Eins og ég lofaði, þá hef ég engum sagt frá okkar fundum. Og það mun ég að sjálfsögðu ekki gera. Hitt er svo annað mál, og það hlýtur að vera ljóst, ykkur sem allt vitið, jafnvel hvað menn hugsa, að ég er ekki hrifinn af samningum sem þessum. Ég veit að þeir færa okkur mikið fé í aðra hönd. Málið er bara þetta: Við framleiðum allt aðra vöruflokka, alls konar vörur fyrir efna- iðnaðinn. Vítisvélar framleiðum við ekki. Eftir að hafa hugsað þetta mál niður i kjölinn, þykir mér fyrir því að verða hér og nú að tilkynna að við erum ekki tilbúnir til frekari samningagerðar. Mér þykir fyrir því að hafa narrað ykkur svo langa leið til einskis. Þessi ræða féll ekki í góðan jarðveg, og augabrúnir aðmírálsins minntu tals- vert á lýsinguna af Agli heitnum á Borg, þegar skap hans þykknaði. — Ekki til viðræðu, ha? Bandariski herinn er ekki vanur að gefast upp svona fljótt. Þessi mál þarf að athuga betur. Við skulum ekki flana að neinu. Það eru margar hliðar á máli sem þessu. — Þér verðið að afsaka herra aðmiráll. Ég sé aðeins eina hlið. Verksmiðjurnar eru mín eign. Og fyrir þeirra hönd er það ég sem tek allar ákvarðanir, sagði ég gallharður. — Júú, að visu heitir það svo. Við vitum allt um eignaraðild að verksmiðj- unum. En svo eru það pólitískar hliðar. Þú veist að engu mátti muna að ríkið tæki verksmiðjurnar. Nei, liklega veistu að það munaði aðeins nctkkrum dögum. Þú varst heppinn þar. En það sem þú veist ekki er það að viðræður hafa farið fram við ríkisstjórnina um þessa fram- leiðslu. Algjörlega leynilegar viðræður, og óformlegar, vitaskuld. Og ég get treyst þér fyrir því að þær viðræður voru mjög vinsamlegar, enda þótt þetta séu víst allt hálfgerðir kommúnistar. Við fengum eiginlega loforð fyrir því að framleiðslan yrði leyfð og látin afskipta- laus, ef ríkið fengi vel greitt fyrir. Þeir eru raunar mjög umfram um að þetta byrji sem fyrst. — Því miður herra aðmíráll, ekki í verksmiðjum Lindar. Ekki meðan ég lifi. Við höfum okkar prinsipp. Við ætlum að halda okkur við framleiðslu á vörum, sem notaðar eru í friðsamlegum tilgangi. Ég held að rétt væri að við hættum frekari viðræðum um þetta mál, sagði ég og var staðinn upp. Það setti aö mér hálfgerðan beyg við þau tíðindi, sem mér höfðu verið færð á örfáum dögum. Mér fannst óþverrarnir tveir slæmir, en útlendingarnir þó hálfu verri. Og þeir höfðu líka sagt mér ýmis- legt, sem ekki er gott að margir viti. Um rotna ríkisstjórn sem vildi greinilega allt til vinna til að lappa upp á fjárhaginn. En stundirnar heima með Guðnýju og krökkunum bættu þetta upp og bægðu burtu öllum kvíða. Við vorum ákveðin í að fara saman til útlanda eftir tíu daga, þegar ég væri búinn að koma í kring samningum við New Jersey-firmað. Ég hafði haft samband við þá og þeir ætluðu að koma á föstudaginn eingöngu til að undirrita samningana. Og þeir áttu að verða stærri en upphaflega var gert ráð fyrir. Verksmiðjunum var borgið. Ég varð fyrir tilviljun var við að pentagonmennirnir voru enn í bænum. Ég sá tvo þeirra, Hutchinson og Dove á götu. Þeir gengu um með myndavélar. rétt eins og hverjir aðrir ferðalangar, berandi plastpoka með lopaflíkum. Dagarnir liðu. Svo hringdi utanrikis- ráðherrann. Hann bað mig að hitta sig á skrifstofu sinni á miðvikudagsmorgun. Ég mætti og gerði ráð fyrir að hann vildi ræða vitisvélaframleiðsluna. Það var rétt til getið. Á skrifstofu ráðherrans var hann ekki aldeilis einn. Forsætisráðherrann sat þarna í hægindastól og beið mín. Mér líkaði hálft i hvoru alltaf vel við þennan gamla mann og fann til með honum, fannst hann engan veginn ráða við þau verkefni sem hann og hans menn áttu að stjórna. — Þú veizt væntanlega, Karl minn, hvers vegna við boðum þig nú á okkar fund. — Ég hef vissar hugmyndir um það. Og geti ég mér rétt til, þá verð ég að hryggja ykkur með að segja þvert nei. — Það er nú svo, hélt forsætisráðherr- ann áfram. Það árar illa hjá okkur, Karl minn. Hér er nokkur von um að rétta af. Því var jrað að við vildum viðræður um 24 Vikan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.