Vikan


Vikan - 13.03.1980, Qupperneq 4

Vikan - 13.03.1980, Qupperneq 4
Jónas Kristjánsson skrifar um íslensk veitingahús Engin streita I Matstofu Austurbæjar er hægt að fá sómasamlegan mat hjá vingjarnlegu fólki fyrir óvenju lágt verð. Meðalverð aðalrétta af fastaseðli er 3.200 krónur og meðalverð tveggja rétta máltiða af matseðli dagsins er 2.400 krónur. lnnréttingar Matstofu Austurbæjar eru hvorki beinlinis smekklegar né fagmannslegar. Þær eru þó sæmilega hlýlegar og gefa gott svigrúm. Innan um nýlega hluti eru nokkur þreytuleg borð og stólar. Horfnir eru Ijótir básar á miðju gólfi. Þarna virðist dálitið um kostgangara ÞYRSTIR FÁSÉR Enn ein nýjungin frá M.S.: MANGÓ SOPI friskurog svalandi mysudrykkur, fullur af næringarefnum. MJÓLKURSAMSALAN og húsvini. Andrumsloftið er laust við streitu. Ég tók eftir börnum umsjónar- fólks, sem hlupu með öðrum börnunt milli salar og eldhúss. Þarna þurfti ekki sérstakt barnahorn. Streituleysið endurspeglaðist i vingjarnlegu viðmóti starfsfólks. Ég krækti mér i öl úr glerskáp á skenknum. „Viltu ekki heldur kalt öl?” sagði stúlkan. Ég tek eftir sliku á timum. þegar fjöldi stúlkna virðist timbraður og svefnlaus viðafgreiðslu. Hálf þjónusta Eins og Laugaás veitir Matstofa Austurbæjar hluta úr þjónustu. Þú pantar og tekur þér áhöld og drykki við skenkinn, en getur svo látið færa þér matinn til borðs. Þar með þarftu ekki að standa upp meðan þú ert að borða. Þetta er auðvitað hátíð miðað við sjálfsafgreiðslu, þar sem gestir eru á þönunt fram og aftur eða horfa á aðal- matinn kólna, meðan súpan er innbyrt. Þú færð mikilvægasta hluta þjónust- unnar, þótt matstofan spari sér nokkurn kostnað. Segja má, að í Laugaási sé veitt treikvart-þjónusta, þvi að þar bera gestir engan mat til borðs. í Matstofu Austur- bæjar væri þá hálf þjónusta, þvi að mér virðist. að þar beri gestir rétti dagsins til borðs. en fái þjónustu meðsérrétti. Hvorug leiðin jafnast þó á við hina gömlu og góðu þjónustu. Hins vegar kann treikvart-þjónustan að vera heppileg millileið i hraða nútimans og i tilraunum til að halda niðri verði. Og mér finnst hún rnun aðgengilegri en hálfa þjónustan. í einkunnum minum fyrir þjónustu veitingahúsa geta þau fengið hæst tíu fyrir fulla þjónustu. Fyrir treikvart-þjón ustu gef ég hæst sjö og hæst fjóra fyrir hálfa þjónustu. Sjálfsafgreiðsluhús fá auðvitað ekkert fyrir þennan þátt. Hnífapör eru of veigalitil i Matstofu Austurbæjar. Ég beyglaði gaffal. Og hnifurinn átti í erfiðleikum með nauta- kjöt, sem þó var ekki seigt. Það er kominn timi tii að fleygja þessu kreppu- áradóti og fá áhöld. sem eru gerð fyrir veitingahús. Hinn fasti matseðill Matstofunnar er fremur ýtarlegur með ýmsum eggja- kökum, pizzum, samlokum og hamborg- urum. Súpur eru aðeins tvær og einnig fiskréttirnir. Kjötréttir eru sjö. Engir eftirréttir eru á matseðli. en samt er hægt að fá smátertur úr eldhúsi veitinga- stofunnar. Matseðill dagsins er einnig með fjölbreyttasta móti. Ég kom tvisvar i heimsókn nýlega og voru sex réttir á boðstólum i annað skiptið. sjö í hitt. En eins og fastaseðillinn er dagseðillinn fátækur af fiskréttum, nærtækasta hráefni landsins. Blómkálssúpa Blómkálssúpa var súpa dagsins, þegar ég heimsótti Matstofu Austurbæjar i hádeginu. Hún hefði verið sæmileg, ef hún hefði ekki verið örlitið kekkjótt. Súpa dagsins er innifalin i verði rétta dagsins, en kostar 700 krónur, sé hún keypt sérstaklega. Ýsa Steikt ýsuflök með hrásalati og sitrónu voru á þessum seðli dagsins. Þetta var ágætur matur, enda voru flökin hæfilega lítið pönnusteikt. mjúk og mjallhvít að innan. Með fylgdu ristaðar rækjur og sæmilegasta rem- úlaði, hálfkaldar hvítar kartöflur, sítrónubátur, gúrkusneiðar og bæri- legasta hrásalat. Verðið er 2.000 krónur og er þá súpa innifalin. Sfld Marineruð síld með brauði. smjöri og lauk var mild og góð á bragðið, einkar frambærilegur matur. Meðlætið var svipað og fylgdi ýsunni og laukurinn var ágætur. Verðið er 1.800 krónur að súpu innifalinni. Pizza Pizza með skinku og sveppum reyndist sæmileg, miðað við íslenskar aðstæður. Hún var ekki eins góð og pizzan í Lauga- ási og langt frá þvi eins og sú á Horninu. En ég hef fengið margar verri pizzur um dagana hér á landi. Botninn var of þykkur, en samt hæfilega stökkur. Pizzan var ekki brennd, en of bragðdauf. Verðið er 1.900 krónur. Nautabuff Nautabuff með kryddsmjöri, frönskum kartöflum. hrásalati og grænmeti átti að vera lítið steikt, en kom samt rúntlega miðlungi steikt. Ég skil ekki þann sið islenskra kokka að spyrja viðskiptavininn um steikingartima og taka síðan ekkert mark á svórum hans. Annars var þetta sæmilegt kjöt. tæpast nógu meyrt og allt of mikið saltað og piprað. Með fylgdu linar baunir og gulrætur úr dós. sæmilegt hrásalat með léttri eggjasósu. dökkar. en ekki brenndar. franskar kartöflur og miður gott krydd- smjör með béarnaise-bragði. Verðiðer 3.780 krónur. Lambagrillsteik Lambagrillsteik með kryddsmjöri, frönskum kartöflum og salati'var rauiiar líka með dósagrænmeti og dósasveppum. Meðlætinu var lýst hér að framan. En lambakjötið sjálft var mjög gott. mun minna ofgrillað en venja er hér á landi. 4 Vikan ll.tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.