Vikan


Vikan - 14.02.1980, Page 50

Vikan - 14.02.1980, Page 50
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran Þegar Matthew Manning lauk fyrstu bók sinni og lýsti því sem gerðist i kringum hann árið 1974 var hann jafn- gamall Halldóri Laxness, þegar fyrsta bók hans kom út: átján ára. Hins vegar bendir ekkert til þess að Matthew verði frægur skáldsagnahöfundur, eins og Halldór. Nei, hann er miklu líklegri til þess að skrifa fremur sönn ævintýri, þar sem hann sjálfur er söguhetjan. Og þeim sögum er líklegra að visindamenn hafi áhuga á fremur en bókmenntarýnendur. Þ.e. að segja þeir vísindamenn sem hafa áhuga á rannsóknum sálrænna afla i manninum. Matthew Manning er nefnilega gæddur svo fjölþættum sálrænum hæfi- leikum og í svo ríkum mæli að afar sjald- gæft hlýtur að teljast. Undur þau sem gerst hafa í sambandi við hann eru furðulegri en nokkur skáldsaga. Á miðöldum hefði slíkur maður vafalaust endað á bálkestinum sem magnaður galdramaður. í návist Matthews Mannings hafa ýmiss konar hlutir farið á kreik með óskiljanlegum hætti, flust til innan og milli herbergja. Aðrir hafa birst að því er virtist úr lausu lofti í vitna viðurvist, án þess að nokkur vissi, hvaðan þeir væru komnir. Hvers konar áletranir hafa birst á veggjum og jafnvel I lofti í herbergjum Matthews og á heimili foreldra hans. Mannanöfn með ártölum, sem oftast reyndust vera dánardægur viðkomandi manna. En sumir þeirra virtust hafa verið eigendur hins gamla húss sem fjöl- skylda Matthews bjó í. Matthew stundaði nám í heimavistar- skóla á þessum árum og þar tóku að gerast hvers konar undur. Stór og þung tveggja manna stálrúm fluttust til með piltum í svefnskála þeirra og hvers konar hlutir birtust i lausu lofti, jafnvel hnífar sem flugu gegnum loftið og enginn vissi hvaðan komnir væru. Þessi ókyrrð var næstum orðin því valdandi að Matthew yrði rekinn úr skóla, þótt hann hefði vitanlega enga stjórn á þessum fyrir- bærum. Þessari ókyrrð linnti ekki fyrr en Matthew tók að skrifa ósjálfrátt, en þá virðist sá kraftur í honum , sem nauð- synlegur var til þess að hreyfing hlut- anna gæti átt sér stað, hafa farið í það að framkvæma hina ósjálfráðu skrift, því þá komst aftur á kyrrð í kringum hann. Með þessum hætti náði hann valdi á fyrirbærunum, sem voru farin að verða hættuleg fyrir framtíð hans I skólanum. En hins vegar dró það ekki úr undrun fólks, þegar hann fór að skrifa ósjálfrátt, því þá tóku að birtast á blöðum hans hvers konar boð, að því er virtist frá látnu fólki. Boð þessi voru margvísleg og misjafnlega merkileg. Sum voru ÓVENJULEG ÓFRESKIGÁFA UNGS MANNS skilaboð til eftirlifandi ættingja og meðal þeirra boð frá afa Matthews sjálfs, sem lýsir í einstökum atriðum með hverjum hætti lát hans bar að höndum og hvað hafi svo gerst fyrst eftir að hann yfirgaf líkamann. Langflest þessara boða voru þó frá fólki sem Matthew hafði aldrei áður heyrt getið um og þekkti ekkert til og á ýmsum mismunandi tungumálum, jafnvel tungumálum sem Matthew hafði aldrei lært og ekkert botnaði í. Þau varð þvi að þýða. Öll voru boðin skrifuð með allt annarri rithendi en Matthews og I þeim tilfellum, sem hægt var að ganga úr skugga um það hvort rithöndin hefði í rauninni tilheyrt viðkomandi (eins og í tilfellinu með afa Matthews) þá kom í ljós að þetta var rithönd hins látna. Það sem ekki vakti minnsta athygli þess sem Matthew skrifaði ósjálfrátt voru boð hans og handrit á arabisku. Þessi handrit voru send til athugunar arabiska prófessornum Suheil Bushrui við ameríska háskólann i Beirut. En honum þótti þau svo athyglisverð, að hann gerði sér sérstakt erindi til Lundúna til þess að fá að kynnast þessu máli nánar. Hann kvað handritin vera frá mjög ólíkum persónum. Allt frá krafsi ómenntaðs manns til hinnar list- rænustu skriftar hámenntaðra manna. Það var skoðun Bushruis prófessors, að með öllu væri útilokað að þessi handrit hefðu verið skrifuð eftir minni. En meðal þessara boða var að finna frásögn sem ef til vill er eitt hið dularfyllsta í öllum þeim boðum sem Matthews tók við í ósjálfráðri skrift, en það er frásögn ensks arkitekts, sem kvaðst heita George Laing og hafa verið myrtur í Saudi Arabiu. Þá má bæta því hér við, að Matthew ■gerði einnig margar myndir og teikning- ar ósjálfrátt (en var persónulega lélegur i teikningu). Hann virðist hafa tekið við þessum teikningum eða þær gerðar með hendi hans af látnum dráttlistamönnum, þvi myndirnar voru alltaf merktar höfundi, og reyndust sumir þeirra hafa verið heimsfrægir menn. Sérfræðingar