Vikan - 24.01.1980, Blaðsíða 19
„Ungfrú Wilson leggur til að þú
komir til þeirra og spilir póker með
þeim.”
Tara kyngdi. „Viltu segja ungfrú
Wilson að ég sé að fara.”
„Ungfrú Wilson mun ekki lika að
heyra það. Þegar hún býður einhverjum
að spila, spila þeir.”
„Útskýrðu fyrir henni að ég sé mjög
þreytt.”
Barþjónninn yppti öxlum og fór til
baka.
Tara sneri sér að Hart. En hann hafði
farið á barinn til að kaupa meira áfengi
og var i djúpum samræðum.
„Frú Kane!” kallaði Cad Wilson. „Ég
vissi ekki aö þú værir hneigull!”
Tara leit til Harts, en hann var að
drekka með barþjóninum — það var víst
örugglega engin hjálp í honum!
Hún gekk að borði Cad. „Ég ætla að
láta þig vita þaö, ungfrú Wilson.” Rödd
hennar titraði af niðurbældri reiði. „Ég
tek ekki áskorun þinni, af því að ég hef
enga löngun til að umgangast þina líka.”
Hópurinn sem hlustaði gapti. Cad
stóð upp og gekk hægt í kringum borðið
og virti Töru fyrir sér frá hvirfli til ilja.
„Ég á í engum deilum við þig, ungfrú
Wilson,” sagði Tara mjög rólega.
„En ég á í deilum við þig," öskraði
Cad og þreif i handlegg Töru.
Tara varð ofsareið og sló Cad. Hún
borgaði fyrir sig með því að gripa
heljartaki á hár Töru og slá hana svo
grimmdarlega í andlitið að Tara fann
blóðbragð. Síðan réðst Cad á Töru.
Eftir augnablik veltust þær um á
gólfinu, börðust og klóruðu á meðan
mannfjöldinn fagnaði og klappaði.
Að lokum brölti Tara á fætur — og
leit i andlit Jeffersons Smith.
„Jæja!” sagði hann stuttlega og leit af
Töru á Cad. „Þaö er gaman að sjá tvær
konur haga sér svona. Drykkur á
kostnað hússins!” sagði hann við fólkið
og tók með sitt hvorum handlegg utan
um konurnar, sem voru uppgefnar.
„Jæja, hvað í fjandanum gekk á?”
spurði hann.
Cad kastaði flóknu hárinu aftur.
„Aðeins lítilsháttar ósamkomulag!”
„Saga barþjónsins er öðruvísi,” sagði
Smith. „Hann kom hlaupandi og sagði
að þú hefðir skorað á frú Kane að jafna
hlutina. Hvaða hluti?”
„Jeff, hann hefur misskilið þetta,”
andvarpaði Cad.
„Jæja, þú skalt hafa þetta á hreinu,
elskan.” Cad hrökk við þegar hann kleip
í marða kinnina. „Mér er sama þó að
konur togi svolitið i hárið hver á annarri
vegna mín — það er gott fyrir sjálfsálit
manns — en þú skalt ekki gera það í
kjólum, sem ég borga.”
Hann sneri sér að Töru. „Er allt i lagi
með þig! Ég hélt að þú værir hefðar-
kona, frú Kane!”
Tara rétti úr sér. Stolt hennar var
meira virði en verkirnir. Hún sá að Hart
skjögraði að borðinu.
Smith elti hana. „Ég ætla að sjá til
þess að þú komist örugglega heim.”
„Það er óþarfi,” svaraði Tara kulda-
lega. „Ég hef fylgdarmann.”
Smith hló þegar Hart starði drukkinn
á Töru og sagði þvoglulega: „Mein Gott,
hvað kom fyrir þig?”
Smith leit með fyrirlitningu á Hart.
„Hún lenti i slag og það var enginn hér
til að líta eftir henni.”
„Ernst, þetta er hinn mikli Sápu-
Smith," sagði Tara við hann. Hart stóð
óstöðugur upp. „Hr. Smith,” sagði
hann, „mér væri það mikill heiður að fá
að taka ljósmynd af þér. Ég er að ljós-
mynda Kondike. gullæðið. Ég hef heyrt
svo mikið um þig. Þú ert mjög
mikilvægur maður. Sittu endilega fyrir á
ljósmynd fyrir mig. Ég skal mynda þig
ókeypis, bara til að hafa mynd af þér í
safni mínu.”
„Herra minn," svaraði Smith orðum
Harts, „min er ánægjan. Ég skal gefa
þéráritaðeintak ef þú vilt.Tara."
„Það er óþarfi!” svaraði Tara ónota-
lega og stormaði út með viðbjóði.
Kalt kvöldloftið í Front stræti var
mikill léttir. Hún hafði verki í vinstra
auganu og hún tók eftir að kjóllinn var
rifinn. Tara hugsaði með viðbjóði um
það sem skeð hafði. Fljúgast á við hóru
á krá eins og skipamella! Hún var skelfd
yfir sjálfri sér. Og af hverju? Af því að
þessi vitlausa kona var svo hrædd um
að tapa aðdáun Smiths. Guð hjálpi
hverri konu sem þráir svona aðdáun,
hugsaði hún bitur. Hvað henni viðvék
þuffti Cad Wilson ekki að hafa
áhyggjur, hún mátti svo sannarlega eiga
Sápu-Smith!
