Vikan


Vikan - 14.02.1980, Side 51

Vikan - 14.02.1980, Side 51
til sjúklingsins, sem iðulega leiðir til bata í tilfellum sem læknavisindin hafa talið' ólæknandi. Huglæknirinn er þó ekki í neinum transi. Þetta eru því heldur veigalitil rök gegn því, að hér geti verið andar að verki. Sú skynsemi og greind sem oft kemur fram í ýmsum þáttum þessara fyrirbæra og oft koma hinum sálræna manni í opna skjöldu benda að minnsta kosti til að þessu sé stjórnað af einhverri skynsemi. Og hverjum skyldi hún tilheyra? Sökum þessara fordóma verður það skiljanlegt, að dr. Owen eyðir ekki miklu máli í margt af því sem athyghsverðast er í hæfileikum Matthews. Það ruglar hann líka í ríminu, þegar atvik gerast með þeim hætti að það samræmist ekki þiekkingu hans. Eins og t.d. þegar hávaði heyrist á heimilinu með sama hætti og áður án þess að Matthew eða nokkurt systkina hans sé heima, eins og átti sér stað, þegar þau voru öll send að heiman til þess að dveljast hjá öðrum fjölskyld- um. Dr. Owen viðurkennir hreinskilnis- lega, að hann botni ekkert í því. Um arabisku handritin segir hann, að það liggi í augum uppi, að þau geti Matthew ekki hafa sjálfur skrifað. Það þurfti nú tæpast sérfræóing til þess að komast að þeirri niðurstöðu! Þetta mál hlýtur að hafa valdið dr. Owen miklum vonbrigðum, því hér fer allt úr þeim skorðum, sem hann hefur sett slíkum fyrirbærum. Þó að vísu enginn falli í trans, þá rignir niður boðum frá látnum, sem iðulega sanna sig með þeim hætti, að engar skýringar eru nema þær, að þetta fólk sé það sem það segist vera, framliðnir menn. Það er því ekki furða þótt doktorinn fari fljótt yfir sögu hvað þessi fyrirbæri varðar. Úr því vísindin hafa ekki viður- kennt líf að þessu loknu, þá er vissara fyrir vísindamann að vera ekki að undir- strika það sem til þess bendir! Þessi skýrsla dr. George Owens er birt orðrétt í fyrstu bók Matthew Mannings um öll þessi undur sem gerðust í kringum hann og hann kallaði THE LINK. en höfundur þessarar greinar sneri á íslensku og leyfði sér að kalla TVEGGJA HEIMA TENGSL. *

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.