Vikan


Vikan - 13.03.1980, Blaðsíða 14

Vikan - 13.03.1980, Blaðsíða 14
Tónlist Lúðrasveit? Eru það ekki skraut- klæddu mennirnir sem blása saman í lúðra á hátiðum — yfirleitt i grenjandi roki og rigningu? Svo halda margir. En lúðrasveit er annaö og meira. Á landinu munu nú vera starfandi 17 lúðrasveitir og að baki hver.i liggur mikil vinna og meiri fjármunir en fólk yfirleitt gerir sér grein fyrir. Tökum sem dæmi lúðra sveitina Svan, sem mun vera sú stærsta á landinu. en hún á einmitt 50 ára afmæli á þessu ári. Segjum sem svo að hún sé komin full- skipuð og búin upp á .við Háskólabíós. eins og hún gerir ár hvert, þá eru þar 56 manns i búningum og með hljóðfæri. Nóturnar. sem sveitin er með á slíkum tónleikum. kosta ekki undir 300 þúsund krónum. Stativin sem nóturnar hvíla á kosta um 500 þúsund og hver búningur kostar um kvart milljón en þaö gerir um 15 milljónir fyrir alla sveitina. Svo eru það hljóðfærin. Ef við tökum trompett sem dæmi þá kostar það i dag um 400 þúsund krónur og í lúðrasveitinni Svani eru 14 manns sem blása í slíkt. Ekki eru hin hljóðfærin ódýrari. Svona er hægt að reikna endalaust. en með þessum litlu dæmum ætti fólki að verða Ijóst að lúðrasveit er ekki eitthvert fyrirbrigði sem sprettur upp úr jörðinni 17. júní. Meðlimirnir æfa tvisvar í viku í húsnæði sem Svanur deilir með Leikfélagi Reykjavikur i Vonarstræti auk þess sem Big-band Svans æfir einu sinni i viku. Þannig gengur þetta frá september fram yfir 17. júni. Afkomu sina byggir lúðrasveitin Svanur að mestu leyti á styrktar- meðlimum, sem eru um 500 talsins, og fyrir þá eru haldnir tónleikar einu sinni á ári i Háskólabíói. Svo reytist eitthvað inn fyrir olástur á iþróttamótum. í útvarpi og sjónvarpi svo eitthvað sé nefnt. 17. júní fær sveitin aftur á móti ekkert fyrir spileríið þvi þá er hún að leika upp í 500 þúsund króna styrk sem hún fær frá bænum, styrkurinn frá ríkinu er svo lítill að það tekur þvi ekki aðjóðla fyrir hann — hvað þá meira. VIKAN leit inn á æfingu hjá lúðra- sveitinni Svani þar sem stjómandinn. Sæbjörn Jónsson, stjórnaði liði sinu af miklum krafti í laginu Singing in the rain sem var sérlega skemmtilega flutt og undirstrikaði að lúðrasveitir geta leikið annað en hergöngumarsa og aðra fána- tónlist. Úti i heimi er vegur lúðrasveita miklu meiri en hér heima. þar leika þær meira að scgja sinfónisk verk en hér á Þessi mynd er tekin 1. maí fyrir allmörgum árum. Það óvenjulega við hana er að þarna er ekki rigning og rok og krafa dagsins hljóðar upp á 45 stunda vinnuviku. landi er ekkert tónskáld sem semur sérstaklega fyrir lúðrasveitir. Þess vegna fáum við nær eingöngu að heyra útlenda tónlist i skrúðgöngum og eitt og eitt ættjarðarlag. En þegar lúðrasveit er annars vegar þá er heyrn sögu ríkari. Þvi ætti fólk að lita inn i Háskólabíó laugardaginn 22. mars. en þá verður Svan'ur með 50 ára afmælistónleika. Þar verður mikið blásið — og gaman ef að likum lætur... HVAÐ ER LÖÐRASVEIT? 14 Vikan 11. tbl. EJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.