Vikan


Vikan - 14.02.1980, Blaðsíða 9

Vikan - 14.02.1980, Blaðsíða 9
Trylltur skíöa- kennari og brot- inn ganglimur Ekki má svo gleyma honum Pétri. kenndum við Vatnskot í Þingvallasveit. Pétur er nýlega kominn á fullorðinsár. þ.e.a.s. orðinn ellilifeyrisþegi. Hann er ódrepandi skiðabrjálæðingur. sem aldrei nemur staðar meðan skyggni er og lyftur ganga. Pétur var með ntér i Lech i nokkur skipti og eru þær samveru- stundir hvað minnisstæðastar úr þessum reisum. Hann kom albrynjaður i morgunverð og var ætíð fyrstur upp i brekkur. Sérstaklega lagði hann niikið upp úr að vera fyrstur á vettvang þegar nýfallin mjöll lá yfir öllu. Hann vildi nota púðrið ..áður en helvítis troðararnir og pakkið eyðilegðu snjóinn". Pétur hafði yndi af að láta gamminn geysa. skiða hratt og bremsa nálægt fólki. Einu sinni var ég á eftir honum á mikilli ferð. þegar á vegi okkar verður snjótroðari. Pétur vildi skoða gripinn eitthvað nánar og nam snögglega staðar i nokkurra sentimetra fjarlægð frá troðaranum. Geysimikið fát kom á stjórnandann. Úlli er dæmalaus húmoristi og gleði- maður. Þegar ,.fondu"veislurnar voru haldnar á veitingahúsinu Rauða veggnum (Die Rote Wand) var liann forsöngvari og skritluskemmtir. Vertshús þetta liggur um 4 knt fyrir utan Lech og er venja að aka þangað á hestasleðum. Sitja farþegar þá dúðaðir i teppi. hlýja sér á brjóstbirtu og syngja við raust. útopnuðu og splundrar rækilega þessum lærisveinum skíðalistarinnar. Skiða kennarinn trylltist við aðför Péturs og ryðst að honum með lúkuna útstrekkta og gerir sig líklegan til að hjóla í öldung- inn. Pétur misskilur aðförina. rennir sér að manninum, tekur snögglega i hramminn á honum og segir: Góðan daginn. Pétur Símonarson. Greinilegt var að mannskarfurinn hafði engan áhuga fyrir nafni Péturs en hvæsti á hann og hafði i hótunum. Ég var skammt fyrir aftan Pétur: hrópaði á hann að koma sér á burtu, hvað hann gerði allsnarlega og dró ekki af. Pétur er ntyndasmiður góður en gefur sér allt of sjaldan tíma til að sinna þeirri iðju í hita og önn skiðamennskunnar. Eitt sinn var hann að mynda landa I þægilegri brekku. Myndefnið, þriggja álna. 90 kg beljaki. bróderaði brekkuna af mikilli list og hvatti Pétur hann til að koma nær. Leikurinn endaði með þvi að fyrirsætan keyrði myndasmiðinn niður með þeim afleiðingum að annar gang- lintur Péturs brotnaði við ökklann. Pétur sá nú frant á að nú væri skíðamennska fyrir bí að sinni. En þar sem skórinn hélt vel að. færi gott og maðurinn hraustmenni, þá renndi hann sér tvær ferðir á brotinni löppinni. Siðan renndi hann sér að spitalanum. sem stendur við fjallsræturnar i útjaðri þorpsins. Læknirinn spurði nú Pétur, hver hefði flutt liann þangað. Pétur kvaðst hafa rennt sér þangað niður. enda væri þaðgreiðast og hélt þá doktor inn að Pétur væri vitlaus. Hér i Lech eru tvær vikur fljótar að líða. Menn venjast landslaginu og læra örnefni landslags. sem væri lítils virði ef það héti ekki neitt. eins og Tómas sagði I forðum. Nöfn eins og Madloch. Rufikopf. Mohnenfluh og Trittkopf liggja létt á tungunni og gengilbeinurnar á veitingastöðunum uppi i Oberlech verða kunnuglegar. Litarfar samferða- fólksins er nú óðum að breytast úr fölva í roða og síðan i brúnku sem minnir helst á hangikjötslæri eða graflax. Síðasta laugardaginn er vaknað kl. fimm og haldið í rútu til Zúrich og þaðan yfir Kaupmannahöfn og heint. Til Keflavíkur er kornið um fimmleytiðsiðdegis. Ríkaröur Pálsson Sam/okur — Hamborgarar — Lang/okur — Hei/hvertíhorn Köld borð og hvers konar veisluréttir SENDUM HEIM Hann hélt sýnilega að Pétur ætlaði að keyra á sig. Hann snarstansaði, skrúfaði niður rúðuna og hellti úr sér runu af skammar- og blótsyrðum á háþýsku og mállýsku héraðsins. Pétur skildi náttúr- lega ekkert en vinkaði i kauða. hrosti og liélt al' vettvangi á fullum hraða. Morgun einn fór Pétur á undan mér á þettingshraða að venju niður þrönga og isaða brekku. Þarna var samtimis á ferðinni skiðakennari með fimmtán manna halarófu á eftir sér. Skipti það engum togum en Pétur kemur á öllu 1. tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.