Vikan - 14.02.1980, Blaðsíða 19
það. Væri verkið án vitundar Ivy hlyti
Audrey Rose að hafa verið aflið á bak
við hana.
Pökkuð taska gat aðeins þýtt eitt:
Ferðalag. Var Audrey Rose að ýta Ivy
til baka til borgarinnar? Heim aftur —
og Hoover?'Var þetta ráðagerð hennar?
Og ef svo var. hvernig ætlaði hún þá að
framkvæma það? Tiu ára stúlka, ein á
ferð án peninga?
Ótti hennar var staðfestur seinna um
morguninn. Ivy vildi fara og leika sér á
ströndinni og Janice samþykkti það þar
sem Ivy leið miklu betur. Hún sat og
horfði á Ivy þegar snöggur gustur blés
sandi í augu hennar. Hönd hennar
fálmaði eftir töskunni til að leita að bréf-
þurrku og eftir að hafa þreifað og ekki
fundið hana leit hún niður og
uppgötvaði að hún var i ógáti að
gramsa í tösku Ivy.
Hún fann næstum strax áætlunarból
um ferðir lesta — smáblað um ferðir
lesta milli New York og Westport.
Janice gleymdi sársaukanum í auganu.
Hún flýtti sér að fara í gegnum innihald
töskunnar og dró fram buddu Ivy. 1
henni fann hún tiu dala seðil.
Reiðibylgja fór um hana þegar hún
setti bæði tímaáætlunina og peningana í
sína eigin tösku, þar sem hún vissi að
dóttir hennar hafði tekið þetta þaðan,
ekki sjálf meðvitandi um það, heldur
sem verkfæri Audrey Rose, sem var i ör-
væntingarfullri þörf til að komast til
borgarinnar.
Til að fullvissa sig spurði Janice Ivy
sakleysislega þegar hún kom til hennar:
„Eigum við að fara heim, elskan? Til
borgarinnar, til pabba?”
„Verðég?”
„Langar þig ekki til þess?”
„Nei, ekki núna, gerðu það?” kallaði
Ivy, svo áköf að henni var augsýnilega
alvara. Ég verð að fara aftur í skólann.
Það er svo margt að ske einmitt núna
sem ég get ekki misst af. Á morgun er
krýning snjókarlsins, og á eftir verður
veisla. Gerðu það, mamma!”
„Það er allt í lagi,” huggaði Janice
hana og þurrkaði tár af fölu andlitinu.
„Auðvitað máttu vera kyrr.”
Hún starði í bláu augun sem litu svo
hreinskilnislega í hennar og hún var ekki
i vafa um hver þjófurinn hafði verið —
og hvers vegna. Audrey Rose efldist.
Janice kom á Grand Central stöðina
snemma kvölds og fann fljótlega
leigubíl. Þegar hún kom inn í
fjölbýlishúsið fannst henni hún hafa
verið burtu mánuðum saman.
Hún kom að Bill ljómandi. Hann
gladdist yfir góðum árangri dagsins og
var í veisluskapi. Hanri tók á móti henni
með glaðværð og löngum kossum. Eftir
raunir hennar þennan dag var þetta ná-
kvæmlega það sem hún þarfnaðist.
Það var búið að leggja á borð fyrir tvo
fyrir framan arininn. Kampavín var í
isfötu. Stór, rauð epli og kaldur.
grillaður kjúklingur biðu eftir þeim.
Janice var gagntekin.
„En yndislegt,” sagði hún.
Bill glotti og opnaði flöskuna. Skál
hans var fyrir góðum árangri.
„Við höfum öll þurft að þola helvíti
mikið,” sagði Bill. „Um þetta leyti á
morgun verður þetta búið. Og þegar
það að lokum er búið skal ég bæta þér
það upp, Janice, bæta fyrir allt sem þú
hefur orðið að ganga í gegnum. Ég lofa
þér því.”
Janice fann að hún stirðnaði í örmum
hans þegar hann kyssti hana. Hana
langaði að útskýra fyrir Bill óttann um
að þessu yrði ekki lokið á morgun. Hvað
sem gerðist i réttinum liði langur tími
áður en þessu væri lokið fyrir Ivy og þau
sjálf. En hún hafði ekki kjark til að segja
neitt.
Klukkan var þrjú siðdegis sama dag
og Brice Mack hafði yfirgefið réttar-
salinn og gekk niður langan gaginn í
áttina að lyftunum. Hann hafði verið á
venjulegum fundi með skjólstæðingi
sínum, Elliot Hoover. Hann hafði reynt
að láta hann skilja að mál þeirra væri
næstum því tapað.
„Ekki hafa svona miklar áhyggjur,”
sagði Hoover ákveðinn. „Hvort sem þú
trúir því eða ekki er úrskurðurinn nú
þegar til. Hann var skrifaður löngu áður
en þú komst inn í málið.”
Athugasemdin gerði Brice Mack
bókstaflega orðlausan. Hann hafði litið
á Hoover sem sérvitring, núna efaðist
hann um skynsemi hans. Hann gat samt
sem áður ekkert sagt sem gæti breytt
fullvissu Hoovers.
