Vikan - 14.02.1980, Blaðsíða 7
ræða en að prófa sig áfram. Flestir prófa
sitt Iítið af hverju og æfa sig á fyrsta
barni. Allt sem er nýtt fyrir barninu er
líka nýtt fyrir foreldrana. Foreldrarnir
geta ekki byggt á fyrri reynslu og það
veldur því oft að þeir verða óöruggir i
foreldrahlutverkinu. í sumum tilvikum
geta foreldrar tekið mjög ákveðna
afstöðu gegn bami, hvað það má og ekki
má, og gert miklar kröfur um ákveðna
hegðun, en aðrir veita barninu ef til vill
ótakmarkað frjálsræði. Báðar aðferðir
geta verið jafnslæmar og oft lærir fólk
/ Ég er aö fara
/ í níu-bíó.
\ Þú nnátt ekki /
■ koma með!.''
ekki að gera jafnharðar kröfur fyrr en
það eignast fleiri börn.
Það er ekki hægt að komast hjá þvi að
gera ótal mistök þegar um fyrsta barn er
að ræða og er barnið því oft eins konar
tilraunabarn. Margir hafa því spurt sig
að því hvort frumburðurinn verði allt
öðruvísi en systkini hans. Og ýmislegt
bendir til þess.
Tengsl á milli
systkina
Aðstaða fyrsta barns í fjölskyldu er
sérstæð. Það er eitt um foreldra sína,
það fær yfirleitt meiri örvun frá foreldr-,
unum, fær meiri orðaforða og treystir
fullorðnum betur en systkini þess. Það
getur átt auðvelt með að tjá sig, það fær
að leika sér eitt, það er enginn sem rifur
leikföngin af þvi. Það síðastnefnda getur
stuðlað að því að þörf barnsins fyrir leik
þróist I öryggi sem aftur eykur á
ímyndunarafl þess.
En elsta barn getur lent I erfiðleikum
þegar þaðeignast systkini. Mikil afbrýði-
semi er mjög algengt fyrirbrigði hjá
fyrsta barni. En elsta barn styður oft
systkini sin útávið þótt það geti verið
afbrýðisamt og I samkeppni við það inni
á heimilinu. Það er ekki óalgengt að
fyrsta barn hefni sín á yngri systkinum
sínum með þvi að stjórna, slást og rífast.
Hins vegar hjálpa elstu börn líka oftast
systkinum sínum við að leika sér, tala og
greiða úr ýmsum flækjum. En oft eru
það elstu börnin sem ákveða hvað gera
skal og skipuleggja hvernig hlutirnir eiga
aðganga fyrirsig.
Systkini geta ekki orðið
eins
Margar rannsóknir hafa sýnt fram á
að fyrsta barn I fjölskyldu fer frekar I
langskólanám en systkini þess. Þetta á
bæði við um stráka og stelpur. Það er oft
nefnt i rannsóknum að elsta barn eigi
auðveldara með að vinna með öðrum,
auðveldara með að færa rök fyrir hlut-
unum og skipuleggja þá. Það er t.d. oft
nefnt að það geti ekki verið tilviljun að
næstum því allir amerískir geimfarar
hafi annaðhvort verið fyrsta barn eða
einbirni eða 21 af 23 útvöldum. Sagt er
að þeir hafi verið ráðnir af tilviljun og
vegna hæfninnar einnar. Þeir þóttu hafa
sérstaka hæfileika til þess að standast
þær hörðu raunir sem á þá voru lagðar.
Það á að sjálfsögðu ekki við um öll
fyrstu börn að þau verði eitthvað sér-
stök. Það hefur oft gerst að foreldrar
hafi eyðilagt sjálfsmynd og sjálfstæði
frumburðarins með þvi að gera allt of
miklar kröfur til hans. Eða að tilrauna-
barnið hafi eyðilagst vegna sífelldra
mótsagnakenndra skilaboða.
En hver svo sem útkoma uppeldisins
kann að vera þá er og verður fyrsta barn
alltaf aðeinhverju leyti tilraunabarn. Og
það gerir það m.a. að verkum að eitt eða
fleiri systkini geta aldrei orðiðeins.
7. tkl. Vlkan 7