Vikan


Vikan - 14.02.1980, Blaðsíða 24

Vikan - 14.02.1980, Blaðsíða 24
Smásaga Smtasœla eftir Christina Green Þegar Dave bað hennar hafði hann um leið lýst fjörlega fyrir henni nokkrum af skyldum bóndakonunnar . . . Og hún hafði kysst hann bros- andi og séð framtíð sína fyrir sér í glæstum draumi. Tiu ára gamli sonur hans Berts birtist í eldhúsdyrum gamla sveitabæjarins og Anne leit dauflega á hann meðan hún synti upp úr hveitidjúpi brauðsins sem hún var að reyna að baka. Snjórinn hafði komið í veg fyrir að bíll bakarans kæmist áfram svo hún stóð nú fyrir framan gömlu matreiðslubókina hennar tengdamóður sinnar og hveiti- forðann sem Dave hafði keypt síðast þegar hann fór í kaupstaðinn. Gamli fornfálegi bakarofninn leit út eins og svart skrimsli. Hún dró hugsanir sinar frá stökkum brauðhleifum og geri; hvað var hann nú aftur kallaður þessi drenghnokki sem tvísté við dyrnar og sagði eitthvað á þýðri sveitamállýsku sinni sem hún skildi ekki fullkomlega? Jim — John — Jake — einmitt, já, Jake var það vist. „Fyrirgefðu, Jake. Ég heyrði ekki vel hvað þú varst að segja.” Snjórinn fauk yfir tröppurnar. Jake brosti feimnislega og reyndi aftur. „Ég verð að fara núna, frú. Teið er tilbúið hjá mömmu. Ég er búinn að gefa kálfunum. Æ, já — það er gömul ær í garðinum, sem er komin að burði . . Hann brosti, dró hettuna yfir dökkan kollinn og gerði sig líklegan til brott- farar. Anne stöðvaði hann. „Jake! Bíddu augnablik — ærin — hvað með ána?" „Hún er rétt að byrja, frú. Það er ekki langtaðbíða.” „En — getur þú ekki verið kyrr? Ég á við.að ég veit ekki . . . og hr. Sheriff er ekki hérna. Hann bjóst ekki við að ærin bæri strax ...” „Það er liklega kuldinn,” sagði Jake tvistigandi um leið og hann velti þvi fyrir sér hvernig hann ætti að komast undan þessari einkennilegu borgarkonu hans hr. Sheriffs. „Jake, hjálpaðu mér!"Húnvar hrædd. „Mamma er tilbúin með teið, frú .. .” Hann hörfaði og jók hraðann. Anne Sheriff sá að hún hafði tapað. Hann var bara krakki og það var ekki hægt að búast við of miklu. Hún kastaði sjali yfir herðar sér, stóð lengi I dyra- gættinni og starði tómlega út i rökkrið. Það snjóaði enn en ekki mikið. Stórar snjóflygsur féllu mjúklega til jarðar og bráðnuðu við fætur hennar. 1 hundraðasta sinn síðan hún gifti sig á siðasta ári velti Anne því fyrir sér hvort ástin ein væri nóg til þess að koma henni I gegnum það sem eftir væri ævinnar, niðurbeygð eins og hún var, borgarstúlk< sem skyndilega er komin upp I sveit og þarf að sinna störfum bóndakonunnar. Þegar Dave bað hennar hafði hann um leið lýst fjörlega fyrir henni nokkrum skyldum bóndakonunnar: „Gefa hænsnunum, sjá um eggin, sjá um pappírsvinnuna. Nú, það verður víst nóg, elskan min, ég vil ekki að þú missir áhugann.. Og hún hafði kysst hann brosandi og séð framtíð sína i glæstum draumi. Hún myndi ganga I ullarfötum og fallegum sveitakjólum og það yrði alltaf grænt og hlýtt I svcitinni. Fyrsti veturinn var harður og Anne hafði strax orðið fyrir vonbrigðum. Kuldinn i gamla húsinu nisti hana inn að beini. Gegnumtrekkur og lausir gluggar þöndu enn frekar spenntar taugar hennar. Hún reyndi að gera húsið nýtiskulegra en gamlir siðir deyja ekkisvoglatt. „Mamma var alltaf vön að gera þetta I höndunum,” var Dave vanur að segja þegar hún stakk upp á að þau fengju sér þeytivindu eða nýja ryksugu. Og svo var sveitavinnan erfið, I hennar augum fólst skemmtileg vinna ekki I þvi að burðast um I forinni með mjaltaáhöld. Og svo var það þorpið. Þorpsbúarnir voru alls ekki þetta einfalda lifsglaða fólk sem hún hafði gert sér I hugarlund eftir að hafa horft á sjónvarpsþætti um sveitalif. Hún uppgötvaði fljótlega að þeir voru alveg jafngreindir og marg- 24 Vikan 7- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.