Vikan - 14.02.1980, Síða 47
Að sjá liti
I. Ljósgjafi er það fyrsta sem þarf til
að sjá liti. Ljósið er í sjálfu sér ósýnilegt
og hefur engan lit, en samsetning þess
ákveður hvaða litaáhrifum við verðum
fyrir.
II. Upplýstur flötur. Ljósið verður að
endurkastast frá fleti ef við eigum að
upplifa litina. Flöturinn hefur i sjálfu sér
engan lit, hann heldur eftir einhverju af
Ijósinu og sendir afganginn í burtu, m.a.
til augna okkar.
III. Litaupplifun. Augun fanga
endurskin Ijóssins og senda boð til
heilans og þá fyrst verður til litur. Síðan
gefur heilinn merki um hvað viðsjáum.
Að velja liti
Það er ekki hægt að gefa neina reglu
um hvaða litir séu fallegir og hverjir
Ijótir, þvi litasmekkur okkar er svo mis-
munandi og mörg atriðin sem taka
verður tillit til. Að óska sér einhvers
kerfis um hvað sé Ijótt og hvað fallegt er
það sama og að mismuna sköpunargleði
sinni og neita sér um þá ánægju sem
felst í því að kanna nýjar leiðir, þvi við
höfum þörf fyrir breytingar, annað er
stöðnun.
Þrátt fyrir allt eru ýmis litaáhrif sem
við getuni sagt að séu okkur sameigin-
leg.
Fyrst skulum við gera greinarmun á
dökkunt litum og Ijósum.
Ljósir litir:
— endurkasta miklu Ijósi
— taka i sig litinn hita
— gefa skarpa skugga
— virka stækkandi á formin
— skapa létt áhrif
Dökkir litir:
— taka i sig mikið Ijós (krefjast meiri
lýsingar en Ijósir fletir)
— taka í sig mikinn hita
— virka minnkandi á formin
— þurfa ljósa liti til að skapa kontrasta
— veita tilfinningu fyrir þyngd og
hlýju.
Liti sem eru hvorki sérstaklega Ijósir
eða dökkir köllum við sterka eða gráa
liti.
Sterkir litir:
— eru yfirleitt áberandi
— þurfa hlutlausa eða mótsetta liti til
að fájafnvægi
— geta virkað þreytandi á stórum
flötum, þegar til lengdar lætur.
Gráir millilitir:
— virka rólegir
— þurfa kontrast í ljósu og dökku
— virðast oft breytast við mismunandi
Ijós vegna þess hversu daufir þeir
eru.
Hlýir litir:
— hafa langt litaendurskin í hreinum
útgáfum (gult, orange og rautt) og
sjástfyrr enaðrirlitir
jgf VERIÐ VELKOMIN fgfj
á skíðasvæði KR-inga Skálafelli
SKÍÐABREKKUR
VIÐ ALLRA HÆFI
6 LYFTUR
VIÐ BJÓÐUM í
SKALANUM:
Kaffi - kókó -
brauð — pylsur —
gos o. m. f I.
RÚTUFERÐIR
eru reglulegar um
helgar. Upplýsing-
ar í símsvara um
veður og færð í
síma 22195.
OPtÐahr
. helgarfrikl. 10 laugard.
ti kl. 18
ÉllBBBllfÉ sunnud.
IIÍIÍÉgfjl GISTING í
Jlj : skábnum
l* um heigar
aöeins fyrir
fébgsmenn og gesti
þetrra.
SKIÐADEILD
SKÁLAFELLI
Þetta er liklega læknastúdent!
7. tbl. Vlkan 47