Vikan


Vikan - 14.02.1980, Qupperneq 34

Vikan - 14.02.1980, Qupperneq 34
Fimm mínútur með Willy Breinholst REYNSLU- PRORÐ Þegar himnafaðirinn útdeildi fegurðinni til kvenmanna á morgni hins fyrsta dag, ákvað hann, að þær skyldu ekki allar fá sama skammt af slíku. Það væri nauðsynlegt, að hægt væri að sjá einhvern mun. Og það var auðvelt að sjá á Trínu. Uppbeygt nef, hár sem leit út eins og tryggingastofnunin hefði borgað reikninginn fyrir háralit- unina, gráblá undrun slegin augu — alveg án þeirrar friðsælu dýptar, sem oft ein- kennir gráblá augu — svolítið skakkur munnur og alltof lítil hringlaga gleraugu í stál- umgjörð. Þar við bættust oddmjóir olnbogar og líkami með vöxt eins og straubretti — sem sagt Trína. En hvað um það, þótt maður líti ekki út eins og Brigitte Bardot, getur maður þó orðiðástfanginn. Og svo varð Trína ástfangin. Hann hét Björn og var einn aðalkallinn í einum af bönkun- um. Fallegur strákur, með sítt hár, en hafði yfir sér heiðarlegan svip. Stífpressaðar buxur og vel burstaðir skór. Það er nokkuð, sem maður sér ekki of mikið af hjá ungu kynslóðinni nú til dags, og Trína færði honum það til tekna í áliti. Ekki þar fyrir, að hann var þegar að því er virtist svo gallalaus, að Trínu fór að finnast það grunsamlegt. Hvað gekk honum raunverulega til? Svona smart strákur. Þegar hann hefði fengið vilja sínum framgengt, myndi hann snúa við henni baki og finna sér aðrar. Var hægt að treysta honum? Trína tók honum hreint út sagt með töluverðum fyrirvara, þegar hún var búin að hugsa málið. Hún var ákveðin í, að þetta yrði ekki meira en ein leikhúsferð, ein bíóferð og kannski einhver hávaði á diskó- teki. En hvað svo, ef hann krefðist fulls endurgjalds fyrir þá peninga, sem hann hafði lagt í þetta? Þessar spurningar urðu æ áleitnari og hrönnuðust upp. En einhver lausn eða uppgjör virtist ekki vera í sjónmáli fyrr en kvöld eitt, þegar þau höfðu þekkst í hálft ár og voru að skoða litmyndir frá þvi, þegar hún var í húsmæðraskólanum. Björn hafði verið eitthvað undarlega friðlaus allt kvöldið, hverju sem það var annars að kenna. „Heyrðu Trína,” sagði hann skyndilega og greip í hendurnar á henni á mjög hátíðlegan hátt — „finnst þér ekki að við ættum að verða við?” „Verða við?” ' „Já, fjandinn hafi það, við erum búin að þekkja hvort annað í bráðum hálft ár og mér gengur ekkert með þig.” „Hvaðáttu við?” „Það sem ég á við er það, hvort ég eigi að vera hér þangað til snemma í fyrramálið?” Björn gekk hreint til verks. Hið unga hjarta Trínu fór að hamast í brjósti hennar, án þess að hún réði neitt við það. Svei mér þá — hún gæti bara ekki sagt já við svonalöguðu. Rödd skynseminnar hvíslaði að henni, að nú mætti hún ekki láta plata Skapið er með þyngra móti þessa dagana og er aðalorsökin fólgin í því aðlíf þitteraðverða um of venjubundið. Þér er nauðsynlegt að breyta um stefnu í veigamiklum atriðum. Tillitssemi er ekki þín sterkasta hlið þessa dagana. Reyndu að setja þig í spor annarra og gerðu þér grein fyrir að það hafa fleiri en þú nógmeðtimannað gera flesta daga. Ferðalöngunin er alls ráðandi í huga þér og þú lætur þig dreyma um heitari staði. Það er hin mesta firra að veturinn hafi ekki sína ákveðnu kosti ef vel er að gáð. Einmanaleikinn, sem hefur ásótt þig að undanförnu, er víðs fjarri. Þér hefur loksinS lærst að félagsskapur er nokkuð sem maðurinn verður að bera sig eftir af sjálfsdáðum. Taktu ekki að þér störf sem eru þér mjög á móti skapi og þér finnst jafnvel óþörf. Einhver nákominn reynir að fá þig til að gera hluti sem hann forðast sjálfur eftir megni. Lausmælgi gæti valdið þér miklum erfiðleikum. Veldu þér trúnaðarvini af varkárni og gættu þess að ef um breytingar er að ræða séu þær óyggjandi til batnaðar. Miklar kröfur eru gerðar til þín en þó ætti þér ekki að verða skota- skuld úr þvi að ráða við verkefnin, enda um að ræða ýmislegt sem kemur þér sáralítið á óvart. SporAdrckinn 24.okl. 2.Vnó\. Gerðu þér grein fyrir að það geta ýmsir aðrir haft rétt fyrir sér lika og tvær hliðar eru á hverju máli. Flafðu hemil á neikvæðu hugarfari gagnvart hinu óþekkta. Itoijnijöiirinn 2-1.nót. 21.dcv Fljálpsemi við aðra reynist þér um tima fjötur um fót en varla ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þvi. Þegar til lengdar lætur muntu liafa óvæntan hagnað af öllu saman. Siciniíciiin 22.ocs. 20. jan. Athafnir þinar stjórnast af einstæðri heppni og því ættirðu að fara mjög varlega í allar veigamiklar ákvarðanir varðandi framtiðina. Flafðu hugfast að ekki er allt gull sem glóir. \alnsl>crinn 21.jan. I'í.fchi. Erfiðleikar steðja að og þér gengur nokkuð vel að ráða fram úr vandanum. Skynsemin segir þér að trúa ekki öðrum fyrir vanda- málunum og reynist það giftudrjúgt síðar. Fiskarnir 20.fchr. 20.mars Óvæntir atburðir bregða lit yfir grámyglu hvers- dagsleikans og nú er um að gera að grípa gæsina meðan hún gefst. Sumir atburðir fara fram úr þinum björtustu vonum. 34 Vikan 7. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.