Vikan - 24.01.1980, Blaðsíða 31
Opnupiekat
BEE GEES - vinsælasta
hljómsveit síðasta áratugar
Það er tæpast nein goðgá að
segja að hljómsveitin Bee Gees
hafi verið hljómsveit síðasta
áratugar. Vinsældir hennar hafa
verið sérlega miklar, plöturnar
runnið út eins og heitar lummur
og aðsókn á hljómleika með
fádæmum góð. Bee Gees voru
til dæmis aðalmennirnir að baki
mest seldu LP plötu síðasta
áratugar, Saturday Night Fever.
Alls seldist hún í um þrjátíu
milljónum eintaka. Engin önnur
LP plata hefur selst betur fyrr né
siðar.
Þrjú af lögum Bee Gees á
Saturday Night Fever plötunni
eru meðal fjörutíu vinsælustu í
Bandaríkjunum á síðasta áratug.
Það eru lögin How Deep Is
Your Love, Stayin' Alive og
Night Fever. Fjórða lag hljóm-
sveitarinnar, sem er meðal þeirra
fjörutíu vinsælustu, er How Can
You Mend A Broken Heart.
Það lag varð aldrei sérlega
vinsælt hér á landi.
Bee Gees skipa þrír bræður,
Barry, Robin og Maurice Gibb.
Tveir þeir siðastnefndu eru
tvíburar. Þeir hafa sungið saman
frá barnsaldri og urðu fyrst
þekktir sem barnastjörnur í
Ástralíu. Þegar sýnt þótti að þeir
áttu mikla frægð fyrir höndum
fluttu þeir sig yfir til heimalands
síns, Englands, þar sem þeir
slógu hressilega í gegn. í nokkur
ár var Bee Gees með vinsælustu
hljómsveitum heimsins, en svo
fór að halla undan fæti.
Frægðin steig bræðrunum til
höfuðs og alls konar misklíð olli
því.að þeir slitu samstarfi sínu
um nokkurra mánaða skeið.
Þeir komu þó saman á ný er
þeim þótti sýnt að án þess að
halda hópinn næðu þeir engum
umtalsverðum árangri. 1 nokkur
ár sungu Gibb-bræðurnir inn á
plötur, sem flestar seldust vel, án
þess þó að flytjendurnir vektu
neina sérstaka athygli. Platan
Main Course lyfti Gibb-bræðr-
unum loks á stjörnustallinn
aftur. Tvö lög af þeirri plötu
náðu miklum vinsældum, —
lögin Nights On Broadway og
Jive Talking. Main Course var
svo sterk plata, að hvert einasta
lag hennar hefði haft möguleika
á að komast hátt á vinsældalista.
Henni fylgdu Bee Gees eftir
með Children Of The World,
sem einnig hlaut prýðisgóðar
viðtökur. Loks kom Saturday
Night Fever, tvöfalt albúm með
tónlist ýmissa listamanna. Bee
Gees lögin eiga þó stærstan
þátt í að sú plata er sú best selda
í heimi nú.
Til að bæta um enn betur
kom út fyrir rúmu ári síðan enn
ein LP plata, Spirits Having
Flown. Af henni náðu lögin Too
Much Heaven, Tragedy og
Love You Inside Out miklum
vinsældum um allan heim.
Fyrstnefnda lagið var tileinkað
barnaárinu 1979 og allur
hagnaður Bee Gees af því rann
til styrktar því ágæta ári.
Því fylgir jafnan mikil streita
að vera stöðugt í sviðsljósinu.
Gibb-bræðurnir hafa ekki farið
varhluta af henni. Einkalíf
þeirra er nánast ekkert. Framhjá
húsum þeirra á Miami í
Bandaríkjunum fer daglega
straumur ferðafólks, takandi
myndir og bendandi og veifandi
ef einhver bræðranna sést.
Vegna alls þessa átroðnings hafa
Gibb-bræðurnir velt því alvar-
lega fyrir sér að draga sig í hlé og
snúa sér að öðrum störfum en
að reka hljómsveitina Bee Gees.
Á næstu mánuðum skýrist það
væntanlega hver verður framtíð
vinsælustu hljómsveitar áttunda
áratugarins.
4. tbl. Víkan 31