Vikan - 24.01.1980, Blaðsíða 17
„Við getum farið í fyrramálið.”
Hann teygði sig eftir leirflösku og
bauð henni drykk. „Þú ert mjög
lagleg kona,” bætti hann við og virti
hana fyrir sér.
Annar hluti
tilheyrir ekki Dawson. í þinuni sporum
færi ég í burtu.”
„Cad, það er tími til kominn að þú
farir að vinna," varaði Smith hana við.
Cad beygði sig fram, hellti koniakinu
hans á borðið og flýtti sér út.
Smith hellti aftur koníaki í glasið.
„Jæja,” sagði hann og lét sem ekkert
hefði skeð, „hvað segirðu um það?
Kemurðu með til Fortymile? Þú hefur
ekki mikinn tíma. Ég fer um sólarupprás
á morgun."
Tara stóð upp. „Ef ég ákveð að koma
með þér, þá verð ég tilbúin á þeim tíma.”
Hún gekk til hans og horfði beint
framan i hann. „Ég vil fá giftingar-
hringinn minn til baka.”
„Ó.” Hann andvarpaði. „Þrátt fyrir
það sem þú hefur heyrt, er ég
reglumaður, og ein af mínum ströngu
venjum er að blanda aldrei viðskiptum
við ánægju. Mér hefur þótt gaman í
kvöld og mér finnst leiðinlegt að þurfa
að eyðileggja það með þvi að >ræða
óþverra peningamál Hvað sem öðru
liður held ég að verðið sé aðeins of hátt
fyrir þig — eitt hundrað og fimmtán
dalir.”
„Einn hundrað og fimmtán dalir!”
hrópaði Tara. „Þú borgaðir mér aðeins
fimmtiu!"
„Mismunurinn er vegna þessa,” sagði
hann og breiddi út reikning Daníels.
„Plús aukagreiðslu fyrir greiðslutöf.”
„Einhvern tíma," sagði Tara gegnum
samanbitnar tennurnar, „muntu láta
migfáhann aftur.”
Hann setti reikninginn vasann. „Það
er dagurinn sem ég bíð eftir, Tara.”
Hann krafðist þess að fá að fylgja
henni heim og á leiðinni varaði hann
hana allt i einu við: „Tara, farðu
varlega. Ekki taka neina áhættu ef Cad
er nálægt."
„Vinkona þín?” sagði Tara kuldalega.
„Ég held að það sé fátt sem við eigum
sameiginlegt. Ég myndi ekki hafa
áhyggjur af því.”
„Vertu varkár,” sagöi hann aftur.
Tara fór snemma á fætur naesta
morgun, pakkaði hinum fáu eigum
sínum niður og skrifaði síðan smábréf til
frú Miles:
Þegar þú sérð þetta bréf verð ég farin
til Fortymile þar sem mér er sagt að
Daníel sé núna. Reyndu að skilja mig.
Ég er þér mjög þakklát og þegar ég hef
fundið eiginmann minn vona ég að ég
sjái þig aftur og geti þakkað þér fyrir
sjálf. Reyndu á meðan að hugsa ekki illa
til mín og hinnar snöggu brottfarar
minnar.
Þín einlæg,
Tara Kane.
Ólíkt Dawson, þá reyndi Fortymile
ekki einu sinni að sýnast
siðmenntaður bær. Meðfram götunum
voru forarræsi. Fjárhættuspil
samanstóð ekki af fínum rúllettuhjólum
eða grændúkuðum borðum: trégrind og
pakki af fitugum spilum voru einu tækin
sem til voru.
Töru til mikillar furðu ók Smith á-
fram á frosinni ánni i áttina að eyju.
Menn söfnuðust saman þegar Smith
stöðvaði hundana og hjálpaði Töru út.
„Vinir mínir," ávarpaði hann þá, „þessi
kona er komin frá Dawson. Frú Tara
Kane er að leit að eiginmanni sínum —
Daníel Kane.”
„Sagðirðu Daniel Kane?” spurði
maður sem stóð bak við Töru, klædd-
ur skátahatti og hjartarskinnsjakka.
„Auðvitað þekki ég hann. Leyfið mér að
kynna mig. Lee ofursti, sjötta riddara-
liðinu, til þjónustu, frú.”
„Þekkirðu eiginmann minn?”
„Vissulega, frú," fullvissaði ofurstinn
hana. „Hann bjargaði lífi mínu.”
Töru var brugðið.
„Jæja, við vorum lokaðir inni.
Umkringdir. Aðeins ég og Daníel
eftir. Og hvaö heldurðu að hann hafi
gert? Stökk af steinunum og drap sex
villimenn, hann braust í gegnum
vörnina og sótti liðsauka.”
„Hvað ertu að tala um?” stamaði
hún. „Þetta var ekki eiginmaður minn.
Þetta varekki Daníel Kane.”
„Vist var það hann,” þrætti ofurstinn.