Þessi fullvissa myndi haldast i minni
Macks það sem eftir væri af ævi hans.
Lyfta kom og svo önnur og út úr henni
kom Reggie Brennigan, sem var fyrrver-
andi lögregluþjónn og sá einkaleynilög-
regluþjónn, sem Mack hafði ráðið til að
rannsaka sjúkrasögu Ivy. Seinna myndi
Mack brjóta heilann um þá tilviljun að
lyfturnar komu nákvæmlega á sama
tíma.
„Ah! Þarna ertu, góði minn.” Gamla
löggan andaði' daufri vínlykt framan i
Mack. „Eger meðsvolítiðhanda þér.”
Hann rétti Mack umslag sem innihélt
ljósmyndir af skjölum sem voru skrifuð
með flausturslegri rithönd. Hann fór i
gegnum slatta og stoppaði við eitt. Það
var ljósmynd af skjalaopnu og nafnið
„Templeton” var prentað þvert yfir
framsíðuna.
Næstu fimm minútur fékk lög-
fræðingurinn nógu margar staðreyndir
úr skjalinu til að sannfærast um að
þarna lægi varnargarðurinn i máli hans:
bráðnauðsynlega frumatriðið sem
vantaði.
„Hvar fannstu þetta efni?” spurði
hann Brennigan, æstur í skapi.
„Þar sem það hefur verið síðustu sjö
árin — í skjalasafni Park East sál-
lækningastofunnar.
„Talaðirðu við þessa Vassar lækni?"
„Nei, hún er látin. Ég talaði við lækni
að nafni Perez. Hann var vanur að
aðstoða hana, veit allt um málið.”
„Við getum aldrei komið með þetta
sem sönnunargagn. Þessi frásögn er
trúnaðarmál.”
Brennigan tók fram annan skjala-
bunka. Það voru ljósrit af skatta-
eyðublöðum fyrirárið 1967.
Undrun Macks var takmarkalaus.
Hann fletti á blaðsíðuna, sem leynilög-
reglumaðurinn benti honum á, og fann á
tveim línum tilvitnunina til sál-
lækningastofunnar og strax fyrir neðan
atriðið þar sem Templetonhjónin
misstu rétt sinn til að hindra að
nákvæm sjúkrasaga Ivy yrði lögð fram
sem sönnunargagn.
Að sjá manninn með olifulitu húðina
koma inn um dyrnar á réttarsalnum rétt
fyrir klukkan niu á þriðjudeginum,
hræddi Bill Templeton. Hann var viss
um að hafa séð þennan mann einhvers
staðar. Hann var ekki viss hvar, aðeins
að andlitið var kunnuglegt og ósjálfráð
viðbrögð hans voru snöggur ótti.
Svo þegar Brice Mack stóð upp til að
kalla vitni sitt fyrir mundi Bill eftir að
þeir höfðu hist á Park East sállækninga-
stöðinni þegar Ivy var í meðferð hjá
Vassar lækni.
„Ég kalla fram næsta vitni mitt,”
sagði Mack. „Gregory Alonzo Perez
lækni.”
„Viltu skýra frá fullu nafni þínu?”
spurði Mack vitnið.
„Gregory Alonzo Federico Perez.”
„Og hvaðstarfarðu?”
„Ég er sálfræðingur."
Bill fann að Janice greip um hönd
hans.
„Ertu kunnugur máli sem varðar
sjúkling að nafni lvy Templeton. Hún
fékk meðferð hjá Vassar lækni tímabilið
frá 12. desember 1966 til 23. september
1967?”
Scott Velie greip fram í. „Þetta er
einkamál, herra dómari."
Mack skaut fljótlega inn í. „1 þessu
máli er til skjal sem heimilar að gögn
læknisinsséu birt.”
„Kemur ekki til mála," sagði Velie
hvasst, „aðforeldrar Ivy Templeton hafi
leyft það, herra dómari.”
Mack sagði: „Herra dómari, ég er
viðbúinn að bera fram til sönnunar skjöl
sem gefa til kynna uppgjöf þagmælsku á
milli læknis og sjúklings.
„Eitt, krafa samin af hr. og frú
Templeton á hendur Manhattan
tryggingarfélaginu. Tvö, tryggingar-
krafan búin til af Manhattan tryggingar-
félaginu fullgerð af Vassar lækni og
viðurkennd af tryggingarfélaginu. Og í
þriðja lagi hin skrifaða viðaukaskýrsla
varðandi sálarröskun Ivy Templeton,
sarnin af Vassar lækni og viðurkennd af
Manhattan tryggingarfélaginu, allt eftir
beiðni Templetonhjónanna."
Velie kallaði: „Þaðer ekki marktækt.
Það var aðeins gert til að fá tryggingarfé
til að borga kostnað við lækninguna.”
„Þau geta ekki átt kökuna og borðað
hana,” áminnti Langley dómari
7. tbl. Vikan 19