Vikan


Vikan - 14.02.1980, Síða 23

Vikan - 14.02.1980, Síða 23
í líkama þínum að linast og losna. Fljót- lega verðurðu svo þeytt, svo þreytt að þér er sama þótt þú sofnir. Er þér sarna þótt þú sofnir, Ivy?” „Já, það er allt í lagi,” svaraði Ivy. Já, Ivy var sama, hugsaði Jancie. Jafnvel þótt sálfræðingarnir með allri sinni visku litu á hana sem barn hafði Ivy strax skilið tilgang rannsóknarinnar. „Þeir vilja dáleiða mig til að vita hvort Audrey Rose lætur mig gera alla þessa brjálæðislegu hluti." „Þú þarft ekki að gangast undir þetta,” sagði Janice henni. „En ég vil það,” hafði hún svarað og augu hennar voru alvarleg og áköf. „Ég verð að vita hvað er rangt við mig.” Það var satt að segja undravert, hafði Janlee hugsað, hvernig Ivy hafði líka orðið viljandi hluti af samsæri Audrey Rose. Fyrst Scoti Velie, siðan Bill, siðan Hoover, siðan Langley dómari og núna sjálft fórnarlambið. Var það mögulegt að aðeins hún, Janice, hefði séð fyrir meininguna á bak við við siðasta leik Audrey Rose? Hún hafði talað við Langley dómara, hún hafði talað við læknana. Þeir höfðu allir farið með hana eins og hún væri móðursjúk kona og fullvissuðu hana unt aðekkert myndi koma fyrir Ivy. Enginn þeirra vildi samþykkja að hætta við til- raunina. Sem síðasta úrræði hafði hún læðst án þessaðsjást inn i herbergi lvy. „Náðu í kápuna þína,” hafði hún sagt við lvy. „Við ætlum út. Ég ætla ekki að láta þig ganga í gegnum þetta!” „Mamma!” Orðið hafði sprungið i táraflóði. „Mamma. ég verð! Skilurðu ekki? Ég verð að gera það! Gerðu það! Gerðu það!! Rödd hennar brast i þungum ekka. Janice starði blinduð á útgrátið andlit- ið og reyndi að viðurkenna þá staðreynd að það var engin hjálp til fyrir lvy, enginn möguleiki um hjálp fyrir barnið hennar. Það var ekki hægt að stöðva Audrey Rose. „Ég vil að þú slappir af," hélt Perez læknir áfram þýðum rómi. Perez læknir var með vasaljós og smám saman lyfti hann geislanum upp með hægri hendisinni. „Horfðu á ■ Ijósið núna, lvy. Haltu áfram að horfa á það. Núna byrjarðu að finna að augnlokin þyngjast. þér finnst erfiðara og erfiðara að halda augunum opnum. Þau vilja lokast.. . byrja að lokast. . . " Janice heyrði hjarta sitt slá meðan hún horfði á dóttur sína yfirgefa smáni saman vilja sinn að boði þessa ókunnuga manns. „Farðu nú aftur að þriggja ára af- mælinu þinu. Einn . . . tveir. . . þrir. Þú ert núna í þriggja ára afntælinu þinu, Ivy.” Bros þirtist á vörum Ivy og á eftir fylgdi hávært barnamál sem endaði í skellihlátri. „Ég vinn! Ég vinn!”skrækti hún. „Mjög gott, Ivy,” hrósaði læknirinn henni. „Farðu nú svolítið aftar i timann. Þú ert tveggja og hálfs árs gömul og þú átt erfitt með að sofa. Farðu aftur að nóttinni þar sem slæmu draumarnir byrja. Þig dreymir núna sama drauminn og þigdreymdi þessa nótt.” Svipur Ivy harðnaði smárn saman. Hún byrjaði að titra. Hún andaði ótt og títt. Kjökrið kom næst. „Mamma, pabbi, mamma, pabbi, heitt, heitt. ” „Allt í lagi, Ivy! Farðu úr slæma draumnum!” skipaði Perez læknir. „Það er morgunn, draumurinn er búinn!” Kjökrið hætti. Andlitið byrjaði að slaka á. „Gott, Ivy, gott. Slakaðu nú á, slakaðu á, vertu róleg. Ég vil að þú farir aftar og aftar í tímann núna. Farðu aftur i timann, Ivy, að