Vikan


Vikan - 14.02.1980, Qupperneq 25

Vikan - 14.02.1980, Qupperneq 25
brotnir og aðrir meðlimir mannkynsins. Og alveg jafnhnýsnir og óþolandi! Hún sá það á svip þeirra og skildi á orðum þeirra að þeir voru þegar farnir að undrast hvers vegna hún var ekki orðin vanfær, hvers vegna Dave fékk ekki soninn sem hann þráði svo. Hún fór hjá sér og hún varð óörugg. Þeir virtust aðeins líta á hana sem stóðhryssu. hugsaði hún beisklega með sér, frjósemislind sem ætti að nota til þess að koma með nýtt blóð i hjörðina. Sonur. Anne hristi af sér tilhugs- unina. Sonur til þess að halda nafni Sheriffættarinnar við og taka við býlinu þegar Dave yrði gamall. Sonur, hugsaði Anne í örvæntingu, til þess að binda hana ævilangt við þetta einhæfa og gleðisnauða líf. Hugurinn reikaði aftur til Jakes og föður hans, Berts, fjósamannsins. Bert var eini vinur hennar meðal þorpsbúa. eini Ijósgeislinn á dapurlegum tíma. „Bert, bíllinn fer ekki í gang!” ,,Ég skal líta á hann, frú, um leið og ég er búinn að reka kýrnar.” „Bert, hvaðer að hænunni? Bert, það er allt í sóti í eldhúsinu. Bert — Bert!" En nú lá Bert í rúminu heima hjá sér ásamt gömlum óvini sinum, flensunni. „Ég fæ hana alltaf í janúar, frú. Það er vist best að ég leggist í rúmið með heitt toddi og sinnepsbakstur. Jake litli mun koma til ykkar og hjálpa húsbónd- anum við kýrnar.” Hún velti því brosandi fyrir sér hvort Bert hefði skítugu húfuna sina á höfðinu i rúminu; hún hafði aldrei séð hann án hennar. Svo hætti hún að láta hugann reika og kaldur raunveruleikinn blasti nú við henni. Ær að bera í þessu veðri og hvorki Bert né Dave til þess að bregðast við þvi. Aðeins hún, borgarstúlkan sem vildi ekki bleyta á sér hárið og var dauðhrædd við skepnur. En kannski kæmi Dave fljótlega til baka. Það var þegar farið að rökkva — brátt yrði ekki næg birta til þess að hann gæti haldið áfram að vinna. Þá mundi hún að hann hafði talað um að líta inn hjá Beerhjónunum í vinnumannabústaðnum hinum megin á landareigninni. Hann yrði þar i minnst hálftíma. Hann sæti þar við skíðlogandi eld frú Beers, sem aldrei ósaði, og borðaði kökumar hennar, sem alltaf lyftu sér og litu út eins og verðlauna- kökur. 1 huganum sá Anne fyrir sér bollurnar sem hún bakaði sjálf, þær komu alltaf út úr þessum Ijóta ofni flatar og óætar. Ærin gæti dáið meðan Dave sæti þarna og æti bollur. Það væri óntögulegt fyrir hana að loka einfaldlega dyrunum og snúa sér aftur að deiginu á eldhús- borðinu. Ég er kannski sjálfselsk, hugsaði Anne, en ég get ekki látið neitt deyja. Skyndilega tók hún ákvörðun, hún skellti á eftir sér hurðinni. Hún flýtti sér að setja deigið í bökunarmót og setti það svo inn í ofninn. Þar gæti það svo eyðilagst meðan hún færi og liti á ána. Með hjartslátt og skjálfandi hendur dró Anne sjalið þéttar að öxlum sér og fór í stígvél. Hún gekk út í rökkrið og tók með sér vasaljósið sem alltaf var í gluggakistunni. Anne bjástraði við hliðið. Grindin var alveg að detta i sundur. — Bert, hvað meðgarðshliðið? Hún öslaði djúpa forina, sem ekki hafði enn náð að frjósa þrátt fyrir snjóinn. Hún stansaði skyndilega, hún vissi ekkert hvert hún ætti að fara. Gráir skuggar risu upp og kindurnar styggðust þegar þær sáu hana. Sauðburður hafði byrjað í lok desember. 