Vikan


Vikan - 14.02.1980, Síða 26

Vikan - 14.02.1980, Síða 26
Vikan á neytendamarkaði Hvað kostar skíða- útbúnaður í dag? FYRIR BÖRN OG UNGLINGA: Austurrísk skifli frá Hagan á 31.700 krónur. Skiðastafirnir eru svissneskir, frá Leki, á 8.400 krónur. Skiðaskórnir frá Dynafit, austur- rískir og kosta 24.600 krónur. Suewe bindingar frá Austurriki, án stoppara á 21.900 krónur. Fœst í Skáta- búflinni við Snorrabraut. Þar sem þetta blað er helgað skíðaíþróttinni þótti okkur tilhlýðilegt að gefa nokkra hugmynd um hvað skiða- útbúnaðurinn kostar. Hér er einungis rætt um skíðin, skíða- stafina, bindingar og skíðaskó, en að sjálfsögðu verður útbúnaðurinn dýrari þegar farið er að ræða um skíðagalla, gleraugu, húfur og allt það sem fæst á markaðnum. Við leituðum til þriggja verslana i þessu sambandi. Þær eru Skátabúðin. Snorrabraut 58-62, Sportval, Laugavegi 116 (við Hlemm) og Útilíf í Glæsibae, Alfheimum 74. / þessum verslunum er mikið úrval af skíðavörum og afgreiðslu- fólk með sérþekkingu leiðbeinir kaup- endum um val á skíðavörum við þeirra hæfi. Hér er ekki œtlunin að ráðleggja eða benda á að eitt sé betra en annað. við ællum einungis að gefa tesendum hugmynd um hvað vörurnar kosta idag. í Skátabúðinni skoðuðum við fyrir börn og unglinga skíði á 31.700 krónur, Leki skíðastafi á 8.400 krónur. skíðaskó frá Dynafit á 24.600 krónur, en unglingar geta einnig keypt skiðaskó sem ætlaðir eru fyrir fullorðna og kosta þeir allt frá 27.000-112.000 krónur. Fyrir fullorðna skoðuðum við compact skíði frá Kástle á 66.200 krónur, Leki skíðastafi á 9.200 krónur, skíðaskó frá Dynafit á 38.400 krónur og bindingar frá Marker sem kosta án stoppara 29.900 krónur en með stoppara 39.500 krónur. Að síðustu litum við á göngú- útbúnað í Skátabúðinni, en skíðaganga hefur færst mjög í aukana á síðustu árum. Skilom gönguskíðin þurfa ekki áburð og er sama verð á öllum stærðum, 38.700 krónur. Einnig eru fáanleg keppnis-gönguskiði frá Skilom’ sem kosta 67.000 krónur. Stafirnir eru úr fíber, frá Skilom og kosta 6.970 krónur, en bambus-skíðastafirnir eru ódýrari, kosta 3.900 krónur. Skórnir eru frá Jarl og kosta 26.000 krónur en eru einnig til hærri og kosta þá 29.000 krónur. Einnig eru fáanlegir ferðaskór frá Kikut sem eru sterklegri og vandaðri og kosta þeir 41.900 krónur. Bindingarnar frá Skilom kosta 4.900 krónur. Væntanleg- ar eru í Skátabúðina Marker keppnis- bindingar í svigi og er áætlað að þær muni kosta um 80.000 krónur. Næst lá leiðin i Sportval við Hlemm og skoðuðum við þar Atomic skiði fyrir börn í stærð L50 sem kosta 35.900 krónur. Þau fást einnig í L10-L40, kosta 33.210 krónur og eru væntanleg í I.70 og munu þá kosta tæpar 40.000 krónur. Einnig fást skíði frá Cadet i 1.30-1.80 og kosta þau frá 34.950-48.665 krónur. Stafirnir frá Dethleffs fást i 1.05 og 1.10 og kosta 3.950 krónur. Bindingarnar eru frá Salomon á 22.870 krónur og skórnir frá Caber, fást í nr. 30-34 á 19.850 krónur og nr. 34-39 á 23.850 krónur. Einnig fást Caber-impact skíðaskór í nr. 39-46 sem kosta 25.440 krónur. Fyrir fullorðna fengum við Atomic skíði i 1.70-2.00 á 65.520 krónur og einnig fást compact skíði í 1.60-1.75 á 65.860 krónur. Skiðastafirnir eru frá Dethleffs, fást í 1.15-1.35, kosta 6.970 krónur og eru með öryggishandfangi, en á mörgum stöðum erlendis er skylda að vera með slíka stafi. Skórnir eru með svokölluðu „bio-system”, þar sem púði í hæl tekur mesta höggið af hælnum. Einnig er veltingur i innleggi sem tekur mesta álagið af hnénu og kosta skórnir í stærð 39-46 38.950 krónur. Bindingarnar heita Salomon 444 og kosta 32.440 krónur. Fyrir kvenfólk er mælt með nettari skóm sem heita Caber-Elite og kosta þeir 37.880 krónur. Gönguskíðin sem við skoðuðum heita Atomic-Leader og eru sérstaklega vönduð. Þau fást i 2.00-2.15 og kosta 62.830 krónur. Einnig eru fáanleg Atomic-Step skíði, þau eru með þrepum og þurfa þar af leiðandi ekki áburð, með stálköntum og kosta 53.660 krónur. Cross gönguskíði eru einnig með þrepum og kosta 39.870 krónur. Skórnir eru frá Caber, lágir og ófóðraðir kosta þeir 14.695 krónur, en háir og loðfóðraðir kosta þeir 18.655 krónur. Bindingarnar frá Caber kosta 7.750 krónur. Að lokum nutum við hjálpar afgreiðslufólksins í Útilífi í Glæsibæ. Þar skoðuðum við fyrir börn og unglinga fíber-skíði frá Alfa, þau eru 1.00-1.75 og kosta frá 33.500-42.500 krónur. Artis- Variant skíðin eru tréskíði, fást frá 1.50- 1.75 og kosta 23.000 krónur og einnig eru til skiði frá K2 og Blizzard sem kosta frá 45.000-75.000 krónur. Stafirnir eru frá Ertl, með öryggishandfangi og kosta 6.200 krónur. Bindingarnar frá Look. með stoppara kosta 28.100 krónur, en barna og unglingabindingar kosta allt frá 25.600 krónum upp í 42.000 krónur. Nordica skiðaskórnir fást í nr. 28-41 og FYRIR FULLORÐNA: Austurrísk compact skifli frá Kástle á 66.200 krónur. Skiðastafirnir heita Mirage-Leki og kosta 9.200 krónur. Skórnir austurriskir, Dynafit, á 38.400 krónur og bindingar þýskar, frá Marker, mefl stoppara á 39.500 krónur. Fæst i Skátabúðinni við Snorrabraut. 26 Vikan 7. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.