Vikan


Vikan - 14.02.1980, Blaðsíða 6

Vikan - 14.02.1980, Blaðsíða 6
Fjölskyldumál — Guöfinna Eydal Uppeldi felur í sér að fullorðnir reyna að breyta barni á einn eða annan veg. Það er oft bent á að foreldrarnir hafi mikla þýðingu fyrir uppeldi og þroska barna sinna. Foreldrarnir móta börnin með því að hegna þeim fyrir suma hluti, hrósa og umbuna þeim fyrir aðra. Foreldrar gera ákveðnar kröfur til barna sinna, búast við ákveðnum hlutum af þeim og nota boð og bönn til þess að ná einhverju settu marki. Allt er þetta gert til þess að reyna að ala barnið upp. Oft furða foreldrar sig á því að systkini séu mjög ólik. Þeir halda því oft fram að þeir ali börn sín nokkurn veginn eins upp og skilji þess vegna ekki af hverju útkoman verður svo ólík. Það er hægt að koma með margar skýringar á þvi af hverju systkini verða ólik en hér verður aðeins drepið á nokkuratriði. Börn eru mismun- andi Börn fæðast með mismunandi persónulega eiginleika og þau þróast þar af leiðandi á misjafnan hátt. Röð barna i systkinahópi skiptir miklu máli fyrir þróun þeirra og getur oft útskýrt þann Af hveiju verða sysfkini mismun- andi? mikla mun sem foreldrar tala um. Að vera elstur í systkinahóp- eða eiga eitt eða fleiri systkini gerir það að verkum að börn alast upp i umhverfi sem er grund- vallarlega ólíkt frá byrjun. Flvaða kosti og galla umhverfið hefur fyrir barnið er Þú gætir jafnvel boðið uppáhalds þing- manninum þínum út að aka. Kerrur hannaðar með tilliti til f lutninga á vélsleðum og / reyndar fleiru: Vélsleðar: Citation4500 40 hö. Verðca 1800.000 Everest 500 50 hö. Verð ca 2350.000 Pantera 55 hö. Verð ca 2550.000 Einnig mikið af varahlutum, oliu og fleiru. Gísli Jónsson & Co. hf. að miklu leyti háð þvi hvar það lendir i röðinni. Viðbrögð foreldra gagnvart börnum eru mismunandi og skipta barnið miklu máli, en viðbrögð barna gagnvart foreldrum skipta engu að síður máli. Börn þróast oft allt öðruvísi en foreldr- arnir vonuðust eftir. Foreldrar halda oft að ákveðnar uppeldisaðferðir móti börn á ákveðinn hátt. Það er rétt að vissu marki, en þá skipta viðbrögð foreldr- anna gagnvart barninu afar miklu máli fyrir útkomuna og það eru foreldrar sér oftómeðvitandi um. Barnið hefur áhrif á viðbrögð foreldranna alveg frá fæðtngu. Kyn barnsins hefur t.d. mikil áhrif á hvernig foreldrar ala börn upp. Þrátt fyrir að foreldrar haldi þvi oft sjálfir fram að þeir ali drengi og stúlkur eins upp en að það hljóti bara að vera „eðlið” sem valdi því að þau verði ólík og leiki sér t.d. að bílum og dúkkum er það yfirleitt ekki rétt þegar að er gáð. Þegar viðbrögð foreldra gagnvart mismunandi kyni eru ólík eru þeir sér sjaldnast meðvitandi um það. Foreldrar hafa yfirleitt ákveðnar óskir um að barn verði annaðhvort drengur eða stúlka. Það hefur lika áhrif á hvernig barnið er meðhöndlað alveg frá fæðingu. Útlit og hegðun barns fram- kallar lika ákveðna hegðun hjá foreldr- unum. Barn sem er fallegt, rólegt og sefur vel framkallar allt aðra hegðun hjá foreldrum sinum en það barn sem er ófrítt, órólegt og vaknar sífellt. Foreldrum likar yfirleitt misjafnlega við börn sín og þeim þykir misvænt um þau þegar frá upphafi. Margir eiga erfitt með að viðurkenna slíka hluti af því að það gefur fólki sektarkennd að viðurkenna að það elski eitt barn meira en annað. En það á jafnt við um börn og fullorðna að sumir falla manni í geð og aðrir ekki. Fyrsta barn i fjölskyldu hefur hins vegar alltaf sérstöðu miðað við þau sem á eftir koma. Það fær lika gjarnan sérstaka meðhöndlun. M.a. vegna þess er útilokað að foreldrar geti alið næstu börn eins upp. Frumburðurinn hefur alltaf sérstöðu. Frumburðurinn Flestir sem verða foreldrar i fyrsta skipti reyna að kynna sér ýmsa hluti um ungbörn. Þeir lesa bækur um börn og meðferð ungbarna, fara á námskeið ef slíkt er mögulegt, fá upplýsingar frá vinum og vandamönnum o.s.frv. Fólk sem hefur kynnt sér málið vel fyrirfram, áður en barnið fæðist, verður hins vegar oft fyrir vonbrigðum af því að barnið verður allt öðruvísi en það hélt. Hlutirnir verða ekki eins einfaldir og gert var ráð fyrir og ekki er um annað að Ég get verið alveg eins töff og þið!, Ég skal komast í þessar þuxur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.