Vikan - 14.02.1980, Page 8
—
FÉLAG
ÍSLENZKRA
HLJÓMLISTAR-
MANNA
útvegar yöur
hljóöfœraleikara
og hljómsveitir
við hverskonar
tækifceri
Vinsamlegast
hringið í
20255
milli kl. 1 og 5
V , , —s
Ferðir og frásagnir
A undanförnum árum hefur það mjög
í aukana færst að landinn hleypi heim-
draganum að vetri til og haldi til Noregs
eða Alpafjalla á skiði. Á þennan hátt
hefur fólki fundist það stytta veturinn
og njóta um leið heilnæmrar hreyfingar
i skemmtilegu umhverfi. Undirritaður
hefur undanfarin ár dvalist I febrúar I
Lech i Austurriki. tvær vikur í senn,
ásamt nokkrum hópi skiðamanna héðan
frá Islandi. Ferðir þessar hafa verið
farnar mikið til á eigin vegunt en þó með
fyrirgreiðslu Útsýnar.
Við komumst auðveldlega á áfangastað
á einum degi. Snemma morguns var
flogið frá Keflavík til Kaupmanna-
hafnar. Eftir 2 tíma bið var siðan flogið
til Zúrich. Síðan var ekið i rútubíl sem
leið lá fram hjá St. Gallen, yfir efri-Rin,
sem er jafnframt landamæri Sviss og
Austurrikis, fram hjá Feldkirch,
Bludens og upp i Arlbergskarð sem er
um 1500 m yfir sjávarmáli. Leiðin til
Lech og nágrannaþorpsins Zúrs er
sprengd inn i þverhníptan hamra-
vegginn út úr skarðsveginum til norð-
vesturs, þar sem skarðið er því sem næst
hæst. Komið var á Hótel Elisabelh um
hálfellefuleytið, þar sem kræsingar biðu
á borðum. Flest af samferðafólkinu
kemur til Lech ár eftir ár. Þjóðverja einn
hitti ég, sem hafði eytt skiðafrii sínu þar
i 14 vetur.
Ástæður fyrir vinsældum staðarins
skulu hér nokkrar tilgreindar:
1. Dalbotninn, sern Lechþorpið er
staðsett í, liggur I 1450 m hæð yfir
sjávarmáli. Lyftur og skiðabrekkur eru
staðsettar við bæjardyrnar. Á morgnana
er fljótlegt og auðvelt að koma sér i
skíðabrekkurnar. Hér er enginn flösku-
háls eða klukkutima biðröð á hverjum
morgni eins og sums staðar á þeim
stöðum sem landinn venur kontur sinar
á.
2 Snjór er öruggur í Lech. Lyftukerfi
staðarins annar vel fólki því er býr á
hótelum og „pensionötum" þorpsins.
Rennandi aðstreymi skíðantanna á
bilum er næsta óþekkt vegna fjarlægðar
frá stórborgum Þýskalands og nálægð-
ar annarra skiðastaða við þær.
3. Viðfeðmi skiðasvæðisins er geysi-
mikið. Þorpið Zúrs er i lyftusambandi
við Lech og skiðapassar hvors þorps
gilda i hinu. Fjallahringurinn er geysi-
stór og hringferð um hann tekur einn
dag. Fyrir skíðamenn þá, sem hafa
gaman af púðursnjó. er hér nóg úr að
moða.
Klassískur stíll og
skór eftir máli
Byggðin i Lech er dæmigert Alpa-
þorp, með lágu risi á þökum, stóru og
myndarlegu þukskeggi og þjóðlegu flúri á
veggjum. Ný hús eru byggð i klass-
iskum, austurriskum stil. Hvergi sjást
hús í þessum ömurlega kassablokkarstil
eða í kóka kóla kassastaflastil eins og úir
og grúir af frá Breiðholtinu og suður á
Costa del sol. Fjögurra alda gömul
kirkja með tilheyrandi turni er i Lech. í
kirkjugarðinum kringum hana eru
grafnir ýnisir frumkvöðlar þorpsins.
nafnkunnir menn eins og Strolz, heims-
þekktur skíðaskóframleiðandi,
Schneider, hóteleigandi og Pfefferkorn,
verslunarmaður, í Lech er vagga austur-
ríska skíðaskólans. Hér iðkuðu menn
fyrstir „wedeln".
Eftir ntiðju þorpinu liggur aðalgatan
með verslunum. bönkum. hótelum og
veitingahúsum beggja vegna. Hér er hin
fræga Strolz skíðavörubúð, Útilíf þeirra
Lechinga. þar sem úrval skiðagalla er
hvað fjölskrúðugast i Alpafjöllum.
en prísarnir eru lika oft I samræmi við
hæð fjallanna. Þarna er líka skódeild
Strolz, þar sem skór eru gerðir eftir ntáli.
Kúnnarnir sitja á upphækkuðunt
bekkjum við útvegg búðarinnar meðan
kattliprir sölusveinar taka mál og sníða
skæðin á viðskiptavinina, sem fá gjarn-
an í höndina hálfpottskrús af öli til þess
að slappa af meðan skógerðin fer fram.
Eftir miðju þorpinu við hliðina á
götunni fellur áin og nafngefandinn,
L.ech. Við lærðum það i landafræðinni i
gamla daga að hún rynni í Dóná og
beina leið i Svartahafið. Austan fjalla-
hringsins fellur vatn til Rínar og þaðan
til Norðursjávar. Við erum sent sagt á
vatnaskilum Atlants- og Miðjarðarhafs.
Menn og kynni
Á ferðum mínum til Lech hef ég
kynnst allntörgu fólki og flestu allmerki
Iegu og sumpart bráðskemmtilegu. Ég
vil fyrst minnast á hana Jónu og hann
Úlla. Þau eru harðgift og eiga eina
myndardóttur, tæplega fermda, sem
heitir í höfuðið á snjónum, Snædis. Jóna
er eins og farfuglarnir. Þegar haustar að
og logndrifan (hér fennir aðeins I logni)
leggst yfir Vorarlberg tekur Jóna sig upp
frá íslandi með dóttur sina og heldur til
Lech til að kenna þar á skiðum. Þetta er
venjulega á útmánuðum. Jóna er sú
flinkasta mannvera sem sést hér á
skíðum. Hún er Ijóshærð með fax niður
á mitt bak, sem flaksast i vindinum
þegar hún vindur sér mjúklega niður
hlíðarnar með nemendaskarann á
hælum sér. Jóna er ofurseld skíða-
bakteríunni og þegar tækifæri gefst frá
skiðakennslu tekur hún á rás ein sins liðs
og þýtur sem kólfi væri skotið niður
hjarnið og nýtur lifsins. Síðla dags, þegar
lyftur þagna og menn renna sér til
byggða, er Jóna búin að skipuleggja smá
„apré ski” eða skiðalok á einhverju
vertshúsi af betra taginu kenndu við
Tannenberg, Arlberg eða Schneider.
Úlli, maður Jónu, er arkitekt heima á
Íslandi. Honum tekur brátt að leiðast, er
kona og dóttir eru horfnar suður í
púðrið. Hann kemur þvi brátt á eftir
þeim. Úlli er kennari I skíðagöngu og er
sérfræðingur í að leiðbeina skrokklinum
meginlandstöntum af malbiki stórbotg-
anna á gönguskiðum, þar sem kúnstin er
að komast eilitið áfram I hverju skrefi án
þess að renna sömu vegalengd til baka.
8 Vikan 7. tbl.