Tara heyrði fótatak fyrir aftan sig og
síðan rödd Smiths: „Hæ, Tara, hægðu á
þér!”
Hún gekk hraðar en Smith náði
henni. „Ég sagði þér að varast Cad,”
sagði hann. „Hún getur verið mjög
skæð.”
Tara horfði beint fram fyrir sig.
Smith hélt áfram að tala og virtist
ekki taka eftir að hún hafði ekki einu
sinrti svarað. „Hvers konar maður er
þessi eiginmaður þinn að skilja þig eina
eftir?” Hann hristi höfuðið hæðnislega.
„Maður sem vanrækir konu eins og
þig....” En Tara var of þreytt til að mót-
mæla ögrunum hans.
Fyrir utan hús frú Miles tók Smith
ofan hattinn. „Góða nótt, frú Kane.
Gleymdu ekki að setja steik á glóðar-
augað!” Hún skellti hurðinni á hann.
Tara baðaði augað með vatni næsta
morgun og kveið fyrir að líta framan í
frú Miles. Frú Miles var aftur á móti
ákveðin í að freistast ekki til að spyrja
hvað hefði komið fyrir.
Á meðan frú Miles var að heiman
bankaði einhver á framdyrnar. Töru til
mikillar furðu stóð Cad Wilson þar, dá-
samlega vel klædd, með engin merki um
slagsmálin.
„Góðan daginn, frú Kane. Getum við
talað saman einhvers staðar?"
„Um hvað?" spurði Tara.
„Ég er meðdálítið til að sýna þér."
Tara visaði henni inn í setustofuna,
þar sem hún rétti henni pakka. Tara
horfði forvitin á hana, siðan tók hún
utanaf hlutnum.
Það var herraúr úr silfri — úr föður
hennar. lnni í þvi var áletrun sem hún
hafði látið grafa þegar hún gaf Daniel
það:
777 Daniels með eilfri ást frá ástkœrri
eiginkonu hans. Töru, árið 1895.
Hönd Töru titraði aðeins. „Hvar
fékkst þú þetta?" hvíslaði hún. Tara
starði tortryggin á úrið- Hún þreif það af
henni og spurði æst: „Hvar fékkstu
það?”
„Eiginmaður þinn tapaði þvi í póker
með félaga sínum, Jake Gore," sagði
Cad Wilson henni. „Bróðir Jakes, Arne,
sýndi mér það og sagði að Jake væri að
grafa með Daníel. Hann teiknaði þetta
kort af staðnum þar sem þeir eru að
grafa.” Hún rétti Töru pappírssnepil.
„Ég skil þetta ekki,” sagði Tara
seinlega. „Ef þú hatar mig svona mikið,
hvers vegna ertu þá að reyna að hjálpa
mér?”
„Ég vil ekki hafa þig nálægt Jefferson
Smith. Hann er mín eign. Finndu þinn
mann. Nú þegar þú veist hvar Daniel er,
náðu þá í hann og farðu burt.”
Um leið og Cad fór horfði hún á Töru
eins og tískudrós sem horfir á hús-
hjálpina sína i vinnufötunum. „Ég skil
ekki hvað Jeff sér við þig.”
Þegar Hart heyrði fréttir Töru reyndi
hann að draga úr ákafa hennar. Honum
fannst Cad grunsamleg og um leið og
hann sýndi Töru kort af Yukon benti
hann henni á hætturnar á leiðinni. En
þegar hann heyrði að Tara hafði þegar
leigt sleða og var ófáanleg til að breyta
áætlun sinni, krafðist hann þess að fá að
fylgja henni í leiðangurinn.
Snemma næsta morgun náði Tara í
sleðann, sem hún hafði leigt, og
hundana og fór frá Dawson. Hart fylgdi
á eftir. Sleði hans var hlaðinn Ijós-
myndaútbúnaði.
Þær hundrað mílur sem Tara hafði
ferðast með sleðum annarra höfðu ekki
verið til ónýtis. Hún hafði séð hvernig
menn meðhöndluðu hundana. Tara var
hrædd fyrstu mílurnar, en síðan geröi
hún sér grein fyrir að hundranir höguðu
sér eins og hún vildi, þeir hlýddu henni.
Það var dásamleg tilfinning að vera
öllum óháð.
Þá kom hún auga á hestamann, sem
kom ríðandi á miklum hraða og dró á
þau. Það var Jefferson Smith. Tara
keyrði hundana áfram en sér til gremju
sá hún að Hart hægði á sér og Smith var
Wyatt Earp snari sér að spilum og
öðrum áhugamálum á krám. Hann
átti „einu annars flokks krána i
Alaska" sem er hér Ijósmynduð af
E. A. Hegg.
4. tbl. Vikan 19