timanum áður en þú fæddist. . . áðuren þú fæddist.” Endurtekningin, hljóðfallið sem smeygði sér inn, ákveðin óviðráðanleg skipunin olli smám saman yfirþyrmandi sinnuleysi í barninu. Augun voru klemmd saman, höfuðið hvildi á öxlinni. hendur hennar spenntust hægt saman eins og þegar maður biðst fyrir og hnén drógust upp að bringunni. Þetta var uggvænlega likt fósturstellingum. Augnablikið var rafmagnað. „Aftur. aftur, aftur í tímann,” héldu orðin táktföst áfrani. knýjandi, biðjandi. ýtandi, „aftur til þess tíma áður en þú varðst til sem þú sjálf. Aftur i tímann þegar þú varst ekki lvy, aftur til þess tima þegar þú varst einhver önnur. . . ekki lvy heldur einhver önnur — aftur í tímann þar til þú getur munað, munað, munað. . . þú ert ekki Ivy heldur einhver önnur. Hver ert þú?” Þetta var rangt hugsaði Bill. Ef þetta var ekta þá var það rangt. Hvað hafði hann gert barni sínu. þessari elskulegu prinsessu? „Ég vil að þessi tilraun sé stöðvuð. hr. Velie!” Hann var staðinn upp. ..Hverert þú?" „Ég vil að þetta verði stöðvað!” skipaði Bill. „Hr. Velie, Langley dómari — heyrið þið í mér?” En jafnvel þótt þau heyrðu gat enginn hreyft sig því þau sátu öll dáleidd, þögul af geðshræringu. Barnið sat núna teinrétt á sófanum með augun galopin og starandi. Hún var skelkuð á svipinn og sveimaði á milli ótta og gleði, leitandi varlega að manneskju sem var rétt hjá. „Hver ert þú?" hélt röddin miskunnarlaust áfram, knýjandi, kastandi henni áfram á leið hennar. Allt í einu fraus andlit hennar. Augun urðu ennþá stærri, ntunnurinn slakaði á og bros breiddist smám saman yfir andlitið sem lýsti af daufri gleði eins og hún væri á heimleið. Hún var komin — loksins. „Mamma?” kallaði rödd barnsins. skær og hvöss. Hún hló hátt af fögnuði. „Mamma! Mamma!” Það var á þessu augnabliki sem Janice lokaði augunum og byrjaði að biðja fyrir þeim sem voru látnir. „Ó gud. eiginleiki þinn er alltaf ad hafa miskunn og þyrnta. vid sárbœnum þig audmjúklega fyrir sálu þjóns þins, lvy Templeton. sem þú hefur á þessum degi skipad ad fara burtu úr þessum heimi. . . „Mamma, mamma, mamma,” sagði barnaleg röddin aftur og aftur en tónn inn breyttist. Tónninn, sem hafði verið. glaðlegur, breyttist smánt saman í kvíða og móðursýki. . „Mantma, mamma, mamma!" skrækti röddin og hækkaði frá hræðslu í hávært skelfingaróp. .... aö þú afhendir hana ekki óvininum né gleymir lienni en skipir svo fyrir ad hinir heilögu englar taki á móti henni.. . „Mammaaaa!” Orðið endaði i öskri sem var svo mikið að hljóðneminn á veggnum brast. „Það er allt í lagi, Ivy!” sagði Perez læknir. „Þú munt yfirgefa þessa minningu núna! Skilurðu mig, lvy!” „Ekki Ivy!” hvíslaði Hoover rántur. „Hún er ekki Ivy!” „Mammaaa!” Óp hennar skárust í gegnum loftið og likaminn kastaðist upp úr sófanum eins og rekinn áfram af einhverju óviðráðan- legu afli. loks skall hún í gólfið. Allt í kringum Janice marraði í stólum. Fólk stóð upp. Dauðaþögn vará meðan allir biðu eftir hræðilegum afleiðingunum. „Ó. drottinn. frelsadu hana frá hörku réttlcelis þíns. Ó. drottinn. frelsaöu hana frá langvarandi harmi. . . Perez læknir, sem var mállaus af undrun, fann aftur fyrir nálægð embættis sins og lagði titrandi fingur sína á púls barnsins.' „Þú munt vakna núna, Ivy!” skipaði hann með rödd sem var óörugg. „Þegar ég tel upp að fimnt munt þú vakna og verður úthvíld og þér mun líða vel. Einn. . . . tveir. . . .