1 fyrstu hafði hún verið spennt og litlu hrokknu verurnar höfðu snortið hana þegar þær kölluðu titrandi röddu á ljótu og vitlausu mæður sínar. Hún hafði haft eitt lamb i eldhúsinu í nokkra daga meðan móðir þess var veik. En Dave hafði algjörlega litið eftir því, hitað handa því pelann og gefið því og hún hafði ekki gert annað en klappa þvi stöku sinnum á hrokkinn kollinn. Hún hafði aldrei séð dýr fæðast. Hún vissi varla við hverju hún mætti búast. Hásar stunur komu hjarta hennar til þess að slá hraðar. í skoti nálægt henni lá eitthvað sem líktist gráu ullarhrúg- aldi. Anne gekk hratt þangað og lýsti með vasaljósinu á ána sem var að bera. Kringlótt augu litu upp og horfðu i augu hennar og hún fann hvernig hrollur fór um allan líkama hennar. Einhvern veginn hafði hún ekki búist við að skepnan hefði einhverjar tilfinningar . . . og hún var alls ekki reiðubúin að sinna skepnu sem var í svo augljósri neyð. Hún hafði imyndað sér að hjálpin yrði allt öðruvísi, hún hafði alls ekki gert ráð fyrir blóði, svita eða tárum. Hún vildi ekki blanda sér í þetta. Anne sneri til baka og reyndi að gleyma þessum biðjandi augum. Hún gekk aftur að hliðinu, óð forina á ný og sagði ákveðin við sjálfa sig að hún ætlaði að hringja í dýralækninn. Það var hlut- verk dýralæknis að taka á móti lömbum, en alls ekki borgarstúlku. En forin togaði í stígvélin hennar og snjókornin féllu niður um hálsmál hennar og minntu hana á að hún var ekki lengur borgarstúlka. Hún bjó uppi i sveit núna og lifði öðruvísi lifi. Hún var langt frá borgar- Ijósunum og þægindum borgarinnar. Var hún ekki eiginkona Daves? Átti hún ekki ást hans örugga? Hann vann fyrir hana og lét sér annt um hana. Og hvað gaf hún í staðinn? „Ekkert!” hrópaði Anne skyndilega þegar allt stóð nú allt i einu Ijóst fyrir henni. „Ég hef þegið en ekkert gefið, fylgst með atburðunum án þess að taka þátt i þeim." „Taka þátt í þeim." Orðin nístu hana, hún snerist á hæli og gekk aftur aðánni. Hér var nokkuð sem hún gat gert. Verk sem hún hræddist. En hún ætlaði að gera það. Fyrir Dave, fyrir hjóna- band þeirra. Og síðast en ekki sist fyrir ána sjálfa. Anne skalf í hnjáliðunum og fingur hennar voru ískaldir en hún var ákveðin ogskýrí hugsun. Hún kraup á raka jörðina. Tíminn leið án þess að hún tæki eftir því, meðan hún hlúði að ánni og hvatti hana. Loks gaf ærin síðasta átakið, slakaði siðan á og andaði ótt. Eins og af eðlishvöt lyfti Anne nýfæddu lambinu varlega upp og lagði það við höfuð móður þess. Aldrei fyrr hafði hún fundið til slíkrar sigur- gleði. Ærin lá dauðþreytt en um leið og henni barst þefur ungviðisins að vitum lyfti hún höfði, nasaði af því og tók siðan að sleikja það. Hún karaði lambið gróflega og hressti það til lífsins. Hún blés yfir það til þess að halda því heitu og Anne fylgdist með, djúpt snortin. Hún kraup stirð á jörðinni og tárin runnu niður kaldar kinnar hennar. Kraftaverk fæðingarinnar bræddi hjarta hennar og hún gladdist af heilum hug. Hún fylltist gleði og grét um leið. Kalt blautt trýni vakti hana til veru- leikans. Hundurinn Bess hafði hlaupiðá undan Dave. Hún heyrði hann kalla utan úr myrkrinu á bak við hana og hún lyfti höfðinu hægt. Hún hafði gleymt