Vikan


Vikan - 14.02.1980, Side 5

Vikan - 14.02.1980, Side 5
6. Hornið Pizza Ég prófaði pizzuna með tómati, osti, spergli og pepperoni, svonefnda Napóli- pizzu. Það var hápunktur prófunar- innar, því að þetta var langbesta pizza, sem ég hef fengið hér á landi. Deig- botninn var næfurþunnur og stinnur. Áleggið var í gullnu samræmi. Svo var pizzan sjóðheit, þegar hún kom á borðið. Það var eins og ég væri kominn til Ítalíu. Verðiðer 2.450 krónur. Verð á öðrum pizzum er frá 2.200 krónum upp í 2.900 krónur. Camembert Djúpsteiktur camembert-ostur með jarðarberjamauki var mjög vel heppnaður, linur alla leið I gegn. Verðið er 1.550 krónur sem eftir- réttur. Alvörukaffi Eins og vera ber á veitingastað undir itölskum áhrifum var boðið upp á almennilegt kaffi úr expressovél. Þar var venjulegt espresso. cafe latte með loft- þeyttri mjólk og cappucino með súkkulaðidufti. Kaffið eitt er heimsóknar virði. Verð hverrar tegundar er 450 krónur. Alvörute Hornið er eini staðurinn, sem ég þekki hér á landi, sem hefur komið sér upp temenningu. Þar geta gestir valið um tvær tegundir, Earl (misritað Early á matseðli) Gray og hið kínverska Jasmin. Þetta framboð er merk nýjung í veitingamennsku. Kannski fáum við bráðum Lapsang Souchong, Darjeeling og Formosa Oolong. Verð hvorrar tegundar er 450 krónur. Hálft verð Meðalverð sex forrétta er 1.300 krónur, ellefu aðalrétta 3.600 krónur — og 3.200 krónur, ef pizzurnar fimm eru meðtaldar. Meðalverð fimm eftirrétta er 1.500 krónur. Þríréttuð máltíð án öls og kaffis ætti þvi að kosta að meðaltali um 6.400 krónur og 7.500 krónur með öli og kaffi. Þetta eru helmingi lægri tölur en þær. sem tíðkast I vinveitingahúsunum. Hornið er að vísu engin Saga eða Holt, en býður þó fyrir þetta verð upp á mat, sem er i sómasamlegu meðallagi, eftir því sem mínar kröfur gerast, fram reiddan á alúðlegan hátt í vingjarnlegu umhverfi. Vínið vantar Hornið er án efa meiri háttar innlegg í íslenskan veitingarekstur. þótt lítið sé. Þar vantar nú fyrst og fremst vínveitingaleyfi. Með góðum, léttum vínum mundi matargerð eldhússins komast mun betur til skila. Hornið er ágætt dæmi um stofu, sem veita ætti undanþágu fyrir létt vín, alveg eins og Esjuberg og Loftleiðakaffiterían hafa fengið og rekið með sóma. Af hverju rugla yfirvöld alltaf saman brennivínum og fyllirii annars vegar og matarvínum og borðhaldi hins vegar? Hornið fær sex fyrir matreiðslu, átta fyrir þjónustu og átta fyrir unthverfi. Heildareinkunn veitingastofunnar er sex af tíu mögulegum. Jónas Kristjánsson / næstu Viku: Hótel Borg 7. tbl. VlkanS

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.