sem skoðað hafa myndir þessar og teikningar geta ekki útskýrt hvernig þessi átján ára drengur gæti farið að stæla myndir, sem minntu þá þegar á hina frægu menn sem virtust hafa merkt sér myndirnar. Þeim lesendum sem erfitt eiga með að trúa því, sem hefur sagt verið frá vil ég benda á það, að í þessu máli var snemma leitað aðstoðar og ráða manns, sem mark er tekið á, dr. Georges Owens. Hann er hámenntaður vísindamaður, sem auk þess að vera líffræðingur, stærðfræðingur og erfðafræðingur er talinn sérfræðingur i þeim fyrirbærum, sem kennd eru við þýska orðið poltergeist. Þetta þýska orð er myndað af nafn- orðinu polter, sem táknar háreysti, læti, gauragang og orðinu geist, sem þýðir andi. Orðið táknar því anda, sem hefur truflanir I för með sér. Þær lýsa sér í ýmiss konar hávaða, svo sem höggum sem heyrast í borðum og veggjum, fiutningi á húsgögnum og hlutum og fleiru þess háttar. Það sem oft einkennir þessi fyrirbæri er viss hrekkvísi sem fram kemur oft í þeim, eins og til dæmis, þegar rúm eru reist á rönd eða þungir skápar færðir fyrir dyr og þess háttar. Stundum kemur fram viss kímnigáfa, eins og þegar hnífapör sem vandlega hafa verið borin á borð finnast á gólfinu í nákvæmlega sömu röð og reglu. Því er svo farið um móðurmál okkar, íslenskuna, að það fer illa á því að taka upp í málið óbreytt erlend orð, eins og til dæmis orðið poltergeist, sem flestar þjóðir hafa tekið upp óbreytt úr þýskunni. Ég hef því leyft mér að nota í staðinn islenska orðið ærslandi (saman- dregið úr ærsla-andi), sem verður víst að teljast nýyrði í jDessari merkingu. , 1 skýrslu sinni virðist dr. Owen ekkE, vera i vafa um það að fyrirbærin sem gerst hafa kringum Matthew Manning séu ærslanda-fyrirbæri. Hann bendir á það, að undanfarin tvö hundruð ár a.m.k. hafi verið skráðar frásagnir, mjög vel vottfestar, af slíkum fyrirbærum og kveðst ekki vera í nokkrum vafa um það að þau séu sönn, þ.e. að þau hafi í raun og veru gerst, en hafi hvorki stafað af ofskynjunum né fjöldasefjun. Hvað snerti þann hávaða eða hljóð þau sem stundum komi fram, þá kunni fólki að detta í hug, að slíkt gæti stafað af eðlileg- um orsökum, svo sem þenslu eða samdrætti í viðum gamalla húsa, vatni í leiðslum o.þ.h. En doktorinn segir að í yijög mörgum tilfellum sér hávaðinn með þeim hætti að slíkt komi alls ekki til gfeina. Hins vegar flýtir hann sér að bæta því við, að það sé engan veginn Ijóst að þetta stafi af öndum. (Það er skýring sem vísindamaður verður um fram allt að forðast!) Eftir þvi er orðið poltergeist satt að segja ekki sem heppilegast. Samkvæmt skýrslu dr. Owens er eina skýring hans sú, að fyrirbærin stafi af einhverju dularfullu afli, sem enginn viti hvers eðlis er. Þetta er þó vissulega enginn smákraftur, þvi þegar tvö hundruð punda þungu rúmi er lyft þarf a.m.k. til þess tvö hundruð punda kraft. Hann telur að þessi kraftur eigi með ein- hverjum hætti rætur sinar að rekja til einhverrar viðstaddrar persónu (sem oft er unglingur), sem þannig valdi fyrir- bærinu algjörlega án vitundar sinnar. Þótt dr. Owen að vísu telji sig skorta hæfni til þess að dæma um ýmsa þætti þeirra fyrirbæra sem gerðust i kringum Matthew Manning, sökum þess að þau liggi utan þess sviðs sem hann er sér- fræðingur á, þá vill hann nú samt forða mönnum frá þeirri villu, að nokkrir andar geti verið að verki í ærslandafyrir- bærum. Hann rökstyður það með þessum hætti: í „hreinum” ærslanda-fyrirbærum sé það sjaldgæft að sá sem t hlut á sjái vofu látins manns. Sömuleiðis virðist hann ekki fá neinar hugsendingar eða boð frá látnum eða öðrum verum. Þá falli enginn i „miðilstrans” þegar atvikin gerist. Þá sé ekki heldur, eins og á fundum spiritista, þörf á rökkvuðum herbergjum og hring samúðarríkra fundarmanna. Ærslanda-fyrirbærin gerist i fullri birtu o.s.frv. Ég vil nú leyfa mér að gera nokkrar athugasemdir við þessar skoðanir hins lærða doktors. Enskum vísindamanni, sem telur sig vera sérfræðing á vissu sviði dulrænna fyrirbæra, ætti að vera orðið kunnugt um það, að fjöldi miðla starfar án nokkurra „rökkvaðra herbergja” og þeir ná fullum árangri án þess. Slíkt er einungis óhjákvæmilegt, þegar reynt er að framkalla líkamninga, og er það í fullu samræmi við eðli fyrirbærisins. Upplýst vera getur ekki sést í fullu dagsljósi fremur er rafmagnsljós eða annað ljós. Þá er það sem hann kallar „miðilstrans” engan veginn alltaf nauðsynlegur. Huglæknar eru til dæmis miðlar og gegnum þá streymir lifskraftur 50 Vikan 7. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.