Dave, rétt eins og öllu öðru á jörðinni. „Anne? Anne . . .” Og svo var hann kominn að hlið hennar og þreytulegur og áhyggjufullur svipur hans hvarf í brosi. Anne rétti honum hönd sína og hann tók í hana og dró hana á fætur. „Er allt i lagi með þig, vinan? Ég vissi ekkert hvert þú hefðir farið.” Hann angaði af fjósalykt og vélaoliu og hún elskaði hann af allri sál og líkama. Hún brosti voteyg og tók þétt i hönd hans. „Það er allt í lagi með mig. Það var ærin . . . það var alveg að koma . . . Jake sagði mér að hún væri byrjuð. Og þú varst ekki tilstaðar.” Dave sleppti hönd hennar blíðlega og kraup niður. Æfðir fingur hans þreifuðu á nýtæmdum kviði kindarinnar, sem var að kara nýfætt lambið sitt. „Ég vissi að það var að konta að þessu en ég komst ekki fyrr. Það verður allt í lagi með hana núna.” Hann stóð upp og lagði handlegginn yfir hana og skýldi henni fyrir vindinum sem blés á þau. Hann starði út i myrkrið sem var allt i kringum þau. „Þaðer hætt að snjóa. Áttin hefur breyst. Það rofar bráðum til.” „Dave . . ." sagði Anne skjálfrödduð, en þagnaði svo. Hún reyndi aftur. „Ég vissi ekki að . . . ég á við . . . ég hef aldrei séð fæðingu áður. Það er — þaðer dásamlegt.” Dave dró hana til sín og horfði inn í sindrandi augu hennar. Hún hafði Þýtt: Emi! Örn Kristjánsson breyst. Eins og henni hefðu veriðgefnar milljón krónur. Eða eitthvað ennþá betra. Hann kyssti nefbrodd hennar með köldum vörum sínum. „Ég veit ekki hvað það er dásamlegt," tautaði hann, glaður og undrandi í senn. „Það er allavega óþrifalegt. Þú verður fyrirtaks Ijósmóðir — það er heill hópur kominnaðburði." Anne hló og tók i handlegg hans meðan þau gengu heim að húsinu. j einni svipan hafði allt í heiminum snúist til hins betra. Hún sá nú fyrir sér mikil- væga framtíð. Bærinn varðað blómgast. Skepnurnar urðu að fjölga sér. Kornið varð að vaxa. Og hún, Anne, borgar- stúlkan, varð að breytast í dæmigerða bóndakonu. sem æli af sér feita og sterka syni sem hjálpuðu Dave þegar hann færi aðeldast. Sonur. Orðið söng i huga hennar eins ogfagnaðarhljómur. Dave opnaði dyrnar fyrir hana, Anne gekk inn og fór að draga af sér forug stígvélin. „Mmmmm." Dave þefaði út í loftið. „Varstu að baka? Eitthvað er það sem lyktar vel.” „Æi, brauðið!" Hún reif upp ofndyrnar. Það var örugglega allt brennt. En hún fylltist gleði þegar hún tók mótið út úr gamla ofninum. Brauðið var fallega brúnt og lostætt að sjá. Það var án efa stórkostlegt dæmi um heima- bakstur. Dave sparkaði af sér stígvélunum, hengdi upp úlpuna sína og lét sig svo falla i stólinn við eldinn, þar sem faðir hans og afi hans á undan honum höfðu hvilt sig frá erfiði dagsins. Og eins og allar bóndakonur höfðu gert á undan henni gekk Anne að gamla svarta suðukatlinum og tekatlinum, sem alltaf var við höndina. „Viltu te, góði?” spurði hún blíðlega og hann umlaði: „Ummm, já takk,” áður en hann lokaði augunum í tíu mínútur: tiu minútur áður en hann yrði að fara aftur út og líta á nýfædda lambið og harðgera og rólynda móður þess. Klukkan fyrir ofan arininn tifaði hljóðlega og lífið í sveitinni hélt áfram á sinn ævagamla hátt. ★ Skop Loksins koma fræin sem ég pantaði í fvrra! 7- tbl. Vikan 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.