Vikan - 14.02.1980, Síða 18
Framhaldssaga
„IMei. Ég kom með flugvél.”
Scott Velie leit á minnisblöð sin.
„Nákvæmlega: Flugfélag Indlands.
Ferð fram og til baka á fyrsta farrými
var borguð af sérstökum, löglegum
reikningi á nafni verjandans í Chase
Manhattan banka. Eins er með allan
persónulegan kostnað síðastliðinn
mánuð, sem er núna, að meðtaldri svítu
þinni á hótel Waldrof-Astoria, sex
þúsund þrjú hundruð og fimmtíu dalir,
eða nálægt þvi.”
Velie leit upp úr minnisbókinni og leit
á vitnið með ruddalegu brosi. „Þetta
kallar maður að lifa flott, af manni
sem hefur snúið baki við freistingum
hins efnislega heims, finnst þér það
ekki?”
Brice Mack stökk á fætur. Honum
blöskraði. En áður en hann gat mótmælt
hafði Scott Velie tilkynnt: „Herra
dómari, ég mun taka tillit til að
kostnaðurinn, sem hr. Pradesh hefur
bakað sér og augsýnilega er hóflaus,
gæti verið álitinn réttur. En samt sem
áður er hér annað atriði, ávísun á
löglegan reikning Elliots Hoover að
upphæð tuttugu og fimm þúsund dalir
og var stíluð á hr. Gupta Pradesh.”
Bill tók eftir að Brice Mack var
brugðið og hann ráðfærði sig i skyndi
viðskjólstæðing sinn.
„Ég spyr þig núna, hr. Pradesh,"
sagði Velie, „fékkst þú I raun og veru
svona ávísun?”
„Já.”
„Og fékkst þú þessa ávisun i skiptum
fyrir vitnisburð þinn?”
„Ég mótmæli hvernig spurningin er
lögð fram,” kallaði Brice Mack, stóð upp
og leit á dómarann með svip sem var
sakleysið uppmálað. „Ég hafði enga
hugmynd um peningaskipti milli sak-
borningsins og vitnisins, herra dómari.
Hvað sem öðru líður þá segir
skjólstæðingur minn mér að peningarnir
hafi verið ætlaðir til mannúðarmála en
aldrei ætlaðir hr. Pradesh til persónu-
legra nota.”
„Herra dómari," greip Velie fljótlega
fram í. „Ég spurði hr. Pradesh
spurningar, ekki verjanda.”
Meðan á þessum orðaskiptum stóð
var svipur Pradesh eins bliður og rólegur
og þess sem hefur farið með sál sína
burtu frá heiminum sem honum finnst
ómerkilegur og dónalegur. Bill fannst
hann vera í dái.
En þar sem þessi mikilvæga spurning
hljómaði eins og móðgun eða dylgjur
var honum að lokuni nóg boðið. Hann
móðgaðist augsýnilega, stóð upp I vitna-
stúkunni og gekk í átt til dyra.
Áheyrendur gripu andann á lofti.
Langley dómari stökk á fætur og kallaði
„Perez lœknir, segjum svo að barn hafi verið
innilokað í brennandi bíl, þar sem gluggarnir
voru lokaðir og eldurinn hindraði flótta. Hefur
þú lceknisfrœðilegt álit á hvort þessar kringum-
stæður gætu framkallað svipuð viðbrögð?”
á eftir vitninu sem var að fara:
„Stansaðu! Þér hefur ekki verið leyft að
fara!”
Pradesh flýtti sér meðfram stúkunni
að útganginum en dyravörður hljóp á
móti honum og tók þéttu taki um fislétt-
an líkama hans. Elliot Hoover stökk upp
úr sæti sinu og ætlaði að frelsa gamla
manninn.
Langley dómari barði æfur með
hamrinum. „Komið reglu á! Verðir,
haldið hinum sakborna í skefjum!"
Þrekvöxnu lögregluþjónarnir tveir
þurftu ekki viðvörun frá dómstólnum til
að skerast í leikinn og flýttu sér að
Hoover sinn úr hvorri áttinni. Frétta-
mennirnir voru allir staðnir á fætur og
einnig kviðdómendur. Brice Mack faldi
andlitið í höndum sér. Það sem hafði
verið ráðgert sem virðuleg fyrirspurn
um trúna á endurholdgun hafði snúist í
ruddaleg áflog. Enginn kviðdómur
myndi taka þetta alvarlega núna.
„Hr. Mack,” sagði Langley dómari
hörkulega. „Ég mun láta þig sæta
ábyrgð fyrir verk vitnis þíns og skjól-
stæðings. Hr. Velie, þú mátt spyrja
vitnið spurningarinnar.”
„Herra dómari,” sagði Scott Velie,
„ég tek spuminguna til baka.” Hann
horfði á vitnið með stórkostlegri fyrir-
litningu og bætti við: „Ég hef engar
frekari spurningar fyrir séra Pradesh!"
Þegar Janice og Ivy kom til herbergis
sins klukkan þrjú hringdi síminn. Það
var Bill í ofsagóðu skapi.
„Mál verjandans er hrunið!” kallaði
hann og lýsti þvi sem gerst hafði.
„Scott Velie vill að þú verðir i
réttinum á morgun. Hvernig hefur Ivy
það?”
„Hún er betri. Hóstinn er hættur!’
„Jæja þá, komdu með hana með þér í
bæinn!"
