Vikan


Vikan - 14.02.1980, Page 36

Vikan - 14.02.1980, Page 36
Vikan og Neytendasamtökin Það er að ýmsu að hyggja þegar við kaupum okkur s};íðaiitbúnað. Yfirleitt aðstoðar verslunarfólkið viðskiptavinina fúslega og býr yfir góðri þekkingu á þeirri vöru sem á boðstólum er. en ekki sakar að við vitum svolítið sjálf um hvað er talinn heppilegur búnaður. Það er sannarlega eitt og annað sem athuga ber eins og á eftir að koma fram hér á eftir. Til að byrja með verðum við að gera okkur grein fyrir því hvort við ætlum að nota okkar skíðaútbúnað aðallega til að ganga í troðinni slóð á nokkrum hraða og þjóta svo heim í sturtuna eða hvort við ætlum að fara í lengri ferðir með malinn um öxl og kanna ótroðnar slóðir. Sá, sem hugsar sér fyrri kostinn, á auðvelt með val. Við veljum mjó skíði. ca 50 mm og létt. Hentugustu binding- arnar eru svokallaðar tábindingar og lágir, léttir skór. Bindingar og skíðaskór er yfirleilt framleitt samkvæmt ákveðnum staðli. Nordic Norm er staðall fyrir gerð bindinga og skiðaklossa. Sólabreidd og bindingar má fá i þrem ólíkum stærðum. Skiðaskór samkvæmt Nordic Norm passa beint inn i bindingarnar. Það þarf því ekki að hugsa um annað en velja skó og bindingar af sömu stærð. Verndið fæturna Þið ættuð að forðast að nota skíðaskó og bindingar sem keppnismenn nota. Skórnir einangra yfirleitt afar illa og hætt við að manni verði illilega kalt. Sólarnir eru svo þunnir að manni verður kalt um leið og maður stígur á skíðin og fer af stað i snjónum. Skósólarnir þurfa að vera það þykkir að hægt sé að ganga á þeim í snjó og sólarnir munstraðir. Sléttir, hálir sólar eru afar óheppilegir. Athugið að kaupa svo rúma skó að pláss sé fyrir innlegg (illepp) og þykka ullarsokka. Frá tá og fram í skóinn þarf að vera 5-10 mm bil, þvi fóturinn rennur fram í skóinn á göngunni. Lausamjöll — breiðari skíði Þeir göngumenn sem kjósa að fara af troðinni slóð eiga erfiðara með að fá heppilegan búnað. Bæði þurfum við hærri skó og aðra gerð bindinga. Mjó skíði sökkva i lausamjöll og lágu skíðaskórnir fyllast af snjó og verða strax gegnvotir. Það er líka erfitt að stjórna skíðunum i lausamjöll ef eingöngu eru notaðar tábindingar. Utan troðinna slóða er rétt að nota skíði sem eru a.m.k. 60 mm breið. jafnvel breiðari. Hjá Útilifi í Glæsibæ var okkur tjáð að þeir seldu aðallega Lítid eht um skíðaútbúnað Áhugi manna hér á Fróni fyrir skíðaíþróttinni virðist aukast með hverju ári sem líður. Okkur hefur nú skilist gildi útivistar fyrir líkamlega og andlega heilbrigði okkar og það er tvímælalaust mikil nautn að hreyfa sig á skíðum. En það skiptir miklu að útbúnaður sé réttur og vel valinn. Með það í huga er þessi grein samin og þá einvörðungu með tilliti til þeirra sem stunda göngur, hvort heldur er í troðinni slóð eða ótroðinni. eina breidd gönguskíða og væru það 75 mm breiðskíði. Skíöaskórnir þurfa að ná upp fyrir ökklaliðinn og sólinn má vera þykkari en á lágu skónum, sem áður voru nefndir. Ókostur þeirra klossa, sem eru með þykkari sólum, er að erfiðara er að sveigja þá og erfitt að nota tábindingar eingöngu. Einnig getur sólinn verið svo þykkur að hann koniist einfaldlega ekki i þær tábindingar, sem á boðstólum eru. Þá má hugsa sér gormabindingar upp á gamla móðinn. En slíkur búnaður þykir víst ekki boðlegur alls staðar. Reyndar eru framleiddar gorma- bindingar með tábindingum samkvæmt Nordic staðli en erfiðara er að fá skíða klossa með þykkum sóla samkvæmt sama staðli. •En það er ekki bara vegna þess að skíðamaðurinn á auðveldara með að stjórna skíðunum að hann þarf myndar- legri skó til lengri ferða. Það er kalt að plægja ógengna vegu. Skórnir eru á kafi í mjöllinni og það er erfitt að halda hita á fótunum. Þess vegna er mikilvægt að eiga myndarlega skó, sem einangra vel og hægt er að setja i innlegg og nota stóra, þykka sokka í. Skórnir geta verið hvort heldur vill fóðraðir eða ófóðraðir. Fóðraðir skór einangra betur gegn kulda en eru lengur að þorna ef þeir blotna. Fóðrið slitnar lika nokkuð fljótt og alveg eins rétt að treysta frekar á góða ullar- sokka til að halda á sér hita. í kulda eru leðurskór yfirleitt hagstæðir en nauðsynlegt að vatnsverja þá svo þeir drekki ekki eins i sig raka. Siðari hluta vetrar og á vorin, þegar snjórinn verður blautari, verður erfiðara að halda sér þurrum í leðurskóm, jafnvel þó þið vatnsverjið þá vandlega. Vatnið smýgur inn við saumana og einnig gegnum leðrið. sem ekki helst þurrt ef um lengri ferðir er að ræða í blota. Þeir sem gjafna vilja nota sér snjóinn sem allra lengst og fara á stúfana hvernig sem viðrar ættu að útvega sér skíðaklossa úr gerviefni. Gallinn við gerviefni er þó sá að hætt er við fótraka og viðbúið að nú blotni maður innan frá í staðinn. Skór úr gerviefni einangra verr gegn kulda en leðurskór og þvi þarf að velja skóna svo stóra að hægt sé að vera i aukasokkum. Sumir framleiðendur fóðra með leðri eða einhverju öðru efni skó úr gervi- efnum. Það leiðir til þess að skórnir eru hlýrri en erfiðara að þurrka þá. Skíði og stafir Þegar við veljum skiði og stafi þurfum við fyrst og fremst að athuga að fá rétta lengd og einnig breidd hvað varðar skiðin. Lengd á skíðum og stöfum ákveður hver fyrir sig út frá eigin hæð, en breiddina með tilliti til til hverra nota við ætlum skíðin. Hér á eftir er tafla sem sýnir rétta lengd á skíðum og stöfum fyrir göngumenn. Þeir sem eru óvanir ættu að velja styttri skíði en þeir sem lengra eru komnir geta valið lengri. Hæð Lengd skiða Lengd stafa undir — 10 sm — 30 sm 125 sm + 10 sm 125 til + lOtil — 35 sm 150sm + 20 sm yfir + 20 til — 35 til 150sm + 35 sm — 40 sm Ekki þarf annað en leggja uppgefnar tölur við eða draga þær frá eigin líkamshæð. Hvað varðar breidd skíðanna höfum við áður bent á að mjó skiði henta aðeins í troðinni slóð en breiðari skíði velja þeir sem ætla að nota skíðin til 36 Vikan 7. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.