þrír. . . fjórir. . . . fimm. . . . Vaknaðu Ivy!” „Ekki Ivy, ekki Ivy.” ntuldraði Hoover kvíðafullur, „Einn,. . . tveir. . . . þrir.. . ” „Frelsaöu hanafrá logunum." Augu hennar opnuðust. Hún sat teinrétt. Það var ótti í augunum. sem opnuðust betur, nasavængirnir titruðu, andlitið afmyndaðist í hviksjá svipbrigða — hræðsla, ótti, skelfing. Ópið braust út eios.og byssuskot, og hún skipti sér ekki af þrábeiðni læknisins. Líkami hennar snerist og rann svo úr höndum hans. Hún brölti á fætur og sá spegilinn. Hún hljóp strax að spegilntynd sinni. Hún leit snöggt á óttaslegið andlitið. í staðinn fyrir ópið kjökraði hún: „Mamnta, pabbí. mamma, pabbi, heitt, heitt. heitt!” Ó drottinn. J'relsaöu hana frá þessu hræðilega veini. . . „Mamma pabbi, mamma, pabbi, pabbi, pabbi, heitt. heitt, heitt!” Veinið sem barst í gegnum hljóðnemana. vein sprottið af kvölum og skelfingu, kom skriðunni af stað og fréttamennirnir flýttu sér uppstigann. Janice stóð upp. Það var kominn tími til að fara. Það tæki hana aðeins tvær mínútur að komast. Hún hafði tekið tímann fyrr. Þá yrði það búið. 1 áhorfendaherberginu beindust augu allra að því sem var að gerast hinurn megin við rúðuna. Hún lamdi i rúðuna en dró hendurnar grátandi til baka. Hún öskraði, barðist um og klóraði: „Pabbi, pabbi, pabbi. heitt, heitt, heitt!” Hoover kallaði: „Ég er hér!” Hann brölti yfir stóla og menn og reikaði að rúðunni. Bill var sem frosinn. hann starði þögull meðsekt i svipnum. „Heitt. heitt, heitt!" Tryllingsleg röddin varð daufari, fölvinn á andlitinu breyttist i roða, hún rak upp hræðilegt óp, hóstaði, hún var alveg að kafna, greipum hálsinn. „Pabbiiir Kvölin i sál hennar braust út i einu löngu og endanlegu kvalaópi. Hoover hrópaði: „Audrey!” þreif stól, sveiflaði honum af afli að þeim hluta rúðunnar sem var lengra frá og braut hana í mola. Gangurinn fyrir framan áhorfenda herbergið var troðfuilur af fréttamönn- um „Leyfið mér að komast frant hjá,” bað Janice. I>egar þeir sáu hver hún var þögnuðu þeir og viku fyrir henni. Hálfdimmt hérbergið huldi hana i kæfandi loftleysinu, þegar hún nálgaðist hægt fólkið sent hafði safnast saman í hálfhring. Þetta voru andlit sem hún þekkti vel: Scott Velie, Brice Mack, Langley dómari. vörður Hoovers, kviðdómendurnir tólf. hvert andlit end- urspeglaði dapurleika, ótta og vantrú. Og Bill — að lokurn Bill — stóð einn, starandi út i loftið. Höfuð snerust. Stigur ntyndaðist. Janice þrengdi sér. Einhver greip um upphandlegg hennar, stöðvaði hana. Hún leit niður á barnið sitt, á sina eigin yndislegu Ivy sem lá núna svo kyrr og án þess að anda í örmurn Elliots Hoover. „Það er allt í lagi.” sagði Hoover. „hún er róleg núna.” Rödd hans var róleg og undarlega sannnfærandi. „Það er allt í lagi núna,” endurtók hann og bauð henni styrk og huggun trúar sinnar, léði orðunum endanleg úrslit sönnunar. orð sem voru svo kraft- mikil að þau voru óvefengjanleg. á meðan hann þrýsti að sér kyrrum, lif- lausum líkama — barns þeirra. ENDIR 7. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.