Þetta kom Janice á óvart. Hún
hikaði. „Hún myndi frekar vilja vera í
skólanumn.”
„Og ég vil frekar hafa hana heima,”
sagði Bill. „Þar sem við getum haft auga
með henni.”
Janice mótmælti. „En við verðum I
réttinum allan daginn.”
„Hún verður nær okkur hér en þar.
Ég fæ hjúkrunarkonu ef þú vilt það. Allt
I lagi?”
Æð sló í gagnauga Janice. Ivy mátti
ekki fara aftur til borgarinnar en hún
vissi ekki hvernig hún ætti að útskýra
ótta sinn fyrir Bill þannig að hann
sannfærðist um að hún væri ekki aðeins
auðtrúa fífl. Allt í einu rétti hún Ivy
símtólið og sagði: „Þú skalt tala við
pabba, elskan.”
Ivy masaði sakleysislega. „En ég get
ekki komið heim núna," sárbændi hún.
„Á morgun er krýning snjókarlsins og
ég get ekki misst af því. Við höfum allar
unnið svo mikið við Sylvester. Gerðu
það, leyfðu mér að vera!” Bænir hennar
unnu smám saman á honum.
„Ó, þakka þér fyrir pabbi,” kallaði
hún. „Og ekki hafa áhyggjur, mér líður I
raun og veru miklu betur.” Ivy leit til
Janice. „Já, hún er hér, ég gef henni
samband.”
„Er þér sama þótt þú skiljir hana eftir
þama?” spurði Bill Janice.
„Já,” sagði Janice ákveðin.
Rödd hans var döpur. „Allt í lagi.
Komdu eins fljótt og þú getur. Ég bíð
með kvöldmat handa þér.”
„Gott.” Janice skellti á og sneri sér að
Ivy. „Við verðum að flýta okkur að
pakka niður ef við eigum að koma þér
aftur til skólans fyrir kaffi.”
„Ég er nú þegar búin að pakka,” sagði
Ivy dálitið óstyrk. „Manstu?”
„Já, Janice mundi eftir því. Það var
erfitt að rifja það upp, sérstaklega vegna
þess að minningin vakti aftur hræðslu-
tilfinninguna sem elti hana miskunnar-
laust siðan Bíll fór kvöldið áður. Það
sem gerst hafði á — hvað — minna en
sólarhring, hafði steypt henni aftur I
hræðslu og örvæntingu.
Það hafði byrjað á sunnudagskvöldið,
eftir að þær Ivy voru komnar í rúmið —
Janice í svefnherberginu, Ivy i næsta
herbergi. Eftir að hafa boðið hvor
annarri góða nótt hafði Ivy spurt:
„Mamma, hvað heitir hún?”
Janice vissi fullvel við hverja Ivy átti,
en samt spurði hún að óþörfu: „Hver?”
„Litla stúlkan hans hr. Hoovers.”
„Audrey Rose.”
Janice fann að Ivy var hugsi.
„Það er fallegt. Heldurðu að hún hafi
líkst mér?”
„Nei,” svaraði Janice snögglega. Svo
flýtti hún sér að binda enda á
samræðurnar. „Eigum við ekki að fara
að sofa núna, elskan?”
„Allt í lagi. Góða nótt.”
„Góða nótt.”
Hún vaknaði við að heitur og bjartur
sólargeisli lenti á augum hennar. Rödd
kallaði: „Mamma!”
Húnsettist upp. „Já, hvaðer að?”
Hún brölti fram úr rúminu, hljóp að
dyrunum og opnaði þær. Hún sá Ivy
standa á náttfötunum á miðju gólfinu í
setustofunni. Það var hræðslusvipur á
andlitinu og hárið var úfið. „Mamma,
dótið mitt er farið. Öll fötin min —
kjólar, gallabuxur, allt!”
„Farið? Hvað áttu við?"
„Því hefur verið stolið!" fullvissaði
Ivy hana. „Öllu!”
„Þaðer ómögulegt.”
„Jæja, athugaðu það sjálf. Einu
hlutirnir sem þeir hafa ekki tekið eru
fötin sem ég var í I gær. Og kápan mín.”
Janice opnaði fataskápinn og sá röð af
herðatrjám. Hún fann rakan svita á
enninu. Hún sneri sér að kommóðunni
og opnaði hverja skúffu til að fullvissa
sig um að þær væru tómar. Þá tók hún
eftir ferðatöskunni sem stóð framundan
rúminu.
„Þeir virðast ekki hafa viljað ferða-
töskuna þína,” sagði hún og dró hana
fram. Hún opnaði smellurnar og lokið
sprakk næstum undan þrýstingi. Föt,
flöskur.burstar, skór, allt mjög vel
pakkað niður.
Hún sneri sér að Ivy og ætlaði að
spyrja hana um þetta, en hætti við þegar
hún sá undrunarsvipinn á andliti dóttur
sinnar, svip sem var algjörlega ekta og
mjög sannfærandi.
„Hver gerði þetta?” spurði Ivy slegin.
„Önnur hvor okkar hlýtur að hafa
gert það.” sagði Janice rólega.
„Éggerði þaðekki!” mótmælti Ivy.
Það var enginn efi I huga Janice.
Einhvern tima nætur hafði Ivy pakkað
niður í ferðatöskuna. Hún var viss um
það og það var enginn vafi á að hún
hafði enga hugmynd um að hafa gert
18 Vikan 7. tbl.