Vikan


Vikan - 14.02.1980, Page 16

Vikan - 14.02.1980, Page 16
Ferðir og frásagnir Hildur Jónsdóttir og Helgi Jónsson. SPÁNN, VINSÆLT LAND TIL SKfÐAIÐKANA — Við bjóðum upp á skíðaferðir til 5 landa: Frakklands, Ítalíu, Spánar, Sviss og Austurríkis, sögðu þau Hildur Jóns- dóttir og Helgi Jónsson hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn, er Vikan innti þau eftir möguleikum landans á skíðaferðum til útlanda. — Hægt er að velja um einnar viku, tveggja vikna og tíu daga ferðir. — Þessir skíðastaðir eru ýmist í litlum fjallaþorpum, eins og t.d. Alpbach í Austurríki, eða borgum eins og Innsbruck. Þorpin liggja í frá 700 metra hæð og upp í 2000 metra, og allt þar á milli. Lyftusvæðin eru ævintýraleg, með allt að 60 lyftum sem tengja saman góð skíðasvæði. Hæstu lyfturnar eru í frönsku Ölpunum og Sierra Nevada fjöllunum á Spáni, þar er fallhæð þeirra alltað 1500metrum. — Gistingu er unnt áð fá bæði í litlum fjölskyldugistihúsum og hótelum með hálfu eða fullu fæði. — Helsti skíðatíminn er frá miðjum janúar og fram í miðjan mars. Þá er farið að hlýna og snjórinn ekki eins öruggur. — Allir þessir staðir bjóða upp á fjöl- breytt tómstundagaman auk skíða iðkana. Víða eru reiðskólar, kennsla í svifdrekaflugi, sundlaugar og gufuböð og aðstaða til að iðka golf. Einnig eru víða sérmerktar gönguleiðir og brautir fyrir áhugafólk um skíðagöngu. Skemmtanalíf er litríkt fyrir þá sem enn eiga eitthvert þrek afgangs eftir daginn: danshús, diskótek, þjóðlegar skemmt- anir o.fl. — Við íslendingar höfum hingað til helst bundið Spán við sólarferðir, en Spánn er þó ekki síður vinsælt land til skíðaferða. Og þar er meira að segja hægt að sameina skiðaferð og sólarlandaferð eins og t.d. á Solynieve á Suður-Spáni. Allar okkar ferðir fela í sér flug um London og geta farþegar haft viðkomu þar að vild. Dæmi um verð á tveggja vikna ferð: SÖLL, Austurríki: Frá kr. 280.000 — gisting, hálft fæði. FORMICAL á Spáni: Frá kr. 260.000 — gisting, hálft fæði. SELVA/SANTA CHRISTINA, Italía: Frá kr. 375.000 — gisting, hálft fæði. LES ARCS, Frakkland: Frá kr. 410.000 — gisting, hálft fæði. Verð á tveggja vikna lyftupössum: frá kr. 30.000. Verð á tveggja vikna skíðaskóla: frá kr. 30.000. Miðað er við gistingu í tveggja manna herbergi. Annars tökum við að okkur að skipu- leggja ferðir fyrir hópa hvert sem er og þetta er aðeins lítið sýnishorn af þeim stöðum sem við getum boðið upp á. 16 Vikan 7. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.