„Daniel Kane, liðþjálfi.” Það dimmdi
yfir andliti hans. „Biddu aðeins.
Drottinn, þú hefur rétt fyrir þér. Hann
var drepinn." Hann var dapur. „Það var
ekki þinn Daníel Kane, er það frú?”
Tara vissi ekki hvort hún ætti að
reiðast eða hryggjast.
„Afsakaðu, frú,” sagði Ixe ofursti.
Hann kvaddi og fór í burtu.
Smith hafði hlustað á samræðurnar
með ánægju. Hann kom til hennar.
„Einhver heppni?” spurði hann.
„Heppni?” Tara var bitur. „Hann er
óður. Ég veit ekki hvort hann veit einu
sinni hver hann er.”
Smith hristi höfuðið dapur á svip.
„Þetta skeður stundum I Kondike,”
sagði hann samúðarfullur. „Það verður
of mikið fyrir suma. En ég held að þú
ættir að tala við náungann í kofanum
þarna.”
Tara varð að beygja sig til aikomast
inn um lágar dyrnar. Hún sá óljóst
mann sem sat á gólfinu og reykti langa
pipu.
„Hefurðu séð eiginmann minn?”
spurði hún strax.
„Já,” sagði hann. „Er hann ekki
ungur gullleitarmaður?"
Hún kinkaði gætilega kolli.
„Ég sá hann fyrir stuttu tjalda hér rétt
hjá.”
„Hvenær?"
Hann yppti öxlum.
„Heyrðu,” sagði Tara, „manstu
betur núna?” Hún rétti út eins dals seðil.
„Vissulega,” sagði maðurinn. „Jæja,
ég skal segja þér. Hann varð reglulega
ríkur — hanndatt i lukkupottinn.”
Eitthvaö var að. Hún vissi það.
„Lýstu honum fyrir mér.”
„Jæja,” byrjaði hann hikandi, „hann
er hár, býst ég við. Sex fet.”
„Hvað með örið?" spurði hún.
„Já, þaðerrétt.”
„Á hægri kinn hans?"
„Hvar ætli hann hafi fengið það?"
„Lygarinn þinn," hvæsti hún. „Þú
hefuraldreiséð hann!"
„Hvað er að?” kvartaði maðurinn.
„Við hverju býstu fyrir einn dal?”
Hún stóð fyrir utan og tók andköf en
reyndi að stilla sig. „Ég held að það sé
ekki til neins að halda þessari leit áfram.
Þú hélst í raun og veru ekki að ég myndi
frétta eitthvað um eiginmann minn
hérna, er það?" Hún leit ásakandi á
Smith.
„Hver veit? Fólk á Lygaraeyju heyrir
margt, sér margt, hver veit?” sagöi hann.
Þegar sleðinn stoppaði loksins fyrir
utan hrörlega hótelið í Fortymile var
reiði Töru óskapleg.
„Við verðum hér í nótt,” sagði Smith
og lét sem hann sæi ekki óvild hennar.
„Virðist vera unaðslegt!” sagði Tara
um leið og hún steig af sleðanum.
Smith skellihló. „Ó, Tara, þú ættir
bara að sjá sjálfa þig, þegar þú reiðist!”
Grænu augun hennar minnkuðu. „Ég
er fegin að þér finnst gaman, hr. Smith.
Teymir mig alla þessa leið til þess eins
aðgeta hlegiðað mér.”
„Og vel þess virði.” Hann sá að hún
lyfti hendinni til að slá hann og greip
um úlnliðinn á henni.
Tara var föl af reiði þegar hann sneri
henni í hring. „Hættu þessu!" öskraði
hún hjálparvana. Hópurinn sem safnast
hafði saman, gaf frá sér fagnaðaróp.
„Tara, ég vissi ekki að þú dansaðir
svona vel!" sagði hann hæðnislega.
Síðan leyfði hann henni að fara og kyssti
hana hressilega.
Þetta var endirinn á auðmýktinni
Mennirnir flautuðu og klöppuðu. Smith
sneri sér við og hneigði sig fyrir þeim.
„Komdu,” sagði hann og þreif i hönd
hennar. Hann ýtti henni inn i sóðalegt
hús, upp þröngan stiga, sparkaði
hurðinni upp og henti henni á rúmið.
„Þú biður hér þangað til ég kem til
baka. Við förum aftur til Dawson á
morgun,” sagði hann henni. „Á meöan
ég er í burtu ferðu ekki út úr her-
berginu. Skilurðu?" Síðan fór hann út og
lokaði hurðinni varlega. Tara var skilin
eftir á rúminu, axlir hennar hófust og
hnigu, hún grét af vonbrigðum.
Að lokum fór hún aö vaskinum og
þvoði sér um augun. Varir hennar urðu
eins og strik þegar hún áttaði sig á hvað
Smith hafði átt við. Hlutum hans var
4. tbl. Vikan 17