Vikan - 13.03.1980, Side 17
Þýð.: Halldóra Viktorsdóttir
4. hluti
síðast. Ég klöngraðist á lappir og gekk af
stað réttsælis kringum húsið til þess að
komast að bakhliðinni, en nam við og
við staðar til að átta mig á hve langt ég
væri komin.
Þarna var súlan, sem ég hafði séð
fyrir aftan hana, og þarna var veggjar-
brotið, þar sem ég hafði fyrst orðið vör
viðeinhverja hreyfingu.
En samt fann ég enga iiingönguleið.
Svalirnar voru hátt uppi yfir steinahrúg-
unum, að framanverðu var fallhæðin
um tólf fet, en hérna aftan til sýndi stór
og djúp hola i grassverðinum að undir
húsinu væri kjallari.
Þessi hola var um þaðbil tiu feta breið
og á bakkanum þeim megin sem ég stóð
voru stórir steinar. Ég fór eins nærri
brúninni og ég þorði og reyndi að gægjast
niður.en það var ekkert að sjá nema
endalaust myrkur.
Þegar ég fikraði mig aftur til baka tók
ég eftir því sem áður hafði farið frant hjá
mér. Einhver hafði rekið niður prik og
neglt þar á fjöl sem á var skrifað með
rauðum störfum: HÆTTA.
Já, einmitt, hugsaði ég. Það gæti
enginn hafa hlaupið yfir mölina og
stokkið yfir þessa gapandi holu og lent á
hálfhrundum svölunum
Þvi ef svo væri, þá hefði það ekki
verið vera af holdi og blóði. Það var svo
margt sem ég þurfti að fá svör við, allt of
margt til að ég gæti skellt skuldinni á
ofsjónir ofan á allt annað.
Það var ekki fyrr en eftir kvöldmat
sem ég mundi að Alex Robertson hafði
ætlað að hitta mig I The Waggoners
seinna um kvöldið. Það var ólíkt mér að
vera svona gleymin og ég hugsaði með
mér að ég sýndi ekki mikið þakklæti
fyrir þá athygli sem hann hafði veitt
mér, enda þótt þessi áhugi hans á mér
væri kannski einungis vegna þess að ég
líktist látinni systur hans.
Ég fór beint til Julians frænda. sem
sagði að auðvitað mætti ég hringja ef ég
þyrfti. Hann visaði mér inn á skrifstof-
una sína, gekk svo í burtu og skildi
hurðina eftir i hálfa gátt. Það skipti engu
máli. sagði ég við sjálfa mig. Ég ætlaði
ekki að segja neitt sem hann ekki mátti
heyra.
En samt varð það þess valdandi að ég
valdi orð min af mikilli kostgæfni þegar
frú Thatcher kom i simann og heilsaði
mér eins og við hefðum þekkst árum
saman.
Ég bað hana að afsaka mig við Alex
og útskýra að ég ætlaði að vera hjá
frænda minum i nokkra daga. Ég ætlaði
að fara að leggja á þegar frú Thatcher
sagði: „Það hringdi einhver til þin frá
London fyrir nokkrum mínútum. Ég
ætlaði einmitt að fara að hringja og láta
II. tbl. Víkan 17
HILDA ROTHWELL:
í mánaskini
Eitthvað eða einhver, hvað sem þetta nú var,
hreyfðist hægt í átt að mánaskininu, og ég vissi
að eftir augnablik sæi ég hvað þetta væri.
og síðan urðu samræðurnar ósköp
venjulegar.
Við borðuðum kaldan mat i hádeginu
og siðan léku Vivien og Paul tennis fram
eftir degi, en Julian frændi fór til her-
bergis síns — til að hvila sig að því er
hann sagði — en um leið og hann fór leit
hann í átt til min og gerði grin að gráu
hári sínu.
Ég horfði á þau leika tennis smástund
en gekk svo í burtu og i átt að rústunum.
Meðan ég var að velta vöngum yfir
öllu sem ég hafði séð og hcyrt undan-
farið gekk ég eins og óafvitandi i átt að
staðnum, þar sem hin óþekkta kona
hafði horfið sjónum minum. Ég reyndi
þrisvar sinnum án árangurs að komast
að staðnum að framanverðu, en varð
loks að klifra aftur niður og ég settist á
grasið til að hugsa mig um.
Hendur mínar voru óhreinar af
rykinu og mosanum á steinunum og
hárið límdist við hálsinn aftanverðan.
svosveitt varégorðin.
En innst inni var ég orðin alveg gall-
hörð og ákveðin. Ég ætlaði ekki að
gefast upp, ég ætlaði að reyna einu sinni
enn.
Ég reyndi að festa mér eins vel i minni
og ég gat staðinn. þar sem ég sá konuna