Vikan - 24.01.1980, Blaðsíða 26
Slysfarir
Einn mesti harmleikur rokksins átti
sér stað í Cincinnati í Ohio í Bandaríkj-
unum þegar 11 ungmenni tróðust undir
á hljómleikum hljómsveitarinnar The
Who. Tugir annarra særðust illa. Slysið
varð þegar þúsundir aðdáenda hljóm-
sveitarinnar ruddust inn i hljómleikasal-
inn til að ná sem bestum sætum. Þetta
var allt ungt fólk, sá elsti sem lét lífið var
ekki nema 21 árs gamall. Hljómleikarnir
voru haldnir í Riverfront Coliseum tón-
leikahöllinni en hún er sú stærsta í
Cincinnati, tekur 18000 manns í sæti.
Framsýnir aðdáendur höfðu tryggt sér
miða í tíma, númeraða miða sem giltu
fyrir sérstök sæti í höllinni og þannig
höfðu 10000 miðar selst. Þeir 8000
miðar sem þá voru eftir voru seldir
löngu seinna og voru ónúmeraðir og
giltu þvi eingöngu sem aðgöngumiðar að
húsinu sjálfu. Því var það augljóst mál
að þeir sem komu fyrstir með
ónúmeraða miða fengu að sjálfsögðu
bestu sætin. Og það var einmitt I
kapphlaupinu um þau sem 11 manns
létu lífið. Borgarstjórinn í Cincinnati
hefur nú bannað sölu á ónúmeruðum
aðgöngumiðum.
11 tróðust
undir
á Who-hljómleikum
Það átti að byrja að hleypa inn í húsið
klukkan 19. Strax upp úr hádegi er fólk
farið að raða sér upp í biðraðir. Það er
kalt í veðri og unglingarnir ylja sér með
því að drekka viskí af stút og bjórkönnur
ganga á milli manna. Þegar klukkan er
langt gengin í 8 eru dyrnar enn lokaðar
fyrir þá 8000 sem höfðu keypt sér
ónúmeraða miða. Ókyrrð myndaðist í
hópnum sem stóð fyrir utan en að innan
mátti heyra að hljómsveitin var byrjuð
að spila. Allt í einu kastar einhver úr
hópnum flösku í stóra rúðu sem lætur
undan með miklu braki. Ekki er að
sökum að spyrja. Langþreyttir ungling-
arnir taka á rás yfir glerbrotin, inn í
húsið og stefna á hljómlistina sem ómar
i fjarska. Það skiptir öllu að verða með
þeim fyrstu þvi þá aðeins er gott sæti
tryggt.
Ogþá verðurslysið.
Nokkrir detta og ná því ekki að standa
á fætur á ný þar sem þúsundir fóta
ryðjast áfram — áfram i átt að tón-
Hjúkrunarmenn hlúa að einu fórnar-
lamba tónleika The Who.
©1979 King Features Syndicate, inc. World rights reserved.
26 Vikan 4